Leita í fréttum mbl.is

Af vatninu dýra.

Íslendingar eru ríkasta þjóð heims af vatni. Samkvæmt heimsalmanikinu 2007 þá eru 562.193 rúmmetrar vatns á hvern íbúa landsins. Til samanburðar má benda á að ágætlega vatnsrík þjóð eins og Bandaríkin eiga ekki nema 10.333 rúmmetra vatns á hvern íbúa.

Miðað við þessa miklu vatnsbirgðir sem við eigum þá kemur mér það spánskt fyrir sjónir að gosdrykkir sem framleiddir eru hér á landi skuli vera miklu dýrari út úr búð en annarsstaðar í Evrópu eða Norður Ameríku. Sama gildir um átappað vatn á flöskum.

Ég rakst inn í Europris um daginn og sá þar að verið er að selja 33.cl. ál kókdósir á 45 krónur. Skilagjald er 10 krónur þannig að verðið er þá kr. 35 á dós.  Sambærilegt verð á íslensku kóki í 33 cl. ál dós í Hagkaup er í dag kr. 88 skilagjald 10 kr. eða verð kr. 78 krónur eða helmingi meira en innflutta danska kókið sem verið er að selja í Európrís. Hvernig stendur á þessu?  Hvernig stendur á því að hægt er að selja innflutt danskt kók á meira en helmingi lægra verði en íslenskt þrátt fyrir flutningskostnað og annað. Skyldi íslenska vatnið vera svona dýrt?

Hálfslíters flaska af vatni kostar í dag 96 krónur eða meir en helmingi meir en algengt verð fyrir sambærilega afurð t.d. út úr búð á Spáni.  Ég átta mig ekki á þessum gríðarlega verðmun.

Getur einhver fundið skynsamlega skýringu á þessum mikla verðmun á drykkjum sem framleiddir eru hér á landi og erlendis og eru aðallega vatn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekki pólitískt korrekt á Íslandi að mótmæla eða yfirleitt að æmta eða skræmta og skipulögð maskína hefur skapað þann rétttrúnað og því ekki síst sitjum við uppi með tröllaukið ríkisapparat með risavaxnar atvinnuleysisgeymslur og súrrealíska skatt- og gjaldapíningu og raunar okur á öllum sviðum.

Baldur Fjölnisson, 26.7.2007 kl. 21:43

2 identicon

Skyldi Grænland nokkuð hafa gleymst í þessari könnun. Eða erum við bara að tala um hvíta, þeir eru svolítið dökkir á Grænlandi.

Ingvar Þórisson (IP-tala skráð) 26.7.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars eru þetta mjög góðir punktar með vatnið og mikið að einhver minnist á það.

Nú vil ég hugsa það í stærra samhengi og til heitari og þurrari svæða sem hafa verið undir stöðugu stríðsástandi áratugum saman. Og það stafar ekki síst af baráttu um vatn. Golan hæðirnar og Litani áin eru lykilatriði í því sambandi.  Vatn er lífsnauðsynlegt og því getur það verið stjórn- og kúgunartæki. Ef þú getur stjórnað vatnsflæði  á svæði sem þú hernemur hefurðu afar sterkt tæki til að terrorísera og próvókera. 

Baldur Fjölnisson, 27.7.2007 kl. 00:21

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ingvar: ég leyfi mér að efast um að Grænland hafi fallið í gleymskunnar dá, málið er einfaldlega að þeir hafa minna af hvorttveggja neysluvatni og fallvatni en við Íslendingar. Það að blanda kynþætti inn í þessi mál er ekkert annað en heybrókar-heysáturök fyrir sinnisþrota, illa gefna fávita.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 28.7.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 499
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband