Leita í fréttum mbl.is

Nýr foringi í Sjálfstæðisflokknum?

Bjarni Benediktsson alþingismaður formaður utanríkismálanefndar talaði skýrar en almennt gerist með ráðandi stjórnmálamenn eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Rætt hafði verið um ratsjárstöðvar á fundi nefndarinnar og Bjarni sagði að það mætti spyrja til hvers Ísland ætti að halda úti ratsjárstöðvum sem fylgdust með óvinveittum flugvélum sem ekki létu vita af sér. Umræða þyrfti að fara fram um þau mál.

Þessi ummæli formanns utanríkismálanefndar eru einkar athygliverð m.a. í framhaldi af samþykkt  fastaráðs Atlantshafsbandalagsins fyrir beiðni utanríkisráðherra og forsætisráðherra um þotuflug til landsins og vilja þeirra til að við tökum að okkur rekstur ratsjárkerfis sem Bandaríkjaher rak áður.

Formaður utanríkismálanefndar sagði líka að líklegt væri að Bandaríkjamenn mundu treysta á eigin ratsjár á hættutímum sem þýðir að við eigum að reka með ærnum tilkostnaði ratsjárkerfi til að hægt sé að halda úti ímynduðum stríðsleikjum fyrir þau Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde á friðartímum.

Ekki verður betur séð en formaður utanríkismálanefndar hafi verulegar efasemdir um gildi þess að við tökum að okkur að annast um það sem líklega er úrelt ratsjárkerfi. Ljóst er að hann vill skoða málið og ræða sem er ekki í samræmi við stjórnunarstíl Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sýndu á sumarþingi vilja til að koma sínu fram strax án samráðs við stjórnarandstöðu og án eðlilegrar skoðunar.

Frá því að Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs í íslenskri pólitík hefur mér virst sem þar fari mikið foringjaefni oghann sé líklegur til að leiða Sjálfstæðisflokkinn innan fárra ára standi hugur hans og metnaður til þess. Það væri athyglivert ef þessi ungi forustumaður í Sjálfstæðisflokknum mundi nú berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna afabróður hans og nafna, sem á sínum tíma var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að Ísland væri herlaust land og hefði ekki bein afskipti af hernaðarmálefnum.

Þau ummæli sem vitnað er til benda alla vega til þess að formaður utanríkisnefndar sé ekki tilbúinn til að taka hvað eina sem að honum er rétt og kokgleypa. Það er ánægjuleg nýlunda  þingmanns í Sjálfstæðisflokknum og mættu fleiri þingmenn hans taka Bjarna Benediktsson til fyrirmyndar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, efnilegur.

Til að koma honum í ríkisstjórn legg ég til að Björn Bjarna verði gerður að sendiherra í Flórída með aðsetur í kristilega risaeðlu"disneylandinu" þar sem einhverjir kannast sjálfsagt við.  

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 17:30

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sjálfstæðismaur með sjálfstæða hugsun er álíka sjaldgæfur og hrein mey í vinnu hjá Geira á Goldfinger þannig að þetta er virkilega eitthvað til að hlúa að.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

OK, maðurinn er ungur sem þýðir að hann hefur þegar tekið inn í sig tiltölulega lítið magn af áli aftur þýðir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af byrjunareinkennum alzheimers næstu árin. Hann er líklega svo til  þolanlega læs eða kannski rúmlega það og þá miða ég við meðalafurð skólakerfisins síðustu þrjátíu árin og hann hefur sýnt hikandi merki um sjálfstæða hugsun. Svo er hann myndarlegur á velli, sem aldrei skaðar. Niðurstaðan er þá að hann ætti að vera formaður Sjálfstæðisfloksins. Hmmm. Burt með kallkellingarnar. Etv. kýs ég sftur minn gamla flokk. 

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sem sagt; við þurfum lítt mengaða unga menn í stjórn með miðaldra konum. Þetta er hin ídeala samsetning. Karlar eru almennt búnir að vera um fertugt en þá eru konur yfirleitt að byrja að sýna sinn styrk. Þetta er eðlilegt og samkvæmt forriti tegundarinnar sem að sjálfsögðu stefnir fyrst og fremst að því að komast af. Karlar hafa því skv. forritinu heldur takmarkaðan endingartíma.

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 23:02

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mín stjórn lítur svona út núna;

Ingibjörg Sólrun

Guðrún Ögmunds

Bjarni Ármanns

Birgir Ármanns

Bjarni Ben

 Kristján L. Möller

Fækkun ráðuneyta skv. fullri starfsorku ráðherra. 

Baldur Fjölnisson, 10.8.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Bjarni Benediktsson er afar geðþekkur ungur maður í stjórnmálum og hefur staðið sig ágætlega sem slikur á því sviði enn sem komð er í flestum verkefnum. Án ef á hann framtíð fyrir sér.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2007 kl. 02:25

7 identicon

Ég er sammála þér Jón að þetta sé skoðun BB. Þetta er reyndar skoðun (fjöl)margra innan flokks utanríkisráðherra. Hindrunin er þingflokkur Sjálfstæðsflokksins eins og Valgerður á Lómatjörn benti á. Búum til skilti til að setja á ratsjármannvirkin þar sem stendur: YFIRFLUG BANNAÐ

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 806
  • Sl. viku: 6260
  • Frá upphafi: 2471618

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 5711
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband