Leita í fréttum mbl.is

Hægri hendin veit ekki hvað sú vinstri mun gera.

Svo virðist sem það ástand sé komið upp í ríkisstjórninni að hægri hendin gleymi að tala nægjanlega skýrt við vinstri hendina eða geri það alls ekki.

Í gær mátti skilja af viðtali við forsætisráðherra að mikill áfangi hefði náðst með samþykki fastaráðs NATO um reglubundið eftirlit með lofthelgi Íslands. Herþotur eiga að koma til landsins 4 sinnum á ári og stunda hér æfingar.  Forsætisráðherra var greinilega ánægður með þessa samþykkt og ekki var annað að skilja en hann teldi sig hafa lokið góðu dagsverki.

Í dag kemur samgönguráðherra og segir að ekki komi til greina að herþotur þær sem eiga að æfa sig hér á vegum NATO fái að fljúga lágflug. Utanríkisráðherra segir síðan í viðtali við Fréttablaðið að með þessu munum við búa við viðunandi loftvarnir en hvort varnir landsins séu fullnægjandi sé matsatriði og við þurfum að fara í almennt mat á varnarþörf okkar.

Ekki var annað að skilja á forsætisráðherra en þetta væri allt eins og það ætti að vera en meðráðherrar hans frá Samfylkingunni virðast sbr ofangreint gera einhverja fyrirvara.

Í lýðræðisþjóðfélagi er venjan að ræða málin fyrir fram ekki eftir á. Ljóst er að þessi ákvörðun er tekin án samráðs við stjórnarandstöðu og án þess að málið sé rætt með eðlilegum hætti í utanríkismálanefnd. En því til viðbótar kemur að svo virðist sem málið hafi ekki verið útrætt innan ríkisstjórnarinnar miðað við misvísandi framsetningu, forsætisráðherra annars vegar og samgöngu- og utanríkisráðherra hins vegar.

Af hverju þurfa Samfylkingarráðherrarnir að skýra málið með þeim hætti að svo virðist sem máliðl hafi ekki fengið viðunandi umfjöllun eða menn verið á eitt sáttir í ríkisstjórninni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Já Jón, ef þau ætla að stýra landinu okkar á þennan hátt þá boðar það ekki gott. Er þetta kannski "umræðupólitík".

Gunnar Skúli Ármannsson, 29.7.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já alveg brilljant samstaða innan ríkisstjórnar um þessi mál he he..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.7.2007 kl. 00:45

3 identicon

Þið þurfið að halda þeim við efnið í þessu. Það er furðulegt að ekki skuli vera hafin vinna við að skilgreina varnarþörf landsins. Reyndar er það furðulegt að henni skuli ekki vera lokið. Það er líka undarlegt að orrustuþotur skuli leika svo stórt hlutverk í varnarmálastefnu okkar (eða ekki-stefnu) á meðan að t.d Nýsjálendingar, sem eru í mjög svipaðri stöðu, leggja enga áherslu á slík tæki.  Á sama tíma erum við með lítið af þeim viðbúnaði sem þeir virðast telja nauðsynlegan.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 03:04

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég ætla að vona að flestir séu nú að hugsa sitt, hver í sínu horni. En ég hefði gaman af því að heyra stefnuna þína og stefnu Frjálslindra í varnarmálum. Hvað finnst þér að við eigum að gera?

Júlíus Sigurþórsson, 30.7.2007 kl. 09:06

5 identicon

Hægri hendin? Ertu að tala um hægri höndina?

Trausti (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 492
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband