Leita í fréttum mbl.is

Var þetta slys eða er þetta staðan á Íslandi í dag.

Í Blaðinu í dag segir frá því á forsíðu að átta ára stúlka hafi beðið í fjóra mánuði eftir tannaðgerð með svæfingu. Sagt er að hún hafi verið orðin viðþolslaus af verk og hætt að borða. Þetta er ótrúlegt. Er það virkilega þannig að bið eftir aðgerð eins og þessari fyrir börn taki þennan tíma. Er það þannig að börn þurfi að bíða iðulega sárkvalin eftir því að komast í tannaðgerð.

Var þetta einstakt tilfelli eða er langur biðlisti eftir þessum aðgerðum. Við hljótum að spyrja hvort þetta sé það sem fólk megi búast við í þjóðfélaginu eða þetta sé einstakt tilvik.

Hvað segir heilbrigðisráðherra um þetta. Er þetta ásættanlegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ábyrgð foredranna að halda tönnum ungbarna heilum, halda sælgæti í lágmarki og bursta tennurnar reglulega?

klakinn (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 10:47

2 identicon

Það vill til að í þessu tilviki þá er ég málinu kunnug - enda amma Hönnu Karenar.  Hún er ein af þeim börnum sem ekki borðar sælgæti og alla tíð hefur verið séð um að bursta hennar tennur.  Aftur á móti er ættgengt að glerungur tannanna sé lélegur og því lenti hún í þessu.

Og hvernig sem skemmdir í tönnum er tilkomnar, þá er það óafsakanlegt að nokkur manneskja, hvað þá lítil börn, þurfi að bíða eftir læknishjálp.  Og það á ekki síður við um tannlækningar.  Það er hneyksli að tannlækningar skuli ekki vera höndlaðar eins og hvert annað heilbrigðismál, þ.e. að tennur skuli vera eitthvað sem ekki fellur undir sjúkratryggingar.  Lágmark er að við sjáum börnum - öllum börnum, bæði fötluðum og ófötluðum, fyrir tannlækningum þegar þau þurfa á því að halda.  Það sama má segja um sjón fólks.  Gleraugu er hjálpartæki sem allt of margir þurfa á að halda og kostnaður við þau er óheyrilegur.

Guðrún Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 11:11

3 identicon

Það er nú enginn biðlisti, því það er ekki eins og einhver sé að komast að nema þessir 2-3 á mánuði á spítalanum. Það er bara engin þjónusta í gangi eftir að þessi eini svæfingalæknir sem sinnti þessu hætti störfum.

Ég á dóttur sem þarf að svæfa til að hægt sé að gera við tennurnar í henni. Hún er með skemmdir sem þarf að laga en ekkert er hægt að gera. Við bara bíðum eftir að hlutir leysist en á meðan grassera skemmdirnar og verða verri og verri.

Smart þjóðfélag.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:25

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Jón, þetta er alls ekki ásættanlegt. Vonandi er þetta einstakt tilfelli. Framkvæmd þessara mála hefur verið í höndum einstakra tannlækna og svæfingalækna. Að sjálfsögðu ætti að vera aðstaða fyrir þessi börn á LSH. Því miður hefur það ekki gengið eftir hingað til nema að litlu leyti. Ánægjulegt er þó að fram kemur í Blaðinu í dag að unnið er að úrbótum. Vonandi eru það ekki bara orðin tóm.

Gunnar Skúli Ármannsson, 15.8.2007 kl. 23:03

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er svo skammarlegt að það hálfa væri nóg Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2007 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband