Leita í fréttum mbl.is

Við verðum að komast frá flotkrónunni.

Helstu fjármálastofnanir landsins að Seðlabankanum einum unanskildum skilja nauðsyn þess og tala fyrir því að gjaldmiðill þjóðarinnar njóti trausts þannig að hann þurfi ekki að styðja sig við hækju eins og verðtryggingu langtímalána.

Spurning er hvort taka á upp Evru eða leita annarra leiða. Krafan er um aukið öryggi í viðskiptum. Flotkrónan er ávísun á óöryggi en væri ekki svo þá þyrfti enga verðtryggingu. Verðtryggingin er vegna þess að krónunni er ekki treyst til lengri tíma. Færa má gild rök fyirr því að lánakostnaður heimilanna sé margfalt meiri vegna þess herkostnaðar sem að gjaldmiðillinn leggur á venjulega neytendur.

Íslenska krónan er hávaxtagjaldmiðill og meðan markaðurinn álítur að henni sé treystandi til skamms tíma þá halda menn áfram að fjárfesta í jöklabréfum. Ársvextir af útgefnum jöklaréfum nema nú rúmum 70 milljörðum á ári. Það er sú byrði sem flotkrónan leggur nú þegar á þjóðarbúið.

Það er ábyrgðarleysi af ríkisstjórninni að taka ekki gjaldmiðilsmálin til alvarlegrar umræðu og ákvarðanatöku um aukið öryggi í viðskiptum.  Ríkisstjórnin getur ekki borið fyrir sig að  hún hafi ekki verið vöruð við alvarlegum afleiðingum þess að fresta óhjákvæmilegri ákvörðun um gjaldmiðilsbreytingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband