31.8.2007 | 11:12
Ísland og Nató
Leiðari Morgunblaðsins í dag sem ber heitið Ísland og Nató er athygliverður. Ég er í öllum aðalatriðum sammála leiðarahöfundi og hef bent á ýmis þau atriði sem þar er fjallað um undanfarið.
Bent er í leiðaranum á ummæli utanríkisráðhera þar sem hún segir að Ísland verði að axla ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og taka aukinn þátt í verkefnum innan þess. Þessi ummæli verða ekki skilin með öðrum hætti en við eigum í auknum mæli að hafa afskipti af helstu verkefnum bandalagsins en það langstærsta og mannfrekasta nú er hernaður bandalagsins í Afghanistan. Sú spurning er því gild hvort utanríkisráðherra vilji að við höfum frekari afskipti af málum þar?
Ég er þeirrar skoðunar að Atlantshafsbandalagið sé á villigötum. Bandalagið er varnarbandalag. Hluverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna með því að hafa varnarviðbúnað og aðildarríkin styðja hvort annað þ.e. árás á eitt bandalagsríki er árás á þau öll. Það er inntakið í því sem við sömdum um þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.
Hernaðurinn í Afghanistan er óeðlilegur og við Íslendingar hefðum átt að mæla af öllum krafti gegn því að herlið frá bandalaginu yrði sent til Afghanistan. Við eigum jafnframt að krefjast þess að herlið bandalagsins sé kallað heim og við eigum að kalla þá íslendinga sem eru á vegum hins opinbera heim frá Afghanistan. Við erum vopnlaus þjóð og eigum ekki að taka þátt í stríðsátökum. Við eigum að krefjast þess að Atlantshafsbandalagið verði varnarbandalag sem stuðli að friði og friðsamlegri sambúð en fari ekki með herlið í ríki eða til að styrkja ríkisstjórnir í fjarlægum heimshlutum
Eins og nú háttar til tel ég ekki neinar þær forsendur til að við íslendingar höfum frekari afskipti af málum Atlantshafsbandalagsins sem tengjast stríðsátökum og þess verður að krefjast af utanríkisráðherra að hún skýri orð sín. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum? Hvað á utanríkisráðherra við þegar hún segir að við verðum að taka aukinn þátt í verkefnum Atlantshafsbandalagsins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 220
- Sl. sólarhring: 491
- Sl. viku: 4436
- Frá upphafi: 2450134
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Sammála. NATO er varnarbandalag og á ekki að gera innrásir í önnur lönd. Sameinuðu Þjóðirnar eiga að sjá um friðargæslu þar sem þörf er á. Það má vel vera að það þurfi að endurskoða friðargæslusveitirnar svo það sé yfir höfuð hægt, án þess að verkið drukkni í pólitískum umræðum.
Írak er svo allt annað mál.
Villi Asgeirsson, 31.8.2007 kl. 16:59
Ömurlegt er að lesa þetta Jón. Af hverju erum við vopnlaus þjóð en erum í hernaðarbandalagi ? Til hvers er Atlantzhafsbandalagið fyrir okkur ? Það er til þess að við þurfum persónulega engu að fórna í baráttu við myrkraöflin öðru en að leyfa afnot af landinu sem yrðir hvort sem er tekið hernámi ef þurfa þætti.
Og myrkraöflin eru sannarlega til og virðast um þessar mundir helst eiga sitt helsta föðurland í múslímaheiminum. Þau eru svo sannarlega að verki í Afganistan þar sem Osama BinLaden og Talibanaviðbjóðurinn, með sína kvennakúgun, menningar-og menntunanrfjandsemi og stjórnlausa grimmd í garð alls sem þeim er ekki þóknanlegt, réði ríkjum. Það var landhreinsun og nauðsyn að gera þar duglega innrás og við ættum að skammast til að leggja því máli lið eftir föngum meðan að Atlanzhafsbandalagið nennir að starfa að því að gera Talibanann og aðra óværu á mannkyninu óskaðlegan.
Mér leiðist þessi landlægi ræflatónn, sem við Ílendingar höfum tileinkað okkur og kemur ekki af öðru en að við getum ekkert annað en kýla eigin vömbina vegna fólksfæðar. Ef við værum þúsund sinnum fleiri þá værum við líka í alvöru pólitík og með her eins og Kaninn.
Halldór Jónsson, 31.8.2007 kl. 20:45
Sem gamall samferðarmaður þinn úr íhaldinu, Jón, þykir mér miður að þú skulir ennþá sjá einhvern tilgang í veru okkar í NATO. Á meðan við erum þar félagar er hægt að krefja okkur um tilhlýðilegt félagsgjald í milljörðum talið og þar með er okkur áskapað að láta fé af hendi rakna í þau verkefni sem meirihluti NATO-þjóðanna ákveður. Við ráðum þar engu um og þér hlýtur að vera það ljóst.
Með því að koma okkur þaðan burt, getum við ráðið sjálf okkar fjármunum til öryggismála, og þá til lögreglu, sérsveita og strandgæslu, að eigin geðþótta og mati.
Ég held ég hafi það fram yfir þig að hafa verið í góðri stöðu hjá varnarliðinu og fylgdist því með því hvernig þeim fjármunum var varið og tók auk þess virkan þátt í að "eyða" fjárveitingum bandaríkjastjórnar og tryggja að örugglega engu yrði skilað til baka!
"Auk þess legg ég til að... Ísland gangi úr NATO!"
Haukur Nikulásson, 31.8.2007 kl. 22:31
Síðan hvenær eru Íslendingar vopnlaus þjóð? Þessu er oft haldið fram, en það er í algerri andstöðu við staðreyndir mála. Íslendingar eiga vopn og hafa átt allt frá upphafi.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 23:57
Vonandi skilur þingmaðurinn að öryggismál eru oft flóknari en svo að það sé hægt að sitja heima og bíða eftir árás. Aðgerðir NATO í fyrrum Júgóslavíu bundu t.d enda á stríð sem ógnaði stöðugleikunum í Evrópu og hefði getað haft miklar hættulegar afleiðingar.
Þegar ráðist var á Bandaríkin 11. September 2001 var fimmta grein Atlantshafssáttmálans virkjuð. Þetta ver gert með samhljóma ákvörðun allra utanríkisráðherrana, líka þess íslenska. Þáttaka NATO í aðgerðum í Afganistan kemur í kjölfarið á þessari ákvörðun og var líka ákveðin með samhljóma ákvörðun. Það má vera að bandalagið ætti að fara að hugsa sér til hreyfings en það þjónar varla hagsmunum Íslendinga að setja fordæmi fyrir hentugleikatúlkunum á skuldbindingum aðildarríkja.
Mig grunar að þingmaðurinn viti þessa hluti en hafi látið freistast til að beita lýðskrumi.
Haukur veit það e.t.v ekki að framlög Íslands til NATO eru smáræði og það sem við þiggjum á móti er mun meira virði. Auk þess eru ákvarðanir jafnan teknar samhljóma en ekki með meirihluta atkvæða.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.