Leita í fréttum mbl.is

Kristinn menningararfur.

Af hverju má skólastarf á Íslandi ekki byggjast á kristnum menningararfi og kristnum siðaskoðunum. Af hverju er þjóðfélag okkar eins og það er.  Kristin boðun kennir okkur umburðarlyndi, fyrirgefningu og kærleik. Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra. Af hverju má ekki byggja áfram á þessum sjónarmiðum í skólastarfi?  Menntamálaráðherra lagði áherslu á gildi kristninnar og kristinna lífsskoðana í umræðum á Alþingi í gær. Fyrst þær skipta svona miklu máli af hverju finnst henni þá réttlætanlegt að taka þau sjónarmið út sem viðmið við skólastarf í landinu.

Hverjir gera kröfu til þess að ekki sé talað um kristin gildi. Ekki þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð eða er það svo. Reynslan sýnir að þeir sem amast við kristnum gildum eru aðallega trúleysingjarnir sem bregða þá fyrir sig og nota aðra trúarhópa máli sínu til stuðnings. Þannig er það líka í okkar þjóðfélagi.

Við eigum ekki að gefa eftir hvað varðar íslenskan menningararf og kristin gildi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Við eigum ekki að gefa eftir hvað varðar íslenskan menningararf og kristin gildi.

Hvað með "umburðarlyndið" sem þú nefnir sem eitt af höfuðeinkennum kristinnar boðunar?

Af hverju má ekki byggja áfram á þessum sjónarmiðum í skólastarfi? 

Eru ekki þau gildi sem þú telur upp hér einmitt talin upp í nýja frumvarpinu?  Er það að því leyti skýrara en það sem nú gildir, því það er ekkert augljóst hvað felst í "kristilegu siðgæði".  A.m.k. virðist siðferði kristinna manna jafn fjölbreytt og þeir eru margir.

Matthías Ásgeirsson, 29.11.2007 kl. 23:16

2 identicon

Sæll

Takk fyrir þessi skrif. Mér er einnig spurn hvenær Passíusálmarnir verða  afsagðir á Rúv eða jólafagnaði burtrýmmt úr skólum? Hvað verður um  jóla- eða páskafríið?  Það riðlast margt þegar hinn kristni menningararfur hverfur.

Það er kaldhæðnislegt að hin menntaða þjóð skuli ekki skynja að Sovétríkin ýttu út kristnu siðferði. Í dag sitja þeir uppi með hörðustu glæpasamtök sem fyrir finnast. Hitler setti siðferðismælikvarða fyrir Þjóðverjana sem þeir enn í dag skammast sín fyrir. 

Ég óttast líka að þessar aðgerðir í nafni annarra trúarhópa geti ýtt undir viðbrögð gagnvart þeim sem enginn vill vita af. Það þarf ekki að kenna múslimum um það að prestar fái ekki að koma í 3 leikskóla.  Stjórnendur eru að gera alvarleg mistök sem Ali Hirsí hefur varað vestræn ríki við. 

vonandi að Alþingi hafi vit fyrir Katrínu ét treysti á réttsýni F-þingmannanna!

kær kveðja

Snorri í Betel 

snorri (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:24

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er útbreiddur misskilningur að þú þurfir að vera kristinn til að vera góður. Trúmál eiga að vera einkamál. Það getur enginn sannað eða afsannað tilveru Guðs og Jesú Krists með neinu móti. Það almætti sem þar er boðað sýnir sig aldrei með neinum vitrænum hætti. Þeir sem vilja þröngva trú sinni (kristinni sem annarri) á aðra hafa ekkert til að  sannfæra vel hugsandi og skynsamt trú. Allt er spilað á ótta við vist í helvíti eða öðru verra ef þú bara trúir ekki.

Ég skil ekki, Jón, að svona skynsamur maður og almennt vel að sér, er að dragnast með þessar trúarskoðanir sem eru leyfar af uppöldum ótta við það illa sem trúleysi gæti gert þér.

Ég er sáttur við að kærleikurinn komi innan frá og viðurkenni fúslega að kristinn siðfræði að stærstum hluta (því miður sem og í öðrum trúarbrögðum) höfða vítt og breitt til manns. Gerum trú að einkamáli hvers og eins og látum samfélagið um að leysa fyrir okkur mál sem minni ágreiningur er um.

Því miður eru flestir á minni skoðun, en þora bara ekki fyrir sitt litla líf að lýsa efasemdum sínum af ótta við útskúfun og refsingu, aðallega ímyndaða.

Íslenskur menningararfur er ekkert merkilegri en annar menningararfur af útlendum toga. Eini munurinn er sá að hann er "okkar" menningararfur og því sjálfsagt að gæta að honum eins og við viljum. Það er hins vegar rangt að neyða allt fólk til að kasta til þess fjármunum ef það vill það ekki. Það eru nefnilega takmörk fyrir því hvað við nennum að halda upp á í þessum síbreytilega heimi. Eitt heimskulegasta dæmið er húsverndarstefna bárujárnshúsa í gamla bænum sem er búið að breyta oft á ferlinum og hefur ekki meira notagildi en að vera æfingasvæði fyrir slökkviliðsmenn.

Og hvað segir þú þá? 

Haukur Nikulásson, 29.11.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Leiðr. "...vel hugsandi og skynsamt trú fólk."

Haukur Nikulásson, 29.11.2007 kl. 23:28

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Orðið "trú" á að fara út fyrir "fólk" (Litanotkun í letri birtist ekki í aths.)

Haukur Nikulásson, 29.11.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

"Af hverju má skólastarf á Íslandi ekki byggjast á kristnum menningararfi og kristnum siðaskoðunum. "

- vegna þess að við sem byggjum þetta land erum ekki öll kristin.

- og til þín Snorri í Betel:  jól eru talsvert eldra fyrirbæri en kristin trú, svo ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af því í þínum sporum að missa af jólafríinu. Í versta falli gætirðu gerst heiðinn, því jólin eru upprunalega heiðin hátíð, eins og þú ættir að vita.

Bergþóra Jónsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:35

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þorgerður Katrín er kristin eins og Jón Arason!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:38

8 identicon

Ég veit ekki betur en að í biblíunni sé talað um þrælahald sem sjálfsagðan hlut. Væri ekki flott að lögleiða það af því að það þótti sjálfsagt á þeim tíma þegar kristni var að breiðast út og biblían var rituð fyrir ca. 2000 árum síðan.

Ég held ekki

Níels Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 02:04

9 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón spyr...

Af hverju má skólastarf á Íslandi ekki byggjast á kristnum menningararfi og kristnum siðaskoðunum. 

...svar: Vegna þess að ég og margir ÍSLENDINGAR VILJA ÞAÐ EKKI. 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 02:07

10 Smámynd: Heiða María Sigurðardóttir

Trúleysingjar geta alveg sýnt "umburðarlyndi, fyrirgefningu og kærleik", af hverju er það eitthvert einkamál kristinna? Má ekki skólastarf byggja á íslensku siðgæði almennt? Af hverju talar fólk eins og maður þurfi trú til að vilja vera góður?

Heiða María Sigurðardóttir, 30.11.2007 kl. 08:25

11 identicon

Kristni getur aldrei orðið samnefnari fyrir þjóðina, að segja slíkt er móðgun við alla þá sem eru ekki kristnir... eru þeir þá ekki íslendingar
Hvað er svona erfitt að skilja í þessu máli, þetta mun verða mikið vandamál í framtíðinni ef ekki er tekið á því strax
Hvar er umburðarlyndið hjá kristnum... það á bara að reka þetta ofan í háls á öllum

DoctorE (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:56

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nákvæmlega. Þetta versnar bara með tímanum og upplýsingunni og þar sem ekki er lengur hægt að pynda og drepa andspyrnuna þá dagar öll þessi trúarbragðasteypa uppi eins og hvert annað nátttröll. Lygar eldast skiljanlega afar illa eins og ótal dæmi sanna og því verr sem almenn upplýsing og frjáls umræða er meiri.

Baldur Fjölnisson, 30.11.2007 kl. 09:56

13 identicon

Má ég spyrja þig Jón Magnússon, hvað er kristið siðgæði/siðferði?

Ég hef spurt nokkra presta og enginn þeirra hefur viljað svara þessari spurningu. Væri ekki ágætt að fara að koma þessu á hreint?

Hvað greinir kristið siðferði frá öðru siðferði? Eru þeir sem ekki eru kristnir á einhvern hátt í verri málum með sitt siðferði?

Kv

Arnold

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:28

14 identicon

Og annað sem vekur athygli mína er þegar þú skrifar:

"Kristin boðun kennir okkur umburðarlyndi, fyrirgefningu og kærleik."

Um þetta og nákvæmlega þetta snýst málið. Ég þekki engan sem er á móti kristinfræðslu í skólum en ég þekki marga sem eru á móti kristinboði í skólum.

Guð er til = kristinboð.

Kristnir menn telja að guð sé til = Kristinfræðsla.

Ég vona að þú sért ekki fylgjandi kristinboði í skólum heldur frekar kristinfræðslu. Á þessu er mikill munur.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:48

15 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón er ekki íslenskur menningararfur þegar Þorgeir Ljósvetningagoði talar um að ef við slítum í sundur lögin, slítum við í sundur friðinn?

Tek svo undir að það sé algert lágmark að þeir sem slengja frasanum "kristið siðgæði" skilgreini í hverju það felst! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 11:10

16 identicon

Ég er bara undrandi! Hvað er að?

Í fyrsta lagi þá var kristni þröngvað upp á íslendinga á sínum tíma. Siðaskiptin urðu með valdbeitingu og aftökum. Ég skrifa ekki upp á að hin kristna arfleið sé eitthvað sérstaklega íslensk. Ég er íslendingur og er ekki kristinn svo er einnig um marga aðra; í raun held ég að flestir þeir sem eru í þjóðkirkjunni geti varla kallast kristnir - allavega ekki ef að þú talar við t.d. þá sem telja sig "frelsaða".

Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra.

Þetta er sagt í Nýja testamenti biblíunnar en þekkist mun víðar t.d. í Taoisma á þennan hát: Það sem þér viljið ekki að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér ekki gjöra þeim.

Jól og páskar eru upprunalega heiðnar hátíðir - svo þið skuluð hafa það á hreinu.

Saga kristinnar kirkju er EKKI falleg saga siðgæðis og umburðalyndis.

Þór Þórunnarson

Þór Þórunnarson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 11:26

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Pat Condell talar hér fyrir mig...

http://www.youtube.com/watch?v=I5cXWElb-GE

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 12:13

18 Smámynd: Púkinn

"Af hverju er þjóðfélag okkar eins og það er. "   Ertu örugglega að tala um sama, brjálaða efnishyggjuþjóðfélagið og ég bý í?

Púkinn er þeirrar skoðunar að margt af því besta í íslensku þjóðfélagi sé eins og það er þrátt fyrir kristna bakgrunninn, en alls ekki vegna hans. 

Púkinn, 30.11.2007 kl. 13:55

19 identicon

Maður er svo hissa á því að þessi umræða skuli að vera fara fram að maður veit ekki hvað maður á að segja?

Að kaþólskur menntamálaráðherra skuli leggja til að kristin trú skuli ekki vera kjölfesta í grunnskólastarfi er alveg með ólíkindum.

Ég er orðlaus!

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 14:46

20 identicon

Skúli, ég hef lesið biblíuna og nýjatestamentið. Siðgæðisboðskapur Jesú er ekki alveg fullkomlega sléttur og feldur. Þar má finna ummæli hans sem eru ekkert sérstaklega kærleiksrík, þvert á móti.

En af því að þú er hérna að þá langar mig að spyrja þig. Þú heldur úti vefsíðu sem gagnrýnir Islam hart. Ég sé svo sem ekkert athugavert við það. Öll trúarbrögð hafa gott af gagnrýni, líka kristni. En hér kemur spurningin. Ég fékk bréf sent heim til mín frá einhverjum aðilum sem kalla sig "Group 1627". Veist þú nokkuð hverjir standa á bak við þann félagsskap? Mér datt í hug að þeir hafi haft samband við þig og lýst ánægju með skrif þín. Bréfið var einmitt mikið í anda þinna skrifa. Það væri gaman að ræða við þá í eigin persónu, miklu skemmtilegra en að fá svona nafnlaust bréf. 

Kv

Arnold

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:35

21 identicon

Skúli, þú ert sem sagt sammál mér að siðferði Jesú Krists var ekki fullkomið. Þér finnst það bara skást samanborið við önnur trúarbrögð. Mér virðist af samtölum mínum og af ummælum kristinna manna að hægt sé að afmarka þetta kristna siðferði við eina setningu þ.e. gullnu regluna. Gallinn er bara sá að gullna reglan er þekkt í nær öllum trúarbrögðum heims og sum þeirra eru mun eldri en kristnin. Hins vegar má sjá í nýatestamentinu framkomu og ummæli Jesú sem alls ekki geta fallið að gullnu reglunni.

Í gegn um tíðina hefur almennt siðferði þvingað það kristna til betri vegar. Gleymdu því ekki að í biblíunni eru engu skárri textar en í kóraninum. Textar þar sem biblíuguðinn réttlætir morð og hvetur til morða. Munurinn er hins vegar sá að þegnar vestrænna ríkja dettur ekki í hug að fara eftir þessu, þökk sé upplýsingunni en ekki þessu svokallað kristna siðferði. Því finnst mér mjög rétt að taka úr námskrá orðið kristið siðferði.

Leit þykir mér að heyra að þú getir ekki komið mér í samband við Group 1627, ég var svo vongóður um það. En það verðu þá bara svo að vera.

Þakka þér fyrir að benda mér á þessa bók, ég hafði ekki heyrt af henni. Ég ætla að skoða hana nánar.

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 20:26

22 Smámynd: Sigurður Hólm Gunnarsson

 Satt og logið um stefnu Siðmenntar

Ég hef ákveðið að taka saman á einn stað flestar (en ekki allar) þær greinar sem ég hef skrifað vegna rangfærslna um Siðmennt. Satt að segja er ég orðin þreyttur á að hrekja sömu rangfærslurnar ofan í oft sama fólkið aftur og aftur. Ég hvet lesendur því að lesa þessar greinar fyrst og gagnrýna svo stefnu Siðmenntar. Það fer ótrúlega mikill tími í að svara fyrir stefnu sem Siðmennt hefur alls ekki.

<a href="http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php">http://www.skodun.is/archives/2007/01/12/satt_og_logid_um_stefnu_sidmenntar.php</a>

http://www.skodun.is

Sigurður Hólm Gunnarsson, 1.12.2007 kl. 20:49

23 Smámynd: Þorgeir Arason

Það eru áleitnar spurningar, sem þú varpar hér fram, og þökk skaltu hafa fyrir það. Ekki veit ég annað, en að kristið siðgæði og menningararfur hafi reynst okkur vel í 1000 ár. Vonandi verður svo áfram um ókomna framtíð, þó að guðleysi sé í mikilli tísku þessa dagana.

Þorgeir Arason, 2.12.2007 kl. 16:51

24 identicon

"Svar: Það sem segir um ofbeldi í Gamla Testamentinu er í 100% tilfella trompað út í Nýja Testamentinu."

Þessu er ég þér algjörlega ósammála.
Jesú sagði
 "Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. (Mt. 23:2-3)" fleira mætti týna til."

Því má ljóst vera að hann var ekki að fella úr gildi það sem stendur ritað í GT. Fleirra má finna sem Jesú sagði á þessum nótum.

"Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki. 20Ég segi yður: Ef réttlæti yðar ber ekki af réttlæti fræðimanna og farísea komist þér aldrei í himnaríki. (Mt. 5. 17-20)"

Auk þess fellur skugga á kærleiks og siðferðisboðskap Jesú í t.d.  Mt. 5:32 og 19:9. Lúk 14:26 og Lúk 9:57-62. Fleira mætti tína til.

Þú ert hugsanlega einn þeirra sem ekki tekur Jesú bókstaflega þegar það hentar ekki málstaðnum.
En ekki nenni ég að fara eina ferðina enn í hártoganir við trúmann um boðskap Jesú. Ég tel hann að mörgu leiti gallaðan og margt af því sem Jesú sagði telst ekki til góðs siðferðis í nútímanum.

Ég skoða þetta sem þú vísar á þinni síðu.

Kv

Arnold

Arnold Björnsson (IP-tala skráð) 2.12.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 330
  • Sl. sólarhring: 600
  • Sl. viku: 4834
  • Frá upphafi: 2467785

Annað

  • Innlit í dag: 302
  • Innlit sl. viku: 4492
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 294

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband