Leita í fréttum mbl.is

Landsfaðirinn talar.

Svo virðist sem Davíð Oddsson telji sig enn vera hinn eina sanna landsföður en  Geir Haarde hafi ekki enn áttað sig á því að hann á að hafa tekið við því hlutverki af Seðlabankastjóra.

Ýmis ummæli Davíðs eru athygliverðar. Einkum ummæli hans um eignafærslu fyrirtækja. Hér hlítur Seðlabankastjóri aðallega að vera að tala um fyrirtæki sem eru á hlutafjármarkaði. Í því samhengi verða orð hans tæpast skilin með öðrum hætti en þeim að markaðsvirði margra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði sé vafasamt þó það sé eins og Seðlabankastjóri kýs að orða það "innan löglegra og siðlegra marka". Sé svo að eignfærslan sé innan löglegra og siðlegra marka hvaða ástæða er þá til að vekja sérstaklega máls á þessu?  Væntanlega hefur Seðlabankastjóri ákveðin fyrirtæki í huga þegar hann kýs að orða hlutina með þeim hætti að farið sé á ystu brún eignfærslu hjá fyrirtækjum á eignum sem séu í raun óseljanlegar.

Hugsanlega getur Seðlabankastjóri ekki kveðið fastar að orði þegar hann kýs að vara fólk við því eins og ég skil ræðuna, að hlutabréfaverð hér kunni að vera ofmetið vegna ofmats eigna þó það sé innan bókhaldslegra leikreglna hvernig það er fært.


mbl.is Reglur í bókhaldi teygðar töluvert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gott er til þess að vita að hann hefur ekki yfirgefið oss. Ég var farin að halda það. 

Þóra Guðmundsdóttir, 6.11.2007 kl. 22:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann grípur þetta svo sannarlega ekki úr lausu lofti.  Nú fer blaðran að springa og hann er pent að vara við því.  Nú hefur gullverð ekki verið hærra síðan í olíukreppunni forðum, semer teikn um það að men eru farnir að binda fé og búa sig undir smell. 

Hér er verið að seilast í auðlindir landsins til að reyna að búa til veð fyir þessum 800 milljörðum, af skammtímaskuldbindingum, sem flætt hafa inn í landið fyrir tilstilli vaxtastefnunnar.  Davíð er að segja: Stýrivaxtablöðrunni verður ekki haldið á lofti mikið lengur.

Honum láist þó að skilja að vaxtastefnan hefur ekki reynst hemill á þenslu, eins og hann vill meina, heldur er höfuðástæða þenslunnar því að í skjóli þessarar stefnu, hafa erlendir spekúlantar dælt inn lánsfé hér til að ávaxta aurinn sinn í þessu fáheyrða vaxtabrjálæði.

Kannski er þó Davíð að átta sig á þessu og því hefur hann uppi þessi varnaðarorð. Við erum skuldugasta ríki heims, svo ætla má að öll þessi velmegun okkar sé á víxli, sem muni falla bráðum. Verði veðin fyrir þessum víxli í auðlindum landsins, þá liggur beint við að erlendir bankar og spekúlantar munu eignast þessi gæði.  Þá er spurning um það hvort við getum kallast sjálfstæð þjóð eða hvort við verðum að nýju kúgað leiguþý erlendra lénsherra. 

What goes around, comes around.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2007 kl. 23:51

3 identicon

Já Davíð blessaður þarf að láta vita af sér svona af og til,en þó er það frekar sárt þegar hann minnir á sig,ætíð bitnar það á lítilmanganum,en hann er svo vanur því.En seg mér hver var aðal höfundurinn og arkitektinn að eftirlaunafrumvarpinu hinu ósangjarna,þætti mjög svo fróðlegt ef einhver getur upplýst hér um það,takk fyrir.

jensen (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég man svo langt, að eitt sinn talaði Vilhjálmur Þór ,þá bankastjóri, um að þjóðin þyrfti að herða mittisólarnar. Daginn eftir fékk hann afhentan nýjan Kadillakk. Fólk gerði töluvert úr þessu.

Skilaboðin úr Serðlabanka eru fyllilega tímabær og sannfærandi. Svo hugsar maður til hins há Alþingis og hversu nauðsynlegt það er fyrir þjóðina að bú vel að sínum beztu sonum með störf og ekki sízt eftirlaun.

Halldór Jónsson, 7.11.2007 kl. 07:36

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég hef ekki talið mig hafa haft ástæðu til að hrósa Davíð Oddsyni undanfarin misseri en nú er virkileg ástæða til þess. Loksins, kemur þungaviktarmaður úr sjálfstæðisflokknum og varar við því sem öllum meðalgreindum mönnum hefur verið ljóst í langan tíma. (Einar Oddur því miður ekki lengur hérna meðal okkar)  Það er aumt þegar menn eru svo múlbundnir af pólitík að þeir tala þvert um hug sinn og harðneita staðreyndum en það hafa allflestir málsmetandi Sjálfstæðismenn gert nú um langan tíma.   (Framsóknarmenn virðast hafa vitkast töluvert eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu)

Þórir Kjartansson, 7.11.2007 kl. 08:52

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lögin um sjálfstæði Seðlabankans og í framhaldi af því verðbólgumarkmið hans, voru sett af manni sem heitir Davíð Oddson. Meðreiðarsveinn hans í því heitir Guðni Ágústsson.Þeir þykjast nú hafa efni á því að kenna öðrum um það sem þeir bera sjálfir ábyrgð á.Ef Seðlabankinn á að vera sjálfstæður þá er það grundvallaratriði að aðeins sé einn Seðlabankastjóri sem taki ábyrgð á því sem bankinn gerir.Megnið af skuldasöfnun landsmanna stafar af of háu gengi íslensku krónunnar.

Sigurgeir Jónsson, 7.11.2007 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 862
  • Sl. viku: 4658
  • Frá upphafi: 2468323

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4297
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband