Leita í fréttum mbl.is

Er stolið af neytendum í verslunum?

Vinur minn sagði mér þá sögu að hann hefði þurft að kaupa smáræði og stöðvað við lágvöruverðsverslun en uppgötvað að hann var ekki með kreditkortið sitt og bara þúsund krónur. Hann sagðist  hafa farið inn í verslunina og keypt vörur fyrir 700 krónur samkvæmt verðmerkingum  en við kassann var honum gert að greiða kr. 868 eða um 24% meir en verðmerkingar sögðu. Hann benti afgreiðslumanninum á misræmið en sá skildi  ekkert í íslensku eða ensku en síðan hefði verið náð í íslending sem hefði leiðrétt þetta strax. Vörurnar fékk vinur minn því á kr. 700 eins og verðmerkingarnar sögðu til um en ekki á kr. 868 eins og krafist var við kassann.

 Vinur minn segist hafa velt því fyrir sér þegar hann gekk út úr búðinni hvað miklu væri stolið af neytendum með þessum hætti. Eftir þetta sagðist hann mundu skoða verð nákvæmlega og geyma strimlana en hingað til hefði hann ekki passað upp á að bera saman verðmerkingar og kassaverð.  Nú vissi hann að það skiptir máli. 

Þessi vinur minn sagðist ekki geta litið á þetta litla ævintýri sitt með öðrum augum en þeim að gerð hefði verið tilraun  til að stela af sér.

Voru þetta mistök? Var þetta slys? Eða eru þetta viðskiptahættir sem tíðkast almennt?

Það skiptir máli að við pössum okkur alltaf í viðskiptum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Stefánsdóttir

Ég verð oft vör við svona misræmi og er sammála því að neytendur verði að vera á verði.

Vigdís Stefánsdóttir, 5.11.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Hann hefur trúlega verið að versla á sunnudegi, því eins og fram hefur komið i fjölmiðlum eru vörurnar dýrastar þá. Fréttir síðustu viku eru alveg ótrúlegar, ég átti alla vegana ekki von á þessu, þó svo að fátt komi manni á óvart núorðið.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 5.11.2007 kl. 12:17

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kemur oft fyrir í Bónusverslunum. Hef ekki staðið Krónuna að því lengi.

Aldrei í Kjötborg stórmarkaði við Grund.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.11.2007 kl. 13:35

4 identicon

Ég hef unnid a stormarkadi par sem svo oft var breytt verdi a vörum (stundum 4 sinnum a dag) ad eg hafdi oft ekki tima til ad skipta um verdmerkingar, fyrir utan pad ad eg fekk ekki verdid i hendurnar fyrr en skrifstofufolkid hafdi prentad ut midana og sent einhvern med pa til min og eg var oft her og par i budinni. Svo er ekki alltaf hæfasta folkid sem fær stjornendastödu heldur peir ungu karlmenn sem mæta nogu mikid i eitt, tvö ar og verdur mikid ur verki.

Kjartan Sveinsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:29

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Held þetta sé áminning til okkar allra að vera á verði. Ég er ansi hrædd um að víða sé pottur brotinn í þessum málum! Auðvitað pirrandi að þurfa að vera helst með vasareikni að versla inn og geta ekki treyst verslunum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.11.2007 kl. 17:01

6 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég er alveg sammála vini þínum. Ég lendi oft og iðulega í þessu sjálf enda stöðugt á verði. Mér fannst það hálf skondið að einu sinni þegar ég var að fá 800 krónurnar mínar til baka var hringt í lögregluna vegna hnuplara. Kannski ætti ég að hringja í lögregluna næst.  Því það stendur skýrum stöfum á veggnum að ALLUR þjófnaður verði kærður til lögreglu.

Þóra Guðmundsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:04

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

J'a þetta er mjög algengt í Bónus. Predikarinn ber saman hilluverð og kassaverð og lætur leiðrétta misræmi sem er ótrúlega algengt í einmitt Bónus. Íslenskir kassaafgreiðendur eru sér meðvitaðir um þetta og senda sjaldnast einhvern til að athuga hvort maður staðhæfir rétt um verðið. Taka það verð trúanlegt sem maður segir þeim að hafi staðið á hillumiða.

Í Krónunni hefur ekki verið tekið eftir þessu misræmi.

Var ekki haft eftir Jóhannesi "vini litla mannsins" (þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur) :

"Hva...?  Vanter milljarð ? ? ?  Ekkert mál, hækkum allar vörur í Bónus og Hagkaup um 10 aura og málið leyst"

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.11.2007 kl. 19:13

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Murphy sagði líka ; "It is immoral to allow suckers to keep their money."

Murphys Golden Rule er líka svona; " Whoever  has the Gold makes the rules ".

Svo eru allir bara svekktir !

Halldór Jónsson, 5.11.2007 kl. 20:47

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er stolið af neytendum á hverjum degi í bónus, ég er hætt að nenna að röfla við afgreiðslufólk sem talar enga íslensku. Hvers á þetta aumingja fólk að gjalda það veit ekkert og kann oft lítið.  Kannski við Íslendingar verðum að læra pólsku eða önnur framandi tungumál til að geta verslað og notið sanngirni! Ps ég tek það fram að ég hef verslað við Bónus frá opnun og tel mig vera góðan viðskiptavin, en það er allt á niðurleið þar nema kannski verðið!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2007 kl. 02:49

10 identicon

Langar að benda á nokkurra daga færslu mína um sama efni: http://www.ibbasig.blog.is/blog/ibbasig/entry/349438/

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 151
  • Sl. viku: 2953
  • Frá upphafi: 2428214

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2697
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband