Leita í fréttum mbl.is

Það er aldrei á vísan að róa með flotkrónu.

Sá sem vogar miklu getur bæði unnið stórt og tapað miklu. Að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi á floti eins og við gerum er áhætta og það hefur verið ljóst frá því að við  tókum upp þessa gengisviðmiðun. Seðlabankinn hefur haldið gengi krónunnar uppi með firnaháum stýrivöxtum þrátt fyrir að innistæða hágengisins væri ekki fyrir hendi. Nú er spurningin hvar endar þessi gengislækkunarhrina? Það getur enginn sagt fyrir meðan við höfum myntviðmiðun með þeim hætti sem við gerum.

Það sjá það vafalaust fleiri í dag að það hefði verið heppilegra að taka undir með okkur í Frjálslynda flokknum og binda gengi krónunar veið vegið meðalgengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar með ákveðnum vikmörkum. Það hefði gert viðskipti tryggari og losað okkur við þá hækju sem krónan er studd með í lánaviðskiptum innanlands, vísitala neysluverðs til verðtryggingar. Væri gjaldmiðillinn í lagi þá þyrfti ekki að vera með gervigjaldmiðil frá Hagstofunni eins og verðbótavísitöluna.


mbl.is Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll Jón minn,

Mikið er ég feginn að þið í frjálsyndaflokknum eruð alveg áhrifalausir um efnahagsmál. Þið virðist ekki vilja skilja eða mega skilja neitt í þeim málaflokki. Þið minnið mig á erindi úr framboðsræðu Odds sterka sem hljóðaði svo í kvæði Magnúsar Ásgeirssonar :

Lýðnum gef ég Fróðafrið,

fylli rígaþorski mið.

Bind í sveitum sólskinið.

Sérhvert loforð stend ég við

Mikið held ég líklegra að útgáfa Jöklabréfanna, sem við réðum engu um, og innstreymi evranna hafi haldið uppi gengi krónunnar heldur en þetta vaxtapuð í honum Davíð niðri í Seðlabanka. Nú þegar dregur úr útgágunni  þá hrynur gengi krónunnar  niður þrátt fyrir að Davíð hafi ekki gert neitt í að lækka vextina. Enda tekur enginn óvitlaus maður lán á innlendum vöxtum nema mikil gróðavon sé fyrir hendi.

Þú talar um að binda gengið á krónunni við evruna. Hvernig á það að ganga upp  ef þú bindur ekki kaupgjaldið líka ? Er hægt að hafa blússandi verðbólgu innanlands og fastgengisstefnu ? Hvernig ætlarðu að taka á væntanlegum kauptaxtaleiðréttingum vanhaldinna stétta eins og kennara, sem stefna í enn eitt verkfallið. Og svo boða allir þrýstihópar aðrir  stórfelldar taxtahækkanir til viðbótar um áramót. Sem sagt það stefnir lóðbeint til andskotans.  Það blasir nokkuð við að agalaust en sósíalistiskt samfélag eins og það íslenzka, fær ekki staðist neina fastgengisstefnu við þessar aðstæður.

Af hverju segirðu ekki kjósendum þínum að skipta kaupinu sínu jafnharðan í evrur og leggja á evrureikning í bankanum sínum. Ef Rabo-banki gefur út meiri jökul, þá tapa þeir. Ef hann gerir það ekki þá græða þeir og auðvitað greiða þeir þá skatt, sem löghlýðnir borgarar,  af gengishagnaðinum sem myndast.

Það geta allar búðir tekið við evrum ef þær vilja. Þannig getur þú orðið frjáls frá krónunni.

En krónan okkar er traustasti  gjaldmiðill í heimi. Hún er lánuð út til þeirra sem eru nógu vitlausir að taka hana að láni, með bæði háum vöxtum og verðbótum.  Hún er tryggð í bak og fyrir nema að hún liggi á óverðtryggri bók með engum vöxtum, eins og bankarnir láta viðgangast að gamla fólkið geri unnvörpum. Verðbólgureikningsskil fyrirtækja sem hér tíðkuðust voru þau skynsamlegustu í heimi. Illu heilli er búið að kjafta þau frá. Ég held að þau muni samt koma aftur vegna nauðsynjar innan tíðar.

Almenningur tekur sín húsnæðislán frekar í jenum með næstum engum vöxtum sem skiljanlegt er. Hann er fluttur úr landi með sín fjármál. Þetta geta bara allir gert . NB meðan kerfið er frjálst.

Ég og þú munum það báðir, að það var aðeins hægt að fá dollara á svörtum . Hvað breyttist ? Hversvegna getur  allt verið frjálst núna ? Verðum við  að láta frjálslynda flokkinn binda stýrið fast svo að skútan sigli beint  uppí gamla skerjagarðinn ? 

Nei góði vinur Jón,

Skoðaðu nú málið og ég veit að þú sér ljósið. Það er hvergi hægt að varðveita fé nema að því sé haldið til beitar. Fé án hirðis sveltur oft og dregst upp. Það eru búhyggindi hvers og eins sem öllu skipta. Ekki lagasetningar um bindingu eða höft.

Halldór Jónsson, 17.8.2007 kl. 00:31

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég satt að segja trúi því ekki að þú virkilega haldir það Jón, að við Íslendingar getum einhhverju um það ráðið í raun,hvert gengi íslensku krónunnar er.Við getum vissulega reynt það um einhvern tíma með  fíflalátum að hækka vexsti.Við getum ekki skift út gjaldmiðli okkar nema að fá annann frítt í staðinn frá öðru gjaldmiðilsvæði, til að mynda Eveópu eða USA.Hvorugt svæðið er tilbúið til þess að skifta við okkur nema við gerumst aðilar að því.

Sigurgeir Jónsson, 17.8.2007 kl. 03:46

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón Hnefill talar um að krónan þoli ekki áföll og skelli alþjóða hagkerfisins. Getur ekki verið að enginn gjaldmiðill sem við hefðum hérlendis fyrir flotkrónuna , evra eða dollari, myndi þola áföllin sem við sjálf búum til. Nú ætlar Guðmundur "bolsévík" í Rafiðnaðarsambandinu og svo Eiríkur í Kennarasambandinu að stórhækka launaliðina hjá sínu fólki. Í staðinn fyrir tvær evrur á tímann ætla þeir að taka þrjár.

Hversu lengi lifir fiskiðnaðurinn til dæmis eftir það án þess að fá hærra verð fyrir fiskinn eða styrk úr ríkissjóði, kallað gengisfall í gamla daga. Hvernig fúnkererar kerfið þegar ríkið getur ekki prentað evrur eins og það prentaði krónur í gamla daga ?

Verður þá ekki að flytja inn ódýrari rafvirkja og kennara frá til dæmis  Póllandi  sem vilja vinna fyrir lægra kaup en taxtakaupið þeirra Guðmundar og Eiríks ? Verða þessir þessir menn  ekki að fá að prísa sig útaf markaðnum um leið og einokunarkverkatak þeirra á þjóðarhálsinum er losað upp ?

Mikið vildi ég að þessir evruspekingar

 myndu  svara þessu ?

Halldór Jónsson, 22.8.2007 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 805
  • Sl. viku: 6260
  • Frá upphafi: 2471618

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 5711
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband