Leita í fréttum mbl.is

5.2% verðbólga.

Verðbólga mælist nú 5.2% samkvæmt nýjustu fréttum og þar kemur fram að hækkun á húsnæðiskostnaði vegi þar þyngst til hækkunar og einnig hækkun á vöxtum íbúðarlána. Þegar þetta er skrifað hef ég ekki séð sundurliðunina en það verður fróðlegt að fara í gegn um hana.

Miðað við þessar upplýsingar þá geta lanastofnanir hækkað skuldir þeirra sem tekið hafa lán með því að hækka vexti af íbúðarlánum þar sem slik hækkun mælist í vísitölunni. Er einhver glóra í slíkri heimild lánastofnana til sjálftöku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hef verið að röfla um akkurat þetta atriði í mörg ár.

Furðulegt kerfi, þar sem sami aðili og hagnast hvað mest á áframhaldandi verðbólgu, hafi ÖLL ráð manna í hendi sér.

Svo ef menn greiða seint, er draslið sent í lögfræðiinnheimtu út í bæ og möguleikar manna til að greiða EFTIR að sú skrifstofa er búin að setja sitt lóð á baggann, minnkar mjög.

Síðan eru settir vaxtavextir og  vextir líka  á það, eins og segir í laginu flotta um sparibaukinn frá gamla Útvegsbankanum.

Burt með Vísitölutryginguna STRAX, það slægi vel á svona bull.

Svo er það þannig með viðtalið við Geir í morgun, hann segir að menn ættu að geyma að fjárfesta í hinu og þessu.  ÞAð dugir ekki, vextir eru nefnilega BREYTILEGIR og bankarnir, sem lána geta haft ráð manna svo í hendi sér, að það skiptir akkurat ekki nokkru máli, hverjir vextirnir eru við lántökuna, bankarnir hafa HEIMILD TIL  að breyta þeim að vild, þó svo að undir ákveðna vexti hafi verið skrifað kyrfilega.

Miðbæjaríhaldið

telur þetta og fullveldisréttur þjóðarinnar á auðlindunum verði helstu mál næsta Landsfundar okkar íhaldsmanna

Bjarni Kjartansson, 12.11.2007 kl. 13:07

2 Smámynd: Púkinn

Þú mátt ekki gleyma því að undirliggjandi verðbólga er í rauninni enn hærri - hún er bara falin vegna sterkrar krónu.  Ef gengi krónunnar færi niður í það sem mætti kalla "eðlilegt" og lækkaði um 10-15% myndi verð á innfluttum vörum hækka sem því nemur, sem aftur kæmi fram sem.... jú hærri verðbólga.

Aumingja Seðlabankinn er því milli steins og sleggju, meðan forgangsverkefni hans er að halda verðbólgunni niðri.  Hann getur ekki lækkað vextina, því það myndi veikja krónuna og þar með valda verðbólgu.

Á meðan er fólk að kikna undir okurvöxtunum og útflutningsfyrirtækjunum er að blæða út (nú, eða flýja land)

Og öllum er sama.... 

Púkinn, 12.11.2007 kl. 18:15

3 Smámynd: Haffi

Jón, þú gagnrýnir lánastofnanir en talar ekki um alla hina aðilana sem hafa áhrif á skuldir almennings.  Hvað með bændur, sem ákveða að hækka verð þeirra afurðum. Svo að maður tali nú ekki um Íslenska getspá, þegar þeir hækkuðu verðið á lottó í 75 kr. úr 50, þá hækkuðu skuldir heimilanna um 700milljónir. Svo má nefna þegar þið stjórnmálamenn ákveðið að hækka álögur á vín og tóbak, þá hækka skuldir heimilanna líka. Allt eru þetta atriði sem tengjast vísitölunni.

Haffi, 12.11.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 686
  • Sl. viku: 4528
  • Frá upphafi: 2467479

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband