Leita í fréttum mbl.is

Spennandi vika á verðbréfa- og gengismörkuðum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á gengis- og verðbréfamörkuðum heimsins þessa viku. Fyrir nokkru varð ljóst að það stefndi í mikla niðursveiflu í kjölfar slæmra frétta frá Bandaríkjunum en það er helst eyðslan í Bandaríska hagkerfinu sem hefur drifið uppsveifluna í hagkerfum heimsins áfram. 1929 þegar mikið verðfall varð á hlutabréfum í kauphöllinni í New York dró alríkisstjórnin samtímis úr peningamagni í umferð. Nú fara stjórnendur peningamála þveröfugt að. Milljörðum er dælt út á markaðinn til að reyna að koma í veg fyrir hraða niðursveiflu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur einkum þegar það liggur fyrir að engin innistæða er fyrir verði margra skráðra félaga á hlutabréfamörkuðum.

Það verður líka spennandi að sjá hver áhrifin verða hér á landi gangi það eftir sem margir sérfræðingar spá að mikil niðursveifla verði á erlendum mörkuðum. Íslenska hlutabréfavísitalan mun þá taka dýfu og gengi krónunnar lækka. Spurning er þá hvort að Seðlabankinn muni bregðast við með svipuðum hætti og slíkar stofnanir í Evrópu og Ameríku, lækki vexti og auki peningamagn í umferð. 

En svo benda margir á að þegar búist er við sveiflu þá komi hún ekki heldur nokkru síðar.  Það tímabil sem við erum að ganga í gegn um núna verður lærdómsríkt en sem betur fer hefur hagfræðinni farið fram þannig að við kunnum betur að bregðast við duttlungum markaðarins en fyrri hluta síðustu aldar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 549
  • Sl. sólarhring: 659
  • Sl. viku: 3701
  • Frá upphafi: 2513294

Annað

  • Innlit í dag: 499
  • Innlit sl. viku: 3442
  • Gestir í dag: 481
  • IP-tölur í dag: 481

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband