Leita í fréttum mbl.is

Hnattrænn váboði?

Ég hlustaði á ræðu utanríkisráðherra áðan á fundi samtaka um vestræna samvinnu.  Ræðan var í sjálfu sér ágæt en það sem vakti sérstaka athygli mína var ýmislegt í orðfæri utanríkisráðherra. Hún talaði um:

Hnattræna váboða:   sem mér skilst helst að séu sendimenn Osama Ladenssonar,

Mannöryggi: Þar sem hingað til hefur verið talað um þjóðaröryggi.

Loftrýmiseftirlit: Sem þýðir væntanlega eftirlit í háloftunum í lofthelgi landsins. Loftrými freistast ég til að skilja með öðrum hætti en utanríkisráðherra en förum ekki lengra út í það

Loftrýmisgæsla: Sem þýðir sennilega þotuflug herþotna í íslenskri lofthelgi þegar flugmennirnir þurfa að æfa sig yfir landinu ( Ég hefði freistast til að ætla að loftrýmisgæsla væri gæsla á háaloftinu hjá mér eða öðrum)

Fjöleyðingarvopn: Það kom nú reyndar ekki frá utanríkisráðherra en á væntanlega að vera þýðing á weapons of mass destructions

Þessi nýyrði eru sennilega ekki ætluð alþýðu manna og eru varla sett fram til að sýna hvað íslenskan er fjölbreytt og lifandi tungumál. Það hvarflar frekar að mér að hér sé um svipað fyrirbrigði að ræða og George Orwell talar um í bók sinni 1984 þegar alræðið hafði tekið völdin en þá þurftu allir að tala einum rómi og töluðu tungumálið   "Newspeak" og vei þeim sem ekki gerðu það.

Þannig að nú þarf alþýðan að læra, um hnattræna váboða, mannöryggi, loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæslu og fjöleyðingarvopn. Það er jú alltaf mikilvægt að vita þegar: Hnattrænn váboði ógnar mannöryggi í loftrými Íslands með fjöleyðingarvopnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, Jón, gott hjá þér að krota þessi orð niður hjá þér svo að við gætum skemmt okkur yfir þeim í fundarlok. Orðin rými og loftrými eru nú reyndar orð sem er notað í fluginu svo sem í orðasamböndunum "stjórnað loftrými" og "flugstjórnarrými."

Ef Ingibjörg flýgur einhvern tíma með mér út frá Reykjavík þá verður gaman að tilkynna við spennistöðina á Hólmsheiði: "Friðrik Ragnar Unnur, (TF-FRÚ) út úr flugstjórnarrými við spennistöð. "

Ég sé fyrir mér sælusvipinn á henni við að heyra þetta og þykist vita að hún verði búin að lesa sér svo vel til um merkingu þessara orða að hún skynji að þetta þýðir að við fljúgum nógu lágt til að við séum ekki skyld til að láta flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík vita um ferðir okkar. 

Rómantískara gerist það varla.  

Ómar Ragnarsson, 27.11.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Alveg stórkostlegt Jón.

Þarna er Ingibjörg í sinni sérgrein tízkuorðauppfinningum í pólítik til að skapa sér meinta sérstöðu he he he he.....

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.11.2007 kl. 02:04

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Frábær grein hjá þér Jón og skemmtilegt innlegg frá Ómari. Þetta er það sem gerir pólitíska umræðu leiðinlega í hugum margra. Hver nennir að hlusta á svona.

Ég segi eins og GMaria hahahahahaha  

kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.11.2007 kl. 22:58

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

„Loftrýmisgæslan tilkynnti um ferðir Hnattrænna váboða við Grímsey í gær. Þar sem þeir taldir eru vopnaðir fjöleyðingarvopnum hefur loftrýmiseftirlit verði aukið til muna af mannöryggisástæðum“ Gaman á þingi heyri ég!!!

Pálmi Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 545
  • Sl. sólarhring: 681
  • Sl. viku: 5049
  • Frá upphafi: 2468000

Annað

  • Innlit í dag: 499
  • Innlit sl. viku: 4689
  • Gestir í dag: 484
  • IP-tölur í dag: 474

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband