Leita í fréttum mbl.is

Flottur stofnfundur kjördæmafélags.

Stofnfundur kjördæmafélags Frjálslynda flokksins  í Reykjavíkurkjördæmi norður var haldinn í kvöld. Tryggvi Agnarsson var kosinn formaður og með honum í stjórn einvalalið. Mikil eindrægni ríkti á fundinum. Umræður voru einlægar og hispurslausar um flokksmál og stjórnmál.  Um eða yfir 50 manns sóttu stofnfundinn.

Vegna fréttar Blaðsins í dag um að við Guðjón Arnar værum á leið inn í Sjálfstæðisflokkinn þá er það dæmalaus ekki frétt. Blaðamaðurinn sem skrifar sig fyrir fréttinni hefur áður stundað óábyrga fréttamennsku og verið með dylgjur í garð Frjálslynda flokksins. Dagblað sem vill láta taka mark á sér getur ekki verið með svona bullfréttamennsku eða óábyggilega blaðamenn. Staðreyndin er sú að það er engin fótur fyrir þessari frétt og það vissi blaðamaðurinn mæta vel þegar hún skrifaði fréttina.

Á morgun verður stofnfundur kjördæmafélags Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður. Vonandi tekst hann jafn vel og þessi sem var í kvöld. Ég á raunar ekki von á öðru. Við sem störfum í Frjálslynda flokknum lærðum að starfa vel saman í kosningabaráttunni þó að stuttur tími væri til stefnu til að berja í brestina eftir makalausar illdeilur Margrétar Sverrisdóttur við atvinnuveitendur sína til 7 ára, og það jafnvel þó að hún væri á mun hærri launum frá þingflokki Frjálslynda flokksins en óbreyttir þingmenn voru á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón.

Innilega til hamingju með félagið og ég fagna Tryggva sem formanni og óska honum og nýkjörinni stjórn til hamingju.

Það er rétt Jón að samstarf í kosningbaráttunni var með miklum ágætum og sú eining sem ríkti var sannarlega ánægjuefni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.10.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að sjá ykkur félagar. Það ríkti mikil eindrægni á fundinum. Ég hef vissu fyrir því að þetta er samhentur og verkfús hópur með eitt markmið: Efla flokkinn til góðra verka.

Sigurður Þórðarson, 4.10.2007 kl. 00:03

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gaman að sjá ykkur félagar.  Það ríkti mikil eindrægni á fundinum.  Ég hef vissu fyrir því að þetta er samhentur og verkfús hópur með eitt markmið: Efla flokkinn til góðra verka. 

Sigurður Þórðarson, 4.10.2007 kl. 00:09

4 Smámynd: Andrés.si

Þetta var fínt í kvöld. Hann Tryggvi er ræðu góður maður sem er í raun kostur. Hins vegar má ekki gleyma þér og þína ræðu.  Það eina sem vantar hefur verið orku mál sem er brennandi efni þessa dagana.  Ætla að taka orð en hætti við, því umræða fór í alt annan veg. Næst bara, er það ekki?  Takk fyrir kvölð.

Andrés.si, 4.10.2007 kl. 00:17

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til lukku með þetta, gott mál.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2007 kl. 01:03

6 Smámynd: Jens Guð

  Fundurinn í kvöld var bæði skemmtilegur og fróðlegur.  Mér þótti einkum gaman að hlera þennan mikla áhuga félagsmanna á starfi flokksins.  Einhugur ríkti á fundinum og baráttuhugur fyrir næstu skref var áberandi.  Ég upplifði stemmninguna sem að við séum á blússandi siglingu þar sem að áhugi og baráttuhugur ráða för. 

Jens Guð, 4.10.2007 kl. 02:42

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þið eruð nú ekki á flæðiskeri með hann Tryggva í forsvari, það er á hreinu.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 4.10.2007 kl. 11:07

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Til nánari upplýsinga þá er hér frétt á vef flokksins um fundinn í gær.

Magnús Þór Hafsteinsson, 4.10.2007 kl. 15:54

9 identicon

Jæja, Jón minn, það er gott að flokksmenn þínir hrósi flokknum vel á þessari síðu, ef ekki þeir, þá hverjir ? Annars: Hann Tryggvi Agnars er fínn drengur eins og hann á ættir til.

kveðja

Örn Johnson '43 (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 499
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 5013
  • Frá upphafi: 2426883

Annað

  • Innlit í dag: 462
  • Innlit sl. viku: 4650
  • Gestir í dag: 443
  • IP-tölur í dag: 418

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband