Leita í fréttum mbl.is

Þetta tákn ófrelsisins hrundi sem betur fer

Mér er það ógleymanlegt þegar ég kom að Berlínarmúrnum fyrir tæpum 40 árum og gat horft af útsýnispalli yfir í Austur Berlín þar sem fólki hafði ekki frelsi til að ferðast vestur yfir múrinn. Það var oft svipt því frelsi að fá að hitta ástvini sína. Börn voru skilin frá foreldrum og foreldrar frá börnum. Landamæravörðum var skipað að skjóta alla þá sem reyndu að flýja til frelsisins. Viðbrögð mín við þessari sýn var hryggð. Ég var hryggur að sjá hvernig mannskepnan getur misnotað vald sitt. Með sama hætti var ég eins og sennilega flestir andkommúnistar glaður þegar fólkið í Austur Þýskalandi tók völdin í sínar hendur og múrinn féll og landið var sameinað.

Þannig getur samstillt átak fólks skilað árangri. Þannig er hægt að fella ófrelsið og óréttlætið.

Því miður rísa nýir múrar ófrelsis. Ísraelsmenn hafa reist aðskilnaðarmúr á milli sín og Palestínuaraba og víðar er verið að reisa múra ófrelsis og takmarkana. Frjálslynt fólk verður þess vegna alltaf að vera á varðbergi og vera heiðarlegt í gagnrýni og berjast gegn ófrelsi og óeðlilegum höft í hvaða mynd sem þau birtast.


mbl.is 46 ár frá byggingu Berlínarmúrsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyr heyr.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.8.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Jón þau eru mörg ljót mannaverkin. Sammála þér að þetta er meira en hryggilegt þetta er hryllilegt og ekki eru þeir betri múrarnir sem eru lítt sýnilegir- við vitum af þeim og þeir gera það sama og Berlínarmúrinn. Höft og fjötrar. boð og bönn. Allt bara neikvætt.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband