Leita í fréttum mbl.is

Er vitræn glóra í að taka fasteignir úr vísitölunni?

Samkvæmt mælingum opinberra aðila hefur fasteignaverð hækkað um rúm 18% á árinu. Slík hækkun veldur hækkun á vísitölu neysluverðs. Nú tala ákveðnir aðilar um nauðsyn þess að taka fasteignir út úr vísitölunni. Fasteignaverð hefur hækkað gríðarlega mikið á undanförnum árum og valdið mikilli hækkun á vísitölu og þar með hækkað öll vísitölubundin lán í landinu. Ólíklegt er að verulegar hækkanir verði á næstunni á verði fasteigna og kemur þar tvennt til. Í fyrsta lagi er verðið komið verulega yfir byggingarkostnað og í öðru lagi þá eru lánakjör óhagstæðari en verið hefur. Nefna má til viðbótar að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu er nú minni en verið hefur lengi.

Það bendir því margt til þess að verðhækkanir á fasteignum verði litlar sem engar á næstunni á sama tíma og hætt er við að gengi krónunnar geti lækkað sem mun valda hækkun á verði innfluttra vara.  Með því að hafa fasteignir í vísitölunni gæti það því dregið úr áhrifum gengsissveiflna eins og nú háttar til.

Meðan við látum vísitöluútreikning skipta jafn miklu máli og við gerum nú með því að vísitölubinda lán þá skiptir máli að hafa alla liði inni í vísitölunni. Meginatriðið er þó að taka upp lánakerfi eins og  er með nágrannalöndum okkar og gjaldmiðil sem fólk og fyrirtæki treysta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Prófaðu að miða 5% lán eins og við munum fá í framtíðinni við 5%+5% það er að segja verðtryggð lán eins og við erum með nú og fáðu út að húsnæði má vera 75% dýrara í seinna tilfellinu, ef við viljum lægri vexti þá verðum við að taka á okkur húsnæðisverðshækkun og það er allt í lagi afþví afborganirnar verða þær sömu og aðgengi að lánsfé verður meira. Þegar við erum búinn að ná þessum stöðuleika þá þarf ekki að breyta vöxtum jafn mikið og þar af leiðandi verður gengið miklu stöðugra.

Johnny Bravo, 13.11.2007 kl. 11:29

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er ólíðandi að sami aðili, geti nánast ráðið verði á húsnæði og haft þannig bein áhrif a´helstu tekjulind sína, --nefnilega verðtryggða vexti.

Það verður að stöðva þessa myllu, sem ég hef kallað svika-myllu.

Hefur þú skoðað hve margar íbúðir bankarnir eiga með einum eða öðrum hætti með eign sinni í allskonar byggingafyrirtækjum, fasteignafélögum og þesskonar, sem á forresten að vera bönnuð að Bankalögum en þeim tekst ætíð að viðhalda án athugasemda.

Nei minn kæri, það verður að stöðva þetta hið snarasta.

Bjarni Kjartansson, 13.11.2007 kl. 12:36

3 identicon

Frábær pistill Jón. Það gengur engan veginn að taka þennan lið út núna þegar skaðinn er skeður, nema þá að reikna til baka og lækka vísitöluna um ca. 15%. Skaðinn verður enn meiri ef húsnæðisliðurinn verður tekinn út núna, eins og þú bendir á, hækkun húsnæðis er þegar kominn fram.

Mistökin voru gerð þegar verðbólgumarkmið Seðlabankans var tekið upp, þá hefði þurft að koma hér upp samskonar fasteignalánakerfi og í öðrum löndum með grunnvöxtum seðlabanka + vaxtaálag banka, engin verðtrygging, en í grunnvöxtum seðlabanka felst viss verðtrygging. Þannig kerfi hefur sveiflujafnandi áhrif. En verðtryggð jafngreiðslulán ýta vandanum alltaf á undan sér.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

En talandi um verðbólgu, þá er fyrirsjáanleg umtalsverð verðhækkun á matvælum. Hveiti, bygg, soja, maís eru að hækka um 30%. Sem hækkar brauð og kex, þá er þetta notað í kjarnfóður handa nautgripum sem hækkar mjólk, mjólkurduft og kjöt. En ég sé að undanrennuduft hefur nýlega hækkað um 30%. Þá er áburður að fara hækka um 30 - 50%. En þegar slíkar vörur hækka, þá hækka aðrar landbúnaðarvörur, svo sem kartöflur, en samkeppni um landið kemur til með að valda því. Svo er líka olíuverð á hraðri uppleið.

Ég held að það sé þjóðráð núna að leggja niður verðtrygginguna, þar sem væntanleg verðbólga verður EKKI vegna ofneyslu, heldur af óviðráðanlegum hækkunum erlendis frá. Því kemur verðtrygging til með að vera olía á eldinn í stað þess að draga bara úr neyslu.

Hvað gerir skuldmikið fólk sem lendir í 20 - 30% verðhækkun á matvælum og fær í "kaupbæti" verðbætur á allar skuldirnar?

Horfa á verðmæti fasteigna sinna minnka...

Ef fasteignaverð er að leggja í dýfu, þá gæti það kannski verið mótvægi á væntanlegar hækkanir matvæla. Þá stendur valið milli óbreytts kerfis, eða leggja alveg verðtrygginguna niður.

En ég er voðanlega hræddur um að fólk hætti að borga af lánunum sínum þegar skuldirnar á húsnæinu eru orðnar meiri en verðmæti eignanna. Þá borgar sig að láta bera sig út... og hvað þá?

Júlíus Sigurþórsson, 13.11.2007 kl. 17:28

5 identicon

Nei  enda til hvers ? Fáránlegt að snúa vísutölunni gegn verðbólgumarkmiðum. Þau eru fyrir samfélagið sem öryggisventill en ekki fyrir lánastofnanir. Góður pistill hjá þér.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:04

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góðar vangaveltur Jón.

Nei það væri óðs manns æði að taka fasteignir einar og sér út úr vísitölunni eins og staðan er og nauðsynlegt að vera vakandi yfir slíkum hugmyndum á floti.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2007 kl. 00:26

7 identicon

Aldrei þessu vant er ég bara sammála þér það eru mestar líkur á að húsnæðisverð og þá vilja menn losna við það úr útreikningunum!!

Skúli Þór Sveinsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 01:21

8 identicon

Komið þið sæl

Það má ekki gleyma því að sú hækkun sem orðið hefur á húsnæðisverðs-vísitölunni síðasta ár og rúmlega það er keyrð áfram af stóru verktökunum.

Það er orðið þannig að íbúð sem fyrir ári var seld tilbúin án gólfefna er í dag í mörgum tilvikum seld með gólfefnum, ísskáp, uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og í sumum tilvikum fleiri rafmagnstækjum.

Það er mjög ódýrt fyrir verktakann að kaupa rafmagnstæki af einum aðila með háum afslætti og að auki fá þeir vsk endurgreiddan þar sem um er að ræða kostnað við íbúðarbyggingu.  Þau tæki sem eru talin upp hér kosta verktakann ca 35% af því sem einstaklingur þarf að greiða fyrir sömu tæki.

Svona keyra þessir menn áfram vísitölu íbúðarverðs með fulltingi svokallaðra fasteignasala. Hlutverk fasteignasala í fasteignaviðskiptum er afar lítið svo ekki sé meira sagt, þar sem þeirra hlutverk er að þinglýsa 1-2 pappírum og hafa nafnaskipti á lánum.

Ef ég man rétt þá var velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu 31.200.000.000isk í október 2007 ef við gefum okkur að meðal sölukostnaður einstaklinga með vsk sé 2% þá var færslan á fjármagni 624.000.000isk.  sex hundruð tuttugu og fjórar milljónir.

FINNST FÓLKI ÞAÐ EÐLILEGT AÐ BORGA SVONA FJÁRHÆÐIR FYRIR AÐ GERA LÍTIÐ SEM EKKI NEITT??

Gaman að geta þess að lágt hlutfall þess fólks sem er í hópi svokallaðra fasteignasala hefur nokkur einustu réttindi til að gera það sem þau er að gera.

Það er svona líka gott að búa á Íslandi. 

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 07:46

9 identicon

komið þið sæl aftur

Ég var svo upptekinn af ruglinu í þessu öllu saman að ég gleymdi að koma að pistli Jóns.

Pistillinn er góður og það er í rauninni óðs manns æði að taka húsnæðisliðinn út núna. Loksins þegar menn sjá fram á lækkun húsnæðisverðs.

Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 07:49

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei auðvitað er ekkert vit í því. Hvaða ákveðnu aðilar eru svona hel.... vitlausir? Annað hvort eru menn að mæla eða ekki. Hagfræðingum ber saman um að fátt sýni þenslu- eða samdráttarmerki betur og fyrr en einmitt húsnæðisverð. Sem þýðir með öðrum orðum að ef húsnæðisliðurinn yrði tekinn út sæum við seinna og verr þegar slær á þensluna.

Ef stjórnmálamaður væri með slíku óráði að stingu upp á svona hókus pókus, mætti jafna því við að læknir útvegaði lélegan mæli við skæðri hitasótt.

Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 08:21

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hverjir eru þessu ákveðnu aðilar?

Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 08:25

12 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nei auðvitað er ekkert vit í því. Hvaða ákveðnu aðilar eru svona hel....      vitlausir?  Annað hvort eru menn að mæla eða ekki. Hagfræðingum ber saman um að fátt sýni þenslu- eða samdráttarmerki  betur og fyrr en einmitt húsnæðisverð. Sem þýðir með öðrum orðum að ef húsnæðisliðurinn yrði tekinn út sæum við seinna og verr þegar slær á þensluna. 

Ef stjórnmálamaður væri með slíku óráði að stingu upp á svona hókus pókus, mætti jafna því við að læknir útvegaði lélegan mæli við skæðri hitasótt. 

Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 08:25

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Delete#

Sigurður Þórðarson, 14.11.2007 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 738
  • Sl. viku: 4520
  • Frá upphafi: 2467471

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 4203
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband