Leita í fréttum mbl.is

Frjálslyndi eða afturhald.

Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tjáðu sig um sinn hvorn málaflokkinn um helgina.  Landbúnaðarráðherra tjáði sig með þeim hætti um landbúnaðarmálin að þar ætti engu að breyta þrátt fyrir alvarlegar ábendingar sem koma farm í síðustu skýrslu OECD þar sem m.a. er bent á að við erum með mesta markaðsstuðning í heimi við landbúnað og fyrirkomulag styrkja í mjólkuriðnaðinum sé slæmt og því þurfi að breyta. Þrátt fyrir það móta landbúnaðarráðherra enga stefnu og neitar að ræað um staðreyndir sem fram koma í skýrslunni.  Þetta er alvarlegt vegna þess að við erum með hæsta markaðsstuðning við landbúnað í heiminum. Við erum með dýrustu matvæli í heimi en þrátt fyrir það búa stórir hópar bænda við kröpp kjör.  Það er því tími til kominn að taka á þessu máli til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Núverandi kyrrstaða hamlar því að dugmikið fólk geti komið búvöruframleiðslunni til þess vegs sem hún á skilið.

Af einhverjum ástæðum var Sigurður Kári Kristjánsson fenginn til að tala á þingi Landssambands íslenskra útvegsmanna. Þar hélt þingmaðurinn því fram að stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar gerðu lítið úr gildil sjávarútvegsins í íslensku þjóðlífi. Þetta kom mér nokkuð á óvart. Hvað hafði þingmaðurinn fyrir sér varðandi þessa staðhæfingu. Jú að menn segðu að sjávarútvegurinn skipti minna máli en áður í þjóðarbúskapnum. Það eru einfaldlega tölulegar staðreyndir. Málflutningur þingmannsins var því byggður í besta falli á misskilningi eða annars á vísvitandi útúrsnúningum. Ég hef ekki orðið var við að nokkur gerði lítið úr gildi sjávarútvegsins í íslenskum þjóðarbúskap hvort heldur þeir styddu ES aðild eða ekki. 

Vandamál Sjálfstæðisflokksins er eins og kristallast í orðum þessara tveggja þingmanna hans að þar er ekki lengur á ferðinni frjó hugsun nýsköpunar heldur stöðnuð afturhaldshyggja kyrrstöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hann Bragi Kristjónsson afgreiddi ungu pólitíkusana ákaflega snyrtilega í spjalli á Útvarpi Sögu nú á dögunum.

Hann kallaði þá "afganga."

Auðvitað er þetta hárrétt skilgreining. Hvernig eiga krakkagrey sem þekkja ekki lífið nema gegnum innrætingu frá skólabókum ásamt nokkrum fyrirlestrum frá Hannesi Friedman að taka að sér lagasetningar til að drýgja heilli þjóð örlög til framtíðar? 

Árni Gunnarsson, 29.10.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.2.): 51
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 1528
  • Frá upphafi: 2488146

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband