Leita í fréttum mbl.is

Öðru vísi mátti það ekki vera.

Ég vil óska borgarstjórn Reykjavíkur til hamingju með að hafa tekið þá einu réttu ákvörðun sem varð að taka í máli REY og Orkuveitunnar og vegna meints samruna Geysis Green og REY. Þó stjórnmálamennirnir sem standa að þessari ákvarðanatöku komi misjafnlega standandi niður úr þessu þá er þetta fyrst og fremst sigur heilbrigðrar skynsemi þar sem tekið er tillit til hagsmuna allra borgarbúa en ekki bara sumra útvaldra.

Staðið var að meintum samruna REY og Geysis Green með þeim hætti að ég fékk aldrei betur séð en þar væri ekki farið að lögum. Ýmislegt sem snéri sérstaklega að REY m.a. að velja ákveðinn fjárfesti stóðst heldur ekki.

Hver eða hverjir eru sigurvegarar í þessu máli og hverjir töpuðu?


mbl.is Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu við,  Þetta er ekki búið.  Þó svo að Borgarráð álykti svona er það ekki þeirra að ákveða hvort samrunin var löglegur.  Stjórn Orkuveitanunar mátti taka þessa ákvörðun ein - skv. stoð í lögum.

Reykjavíkurborg þarf þá að fara í mál við stjórn Orkuveitunar, ekki satt ?

Guðlaug (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 14:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég tek undir þessi þín orð Jón, ákvörðuninni ber að fagna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.11.2007 kl. 00:46

3 identicon

Ég er sammála því að þetta er fyrsta skrefið út af jarðsprengjusvæði. Yrði ekki hissa að borgin hafi skapað sér skaðabótaábyrgð en Bingi kom furðu vel niður. Skynsemin verður að ráða í þessu máli og menn verða að loka pólitíska sjónarhorninu. Það er dýrt.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 102
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 3990
  • Frá upphafi: 2449601

Annað

  • Innlit í dag: 83
  • Innlit sl. viku: 3725
  • Gestir í dag: 83
  • IP-tölur í dag: 81

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband