Leita í fréttum mbl.is

Kveðja til Einars Odds Kristjánssonar.

Einar Oddur Kristjánsson heitinn tók mér fagnandi við upphaf sumarþings í júní s.l. Hann sagði við mig þegar við urðum sessunautar á Alþingi "Jón þú myndar þingflokk með mér"  Þegar ég færðist undan þá sagði hann. "Ég á við þingflokk til varnar skattgreiðendum".  Ég svaraði því játandi að ég skyldi svo sannarlega standa í þeirri baráttu með honum.  Mér þykir miður að til þess skyldi ekki koma að við gætum snúið bökum saman í vörn gegn útþenslu ríkisbáknsins og aukinni skattheimtu.

Svo mörg góð orð hafa fallið um Einar Odd Kristjánsson og upprifjun á ferli hans að óþarft er að endurtaka slíkt.  Mín kynni af Einari Oddi voru af heilsteyptum góðum manni sem kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hafði ákveðnar skoðanir. Mér er nær að halda að skoðanir hans hafi iðulega ekki fengið að njóta brautargengis  í þeim stöðugt stjórnlyndari ríkishyggjuflokki sem hann var þingmaður fyrir.

Ég mun sakna Einars Odds sem góðs félaga og væntanlegs baráttufélaga gegn auknum ríkisumsvifum.  Einnig vegna þess að  með honum er horfinn glaðbeittur sanngjarn baráttumaður. 

Ég sendi innilegar samúðarkveðjur til eftirlifandi eiginkonu, barna og annarra aðstandenda Einars Odds Kristjánssonar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mikið rétt, en kommúnistar/sósíalistar/forsjárhyggjusinnar hafa nú einu sinni eitthvað 80-90% kjörfylgi samanlagt og hafa lengi haft og því höfum við séð ríkisapparatið þenjast endalaust út. Fólk vill þetta augljóslega.

Baldur Fjölnisson, 25.7.2007 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 733
  • Sl. viku: 3834
  • Frá upphafi: 2427634

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 3549
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband