Leita í fréttum mbl.is

Tími til komin að liðin í austurborginni mætist í alvöruleik

Ég var ánægður að sjá að Fjölnir og Fylkir eigi að mætast í undanúrslitaleik í VISA bikarkeppni karla. Ekki vegna þess að ég sjái það sem gallharður Fylkismaður að þarna eigi Fylkir auðvelda leið í úrslit bikarkeppninnnar heldur vegna þess að það var tími til kominn að þessi lið sem eru merkisberar íþrótta austast í borginni mætist í alvöruleik. Fylkir er tiltölulega ungt félag og Fjölnir ennþá yngra. Bæði félögin eru sprottin upp í nýum hverfum mótuð af miklu sjálfboðaliðastarfi. Ég spáði því strax og Fjölnir varð til að það félag ætti glæsilega framtíð.

Fjölnir hefur komist mun lengra í bikarkeppninni en nokkur hefði þorað að spá.  Fylkismenn mega því ekki vanmeta andstæðingin. Umfram allt þá vona ég að við fáum góðan leik þar sem þessir grannar takast á þannig að það verði báðum til sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 64
  • Sl. sólarhring: 643
  • Sl. viku: 4530
  • Frá upphafi: 2558453

Annað

  • Innlit í dag: 61
  • Innlit sl. viku: 4248
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband