Leita í fréttum mbl.is

Farsímaþjónusta dýrust á Íslandi.

Af hverju er farsímaþjónusta dýrari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt því sem fram kemur í frétt í 24 stundir í dag þá er farsímaþjónusta á Íslandi 38% dýrari en hún er að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Þegar þjónustan kostar 1000 krónur á Íslandi þá kostar hún 620 krónur í Noregi, Svíþjóð og Danmörku kr. 380 eru teknar af hverjum þúsund kalli sem við borgum í símþjónustu vegna farsíma vegna skorts á samkeppni.

Fróðlegt væri að talsmenn símafyrirtækjanna íslensku skýrðu þennan mun. Af hverju er dýrara að tala í farsíma á Íslandi en í Noregi. Er einhver skynsamleg skýring á því önnur en sú að hér er ekki virk samkeppni á símamarkaði?

Hvað ætla stjórnvöld lengi að horfa á það aðgerðarlaus að það sé okrað á neytendum á flestum sviðum.

Við skulum ekki gleyma að hvert okurprósentið hvort heldur það er í matvælaverði, símþjónustu vegna dýrustu lyfja í heimi o.s.frv. hækkar lánin okkar líka vegna verðtryggingarinnar. Okrið á neytendum er því tvöfalt í hvert einasta skipti sem samkeppnin er eyðilögð. Ég treysti á að viðskiptaráðherra taki þetta mál til skoðunar sem fyrst.  Okurmálin þola ekki bið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frekar villandi fréttaflutningur því þarna er verið að bera saman ódýrustu farsímaþjónustuna í hverju landi fyrir sig.  Það er ekki verið að taka saman meðaltal yfir landið.  Ódýrustu þjónusturnar á hinum norðurlöndunum sem koma þarna fram eru þjónustur sem eru alfarið á netinu og með mjög litla yfirbyggingu.  SKO á Íslandi er svoleiðis lággjaldafyrirtæki en það er ekki haft með í þessum samanburði sem gerir þessa samantekt ennþá meira villandi.

Þórir W (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:04

2 identicon

Já, ég er sammála Þórir. Ódýrustu áskriftaleiðirnar á hinum norðurlöndunum voru undantekningalaust háðar takmörkunum á borð við að þjónustan væri bundin við ákveðin svæði, viðskiptavinir þurfa í einhverjum tilfellum að vera með aðra þjónustuþætti hjá fyrirtækinu og sums staðar er einungis hægt að hafa samband við þjónustuver í gegnum vefinn. Þannig að þessi rannsókn hjá Teligen sýnir kannski ekki alveg rétta mynd.

Ólafur (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 681
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 5185
  • Frá upphafi: 2468136

Annað

  • Innlit í dag: 614
  • Innlit sl. viku: 4804
  • Gestir í dag: 582
  • IP-tölur í dag: 570

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband