Leita í fréttum mbl.is

Sumarið er ekki búið.

Það er fyrri hluti ágúst og þá er dálítið snemmt að fara að tala um að sumarið sé búið. Miðað við veður undanfarin ár þá getum við átt von á yndislegum tíma næstu mánuði. Mér finnst haustið einn skemmtilegasti árstíminn en það er tími þangað til það kemur.

Þó að það sé ekki sól á hverjum degi og við Reykvíkingar höfum búið við hefðbundið sumarveður undanfarna daga þ.e. rok og rigningu þá er engin ástæða til að vera með eitthvað væl út af því. Við höfum undanfarin ár búið við eitt besta veðurleg í heiminum. Sem betur fer.

Undanfarið hefur rignt sem nánast aldrei fyrr á Bretlandi og víða í Mið Evrópu meðan við höfum notið einmuna veðurblíðu og það eru stórfelld mannskæð flóð í Asíu. Við getum þakkað fyrir hvað við höfum verið heppin en ættum að minnast þeirra og hjálpa þeim sem á þurfa að halda núna í Asíu.


mbl.is Er sumarið búið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurður

Þetta tengist ekkert efni þessarar bloggfærslu en ég skrifa það nú samt.

Ég heyrði hluta af pistli þínum á Útvarpi Sögu í hádeginu í dag. Þar talaðirðu um ýmis lög og reglur sem varða hegðun borgaranna.

Það var nú eitt sem fór sérstaklega í mig varðandi þennan pistil þinn. Það var athugasemd þín um Víneftirlitið og borð fyrir utan veitingastaði.

Þú eins og aðrir frjálshyggjumenn, s.s. Össur Skarphéðinsson, hafið notað þetta sem dæmi um ofstjórn kerfisins á hegðun borgaranna.

Þið hinsvegar passið ykkur allir á því að taka ekki eftir aðalatriði þessa máls, enda eyðileggur það fyrir ykkur nytjagildi þessa atburðar.

Veitingahúsaeigandinn á Laugaveginum hafði leyfi fyrir því að hafa sjö borð fyrir utan staðinn. Hann ákvað að brjóta það og hafði hátt uí sextán borð, þ.e. meira en helmingi meira en hann hafði leyfi fyrir.

Með þessu náði hann að blokkera alveg Laugaveginn fyrir gangandi vegfarendum. Það var t.d. algjörlega ómögulegt að koma barnavögnum þarna framhjá, hvað þá ef einstaklingur í hjólastól hafi ætlað að voga sér að nota Laugaveginn á þessum góðviðrisdegi.

Veitingamaðurinn braut því á frelsi borgarans að ganga óhindraður um götur bæjarins.

Af hverju minntistu ekki á þetta í pistlinum. Eða er kannski ástæðan sú að frjálshyggjumönnum er ávallt kærara um frelsi veitingamanna en hins almenna borgara? 

Jón Sigurður, 9.8.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér um það Jón Sigurður að það gengur ekki að umferð gangandi fólks sé hindruð með þessu á góðviðrisdögum. Það er alveg gild ábending hjá þér og þakka þér fyrir að vekja athygli mína á því. Ég er ekki að mæla með auknum óþægindum heldur þægindum og stjórnvöld láti fólk í friði meðan það veldur ekki öðrum óþægindum. Ég var hins vegar ekki að mæla með öðru.

Jón Magnússon, 9.8.2007 kl. 17:20

3 Smámynd: Jón Sigurður

Vildi bara að þetta kæmi fram. 

Þessi síðasta setning hjá mér um hvort frelsi veitingamanna væri þér kærar en frelsi hins almenna borgara hefði mátt missa sín. 

Aðeins meira af kappi en forsjá þarna hjá mér í lokin.

Jón Sigurður, 9.8.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 709
  • Sl. sólarhring: 734
  • Sl. viku: 5213
  • Frá upphafi: 2468164

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 4830
  • Gestir í dag: 606
  • IP-tölur í dag: 593

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband