Leita í fréttum mbl.is

Leyndarmál Orkuveitunnar.

Ekki má segja frá því hvað lykilstjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa í laun. Beiðni 24 stunda um þær upplýsingar var synjað. Sagt er frá því í svari Orkuveitunnar að upplýsingalög gildi ekki um starfsemi fyrirtækisins. 

Orkuveitan er sameignarfyrirtæki í eign þriggja sveitarfélaga en langstærsti eigandinn er Reykjavíkurborg. Orkuveitan er þannig fyrirtæki í opinberri eigu. Borgararnir eiga rétt á að fá allar upplýsingar um starfsemi slíks fyrirtækis og vilji fyirirtækið ekki veita nauðsynlegar eðlilegar upplýsingar eins og þessar verður að gera þá kröfu til lýðræðislega kjörinna fulltrúa í stjórn fyrirtækisins að þeir hlutist til um að upplýsa hver starfskjör lykilstjórnanda fyrirtækisins eru. Það á ekki að vera leyndarmál.

Miðað við heildarlaunagreiðslur til forstjóra og stjórnar þá virðist sem sumir lykilstjórnendur séu með svipuð laun eða jafnvel hærri en útvarpsstjóri. Þarf að hvíla meiri leynd yfir starfskjörum lykilstjórnenda Orkuveitunnar en útvarpsstjóra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það á bara að vera þeirra sjónarmið sem fara með þessar eignir hvort þeir vilja leigja eða selja."

Forstjóri Landsvirkjunar (FS) um afstöðu til framsals hins opinbera á orkuauðlindum, á fundi Samtaka Iðnaðarins 16. okt. 2007.

Hvað er svo verið að jarma þó þeir þiggi laun sem þröngvað hefur verið til að ráðstafa íþyngjandi auðlindum fyrir sauðheimskan almenning?  

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 142
  • Sl. sólarhring: 160
  • Sl. viku: 3979
  • Frá upphafi: 2428200

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 3666
  • Gestir í dag: 109
  • IP-tölur í dag: 96

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband