Leita í fréttum mbl.is

Sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.

Valgerður Bjarnadóttir mælti fyrir frumvarpi sem hún flytur ásamt nokkrum öðrum þingmönnum um breytingu á lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara.  Með flutningi frumvarpsins setur flutningsmaður fram það markmið að alþingismenn, hæstaréttardómarar, alþingismenn og ráðherrar njóti sömu lífeyriskjara og gilda um aðrar ríkisstarfsmenn.

Ég styð frumvarp Valgerðar en tel nauðsynlegt að skoða hvort ekki eigi að ganga enn lengra varðandi leiðréttingu. Samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn er það sem við eigum að keppa að. Það eiga allir að njóta velferðar í ellinni en ríkisvaldið á ekki að búa sumum borgurum betri kjör en öðrum.  Þau óþrif sem sett voru með lögum nr. 141/2003 um sérstök lífeyrisréttindi þarf að koma úr lögum. Fulltrúar fólksins mega ekki skapa sér sérkjör í ellinni, þeim ber að bjóða öllum borgurum viðunandi kjör í ellinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér sýnist viðbót þín vera réttarbót. Ertu búinn að koma þessu á Völlu?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 16:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fátt er brýnna en að endurskoða lög um lífeyrissjóði og það ekki seinna en strax. Ég hef engar áhyggjur af því þó þeir efstu í fæðukeðju samfélagsins fái eins mikið og þá langar til úr þessum sjóðum. Það fólk hefur gengið um sameiginlegar eigur fólks með slíkum sóðaskap og græðgi að öllum er löngu ljós sú siðblinda sem þrífst í ráðuneytum okkar. Við því er greinilega ekkert hægt að gera enda stendur enginn vilji til þess.

En að lífeyrissjóðirnir séu verndaðir fyrir eigendum þeirra eins og raun ber nú vitni er óskiljanlegt. Þarna er ég að ræða um ofbeldi og nánast eignaupptöku.

Ég er að tala um hina ýmsu lífeyrissjóði launafólks.

 þar eru aldrei haldnir fundir með eigendum. Engin yfirlit eru send okkur eigendum og enginn veit í raun hvað hann á þarna af fé. Né heldur fá eigendur þessa fjár neina aðild að ákvörðunum um ávöxtunarleiðir. 

Aldraðir bíða í angist eftir því að fá mannsæmandi íbúðir handa sér síðustu æviárin. Hjónum og sambýlingum er tvístrað milli landshorna af því að vistunarúrræði brestur.

MILLJARÐUR streymir inn á þessa sjóði hvern dag og hverfur þar inn í eitthvert svartamyrkur stjórnenda sem höndla með þetta eins og sína eign.

Finnst ykkur alþingismönnum þetta barasta í nokkuð góðu lagi?

Ef ekki; er þá brýnna að kjafta um útsölustaði á brennivíni en að taka á þessu máli.?

Ykkar hlutverk er að setja lög sem gera þegnum þessa land lífið bærilegt og það megið þið vita að okkur aldraða varðar ekki nokkurn skapaðan hlut um fréttir af gróða útrásarfyrirtækja sem fengu forgjöf frá okkur í formi afsals á samfélagslegum eignum.

Starfsemi lífeyrissjóðanna er eitt mesta fjármálahneyksli okkar samtíðar í dag. 

Árni Gunnarsson, 2.11.2007 kl. 18:20

3 identicon

Það má að sjálfsögðu deila um lífeyrisréttindi æðstu ráðamanna en ég ekki alveg ástæðuna fyrir því að taka upp eitt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn og satt að segja átta ég mig ekki alveg á því hvað þú sért að meina með því; þ.e. viltu fá einn stóran lífeyrissjóð sem allir borga í eða er ég að misskilja þig?

Það er að sjálfsögðu ýmislegt sem mætti laga í lífeyriskerfinu á Íslandi en ég kann mjög vel við að geta skipt um lífeyrissjóð og vil helst ekki hafa eitthvað eitt samræmt kerfi. Og ég ætla rétt að vona að þú sért ekki að hugsa um gegnumstreymiskerfi þegar þú talar um samræmt lífeyriskerfi. Söfnunarlífeyriskerfið er örugglega eitt af því besta við íslenskt efnahagskerfi.

Annars veit ég ekki alveg hvað Árni Gunnarsson talar um því ég fyrir mitt leyti hef alltaf fengið yfirlit frá þeim lífeyrissjóðum sem ég hef borgað í þar sem fram kemur hver staða mín hjá sjóðnum sé; þ.e. hversu mikið ég hafi borgað gegnum tíðina, hve miklum réttindi ég hafi safnað og hvaða lífeyris ég megi vænta ef ég held áfram að borga álíka upphæð til sjóðsins á komandi árum. Eins hef ég val um nokkrar ávöxtunarleiðir hjá mínum núverandi lífeyrissjóði (Almenni Lífeyrissjóðurinn). En það mætti auðvitað breyta ýmsu í fyrirkomulagi Lífeyrissjóðanna.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 20:50

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég fæ ekki betur séð en hér sé um að ræða hvoru tveggja sanngirnis og réttlætismál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.11.2007 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 2957
  • Frá upphafi: 2428218

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 2701
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband