Leita í fréttum mbl.is

Spurning hvort timburmennirnir séu að byrja

Ég er sammála Seðlabankastjóra að það er ekki ástæða til að Seðlabankinn bregðist við lækkun krónunar.  Flestum hefur verið ljóst um nokkurn tíma að gengi krónunnar hefur verið óeðlilega hátt og til þess mundi koma að hún lækkaði verulega. Spurning var eingöngu hvenær. Örgjaldmiðill eins og okkar verður alltaf eins og korktappi í ólgusjó þegar aðstæður breytast á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og núna.  Slíkt gengur ekki. Framleiðsluatvinnuvegirnir og neytendur geta ekki búið við þá óvissu sem korktappagjaldmiðill veldur. Þess vegna er mikilvægt að taka gengisviðmiðun krónunnar til endurskoðunar í samræmi við langtíma hagsmuni þjóðarinnar. Lottóstefna Seðlabankans gengur ekki til lengdar.
mbl.is Seðlabankinn mun ekki grípa til aðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Það er spurning hvort yfirlýsing eins og Seðlabankastjórinn lét frá sér er tímabær. Ekkert er vitað hvernig þessi órói þróast, hvort hann hjaðnar eða hvort hann breytist í lánakreppu. Vonandi hjaðnar þetta þannig að áhrifin á fjármálakerfin verði ekki mikil. Verði áhrifn langvinn og þróist jafnvel í kreppu er ekki ólíklegt að Seðlabankinn þurfi að beita einhverjum aðgerðum til að freista þess að viðhalda a.m.k. einhverskonar lágmarks stöðugleika.

Áhrifin af þessum óróleika verða að mínu mati a.m.k. þau að erfiðara verður fyrir aðila að afla fjármagns til skuldsettra kaupa með lágvaxtamyntum, t.d. á hlutafjármarkaði og fasteignamarkaði. Þessi áhrif geta varað þó að ekki verði fjármálakreppa. Lánveitendur verða "selectivari" þegar svona atburðir verða. Krónan getur því farið úr "speculatívum fasa" sem hún hefur verið í undanfarin misseri (kaup erlendra aðila á krónu og vaxtatott) yfir í það að hún leitar upprunans þ.e. í heildarframboði og -eftirspurn í hagkerfinu. Málið er bara hvernig þessi vistaskipti verða (fasabreytingin). Ef aðilar sem gefið hafa út Jöklabréf kippa að sér höndum (hugsanlega neyddir til þess vegna aðstæðna á mörkuðum) og innleysa bréf í ríku mæli fer króna í frjálst fall. Gengishrun krónunnar ofan í himinháa vexti hefur aldrei verið æskileg blanda. Spurning hvernig vinnumarkaður, fasteignamarkaður, fjármálamarkaður og aðrir markaðir taka slíku höggi. Eitt er nokkuð ljóst að það gæti dregið snögglega úr umsvifum og fasteignamarkaðurinn tæki líklega fyrstur við högginu. Svo er spurning um styrk fjármálakerfisins ef fjárbinding á fasteignamarkaði vex mikið.

En við höfum komið okkur í þessa stöðu með "bilaðri" peningamálastjórn. Vaxtabreytingar Seðlabankans hafa ekki bitið á eftirspurn í hagkerfinu. Aðgengi almennings að erlendum lánum hefur breytt leiknum. Seðlabankinn er að spila lúdó á meðan allir eru í Olsen Olsen. Vaxtabreytingin sem átti að hemja eftirspurnina hefur aðeins  virkað sem hvati fyrir aðila í "Carry Trade" til að kaupa krónur og það er ein af ástæðunum fyrir yfirspenntri krónu. Hin ástæðan er úgáfa Jöklabréfa.

Áhyggjuefni er líka að fólk hefur skuldsett sig meira þegar bankarnir buðu ný húsnæðislán. Fólk hefur byggt sumarhallir og virði eigna hefur farið langt upp fyrir það sem getur talist vera eðlilegt ef miðað er við ævitekjur. Áhyggjuefnið felst í því að eftir er rekstur þó að eignaverð lækki, þ.e. fólk stendur eftir með viðhald ofl., í umhverfi sem gæti þurftu að taka á sig mikla skerðingu kaupmáttar.

Seðlabankinn á stóran þátt í því hvernig komið er með kolrangri stefnu. Enn er bætt á vitleysuna er að vera með yfirlýsingar um viðbrögð við atburðum sem ekki er fyrirséð hver áhrifin verða.

Hagbarður, 9.8.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spákaupmennskan er orðinn raunveruleiki heillar kynslóðar með þessari þjóð. Markaðslögmálið hefur náð hér undirtökunum og hin aðhaldssama stefna Seðlabankans er ekki að virka.

Engin þau kraftaverk eru í boði sem forða stórum óhöppum hjá miklum fjölda skuldsettra heimila innan fárra mánaða eins og horfir nú í dag.

Þetta með örsmæð hagkerfis okkar er nefnilega ávísun á háskaástand við áþreifanlega röskun á gengi gjaldmiðis okkar.

Árni Gunnarsson, 9.8.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Seðlabankinn er án marktæks gjaldeyrisvarasjóðs (þarf að vera með minnst 500 milljarða) sem þýðir að ríkissjóður er í raun gjaldþrota þar sem hann þarf að skaffa seðlabankanum téðan sjóð. Lántökur af þessarri stærðargráðu eru sjóðnum vart mögulegar.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 823
  • Sl. viku: 5766
  • Frá upphafi: 2472436

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 5251
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband