Leita í fréttum mbl.is

Ósæmilegir viðskiptahættir Kaupþings banka.

Kaupþing banki hefur tilkynnt að bankinn muni ekki heimila yfirtöku lána t.d. í fasteignaviðskiptum nema vextir af lánunum verði hækkaðir í 6.4% en þá vexti áskilur bankinn sér nú af verðtryggðum fasteignalánum til langs tíma.  Þessi vinnubrögð eru atlaga að viðskiptavinum bankans. Í fyrsta lagi neyðir það alla sem þurfa að selja eignir sem eru veðsettar hjá Kaupþingi að gangast undir þessa skilmála. Það er of dýrt að greiða uppgreiðslugjald og nýi aðilinn að greiða lántökugjald og stimpilgjald og þinglýsingu.

Kaupþing er með þessu að brjóta gegn góðum viðskiptaháttum og reynir með þessu að gera viðskiptavinum sínum erfitt fyrir í daglegu lífi og viðskiptum.

Það væri vert að rifja upp ummæli forustumanna bankans þegar þeir fóru í samkeppni á íbúðalánamarkaði og buðu 4.15% vexti af verðtryggðum lánum. Af hverju var það hægt fyrir nokkrum árum en er ekki hægt í dag. Verðtryggingin stendur jú alltaf fyrir sínu. 

Nú verður fróðlegt að sjá hvað hinir bankarnir og sparisjóðirnir gera. Fylgja þeir á eftir Kaupþingi. Gerist það þá er það þá yrði það enn ein sönnunin fyrir því að samkeppni er ekki á bankamarkaði gagnvart neytendum.

Svar stjórnvalda við þessu á að vera að afnema stimpilgjald og hraða afgreiðslu þingsályktunartillögu okkra Frjálslyndra um skoðun á lánakjörum og afnám vísitölubindingar lána.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tek heilshugar undir þessi orð. En ef hinir bankarnir gera hið sama, grípur þá samkefniseftirlitið ekki inn í?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:50

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta er ríki í ríkinu og fer sínu fram að vild vegna þess að þarna er hið raunverulega vald. Einhverjar fígúrur í "lýðræðisleik" sem eru kosnar eftir auglýsingu í mogganum hafa lítið að segja í því sambandi. Samkeppniseftirlit og aðrar slíkar sýndarstofnanir eru mest upp á punt.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hárétt athugað hjá Baldri.

Georg P Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Breyting vaxta úr 4,15% í 6,4% er hvorki meira né minna en 54,2% hækkun.

Ágúst H Bjarnason, 7.11.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Wall Street stjórnar heiminum og hefur gert áratugum saman. Hér heima stjórnar hlutabréfamarkaðurinn landinu og hefur gert síðasta hálfa áratuginn eða svo. Það er ekki verið að finna upp hjólið á Íslandi í dag. Fjármagn skapar vald og risafjármagn skapar gríðarlegt vald. Og hætt er við að mikið vald geti stigið mönnum til höfuðs og spillt þeim. Bandar.menn og Bretar hafa séð það þróast sl. aldir. Því miður er sagan kjöftuð skipulega niður hér á landi og fólki sagt af landsfeðrunum að pæla ekki í hinu liðna heldur horfa þess í stað fram á veginn. Þið kannist við þessar heiladrepandi línur frá liði sem alltaf er á eftir kúrfunni. Félagi Davíð er núna á árinu 2007 að fatta að eitthvað geti verið að í bókhaldinu en samt sprungu Enron og Worldcom og fleiri undrafyrirtæki í loft upp um aldamótin ! Svo tilkynnti hann landslýðnum í fyrra að til væru díversjónir og blekkingar sem hann kallaði með skemmtilegri líkingu smjörklípur. Hann sagði líka að stjórnmálamenn ættu að vera paranojd og það munaði hársbreidd að hann missti út úr sér að til væru samsæri, afsakið samráð, í heimi hér.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2007 kl. 19:00

6 Smámynd: Haffi

Þannig er að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hann stjórnar vöxtunum hér á landi. Undrast málflutning á þingi um að þetta sé atlaga að íbúðareigendum, sem það er svo sannarlega ekki. Skuldari á 4.15% láni færir sitt lán yfir á sína nýju íbúð í stað þess að hann þurfi að taka nýtt lán með stimpilgjöldum og hærri vöxtum.

Kaupandi á sinni fyrstu fasteign fær ekki hagstætt lán lengur og þarf að borga [ríkis]gjöld til ríkissjóðs og hærri vexti.  Þannig að umræðan á þingi og í dagblöðum er ekkert annað en stormur í vatnsglasi.

Þeir sem ráða á þingi ættu að geta handstýrt Íbúðarlánasjóði og bjóða fólki uppá hagstæð lán án hámarka.  Það eru mín skilaboð til þingmanna, hætti að eyða tíma í blaður og komið með lausnir.

Haffi, 7.11.2007 kl. 20:00

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takmarkað pungapróf í lögfræði samsvarar ekki raunverulegri menntun og í kringum menn án innsæis (og menntunar) safnast jábræður og aðrir ruglustrumpar  sem spila með menn. Síðan gefst hann loksins upp á að vera blaðafulltrúi Bush á Íslandi og gerist blaðafulltrúi seðlabankans. Í kastljósi fyrir ári síðan upplýsir hann svo að hann hafi ekki botnað nokkurn skapaðan hlut í hvað sérfræðingar þar hafi verið að tala um - eftir að hafa verið í forsætisráðherraleik í langt á annað áratug og talað við óteljandi sérfræðinga úr seðlabankanum og lesið ótal skýrslur þaðan sem fóru sem sagt inn um annað og út um hitt sbr. ofanritað. Kannski er þetta athyglisbrestur, kannski tollir bara ekkert í hausnum á manninum stundinni lengur, kannski þurfum við raunhæfari vistunarúræði fyrir hann.

Baldur Fjölnisson, 7.11.2007 kl. 23:32

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ég hygg að bankinn hafi ekki ígrundað  þessa sína ákvarðanatöku til enda, því nokkuð ljóst er að fólk mun svara með fótunum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.11.2007 kl. 23:50

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Handhöfn fjámuna skapar vald. Sumir eru valdasjúkir og svo eru til spilafíklar.

Milljarður rennur daglega inn í lífeyrissjóðina. Aldraðir mega ekki fá þessa peninga til að byggja sér vistunarúrræði og sleppa við að vera pakkað inn í herbergi mörgum saman.

Helgi Vilhjálmsson í Góu vill fá 1% af þessu innstreymi til að koma málefnum aldraðra í betra horf en við því er þagað.

Miklir vesalingar ráða þessu landi.

Bólu-Hjálmar orti um Blöndhlíðinga....eru þar flestir aumingjar, en illgjarnir þeir sem betur mega.

Hvað skyldi hann yrkja um alþingismenn ef hann væri á lífi?

Árni Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 770
  • Sl. sólarhring: 783
  • Sl. viku: 5274
  • Frá upphafi: 2468225

Annað

  • Innlit í dag: 697
  • Innlit sl. viku: 4887
  • Gestir í dag: 657
  • IP-tölur í dag: 642

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband