Leita í fréttum mbl.is

Biðlistar vanlíðunar.

Vinur minn getur ekki unnið nema með harmkvælum vegna verkja. Hann er á biðlista eftir því að skipt verði um lið. Einföld aðgerð í sjálfu sér en meðan hún er ekki gerð þá býr þessi vinur minn við skerta starfsgetu og stöðugar kvalir. Biðin hefur þegar tekið marga mánuði og enn á hann eftir að bíða í tvo mánuði þangað til langþráð aðgerð verður framkvæmd.

Skýrt var frá því að nú biðu um 200 manns eftir hjartaþræðingu. Meðan beðið er geta sjúklingar verið í hættu og þeir eru með skerta getu til daglegra starfa og njóta ekki vellíðunar sem þeir annars mundu gera.  Ég er ekki það vel að mér í læknisfærði til að geta fullyrt hvað þeir sem bíða eru í mikillli hættu en af frásögnum þeirra sem ég þekki sem bíða og hafa þurft að bíða þá veit ég að þeir líða fyrir að þessi aðgerð er ekki framkvæmd.

Ég velti því fyrir mér hvað það kostar þjóðfélagið mikið að láta fólk bíða eftir einföldum aðgerðum. Fólk sem annars gæti skilað góðum starfsdegi á hverjum degi þarf að þola það að vera starfslítið eða starfslaust og búa iðulega við vanlíðan þá mánuði sem beðið er eftir einföldum aðgerðum.

Það er ekki við starfsfólk heilbrigðiskerfisins að sakast í þessu efni en vilji er allt sem þarf í þessu sem svo mörgu öðru. Það þarf pólitískan vilja til að eyða biðlistum eða alla vega stytta þá þannig að fólk þurfi ekki að bíða mánuðum saman í kvöl eftir einföldum aðgerðum. Heilbrigðisráðherra ætti að láta það verða eitt af forgangsverkefnum sínum að eyða biðlistum eftir því sem skilgreina verður sem bráðaaðgerð þó það taki í allt of mörgum tilvikum marga mánuði að fá slíka aðgerð framkvæmda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sumarið er tíminn til að nöldra yfir skertri þjónustu heilbrigðisstofnana.

Hefur þingmaðurinn heyrt um orlof?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.8.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Einfalt og gott ráð er að rýmka reglur og lög sem skilyrða það hver má framkvæma umrædda aðgerð og búa til markað þar sem þeir ríku geta borgað sig út úr biðlistum hins opinbera og þeir efnaminni bíða þar með skemur.

Geir Ágústsson, 8.8.2007 kl. 12:38

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki að nöldra Heimir. Hér er um vanda að ræða hvort heldur er sumar vetur vor og haust. Ég er að kalla eftir aðgerðum vegna þess að það er mikill fjöldi fólks sem bíður eftir einföldum bráðaaðgerðum.

Jón Magnússon, 8.8.2007 kl. 13:36

4 identicon

Það er orðin fastur liður hér á landi,að biðlistar vegna aðgerða er komin til að vera.Ég veit ekki um neinn stjónmálaflokk sem hefur staðið við það að eyða þeim listum sem myndast alltaf.Þó að ekki vanti nú loforðin um það að eyða þeim ef þeir komist til valda,og svo gerist ekkert.Stjórnmálaflokkar standa bara við eitt það eru svik og aftur svik um allt sem lofað er fyrir kosningar,málið er bara það að komast á þing og hafa það gott.

Böðvar Jónsson (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:44

5 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Sammála þér Jón það er óþolandi að veikir einstaklingar þurfi að bíða mánuðum og árum saman eftir aðgerð.

Þóra Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 20:23

6 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón.. Kallar þetta ekki bara á þjónustu í einkageiranum? :)  Við Böðvar vil ég segja þetta. Hverjir hafa verið við stjórnvölinn síðustu árin ? Hverjir hafa svikið loforðin? Hverjir hafa það gott á þingi? Varla þeir sem taka sér ekki orlof yfir sumartímann heldur halda áfram að berjast fyrir bættum hag almennings ?

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2007 kl. 20:39

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Biðlistar kosta þjóðfélagið mjög mikið í formi lyfja, vinnutaps og þjáninga. 

Náinn einstaklingur í minni fjölskyldu,  dó á sínum tíma í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús, hafandi beðið eftir hjartaaðgerð í nokkra mánuði á biðlista.

Hinn nýji ráðherra getur dustað rykið af landsfundarsamþykkt eigin flokks þess efnis að útrýma þurfi biðliðstum sem samþykkt var að mig minnir fyrir um það bil áratug.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.8.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 847
  • Sl. viku: 4637
  • Frá upphafi: 2468302

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 4276
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband