Leita í fréttum mbl.is

Jafnstaða kynjana skiptir máli.

Velmegun á Íslandi hefur ekki hvað síst byggst á því að hér hefur lengi þótt sjálfsagt að konur jafnt sem karlar gengju í öll algeng störf. Alþjóðlegar kannanir sýna að þeim mun meiri sem atvinnuþáttaka kvenna er þeim mun meiri velmegun. Sérstaða íslensku háskólanna held ég samt sem áður að sé ekki mikil þó að konur stjórni stærstu háskólum landsins. Það mikilvægasta er hins vegar að með því kemur fram að í háskólasamfélaginu á Íslandi eru engir fordómar gagnvart hæfileikum kvenna til að takast á við erfiðustu verkefni. Sem betur fer leysa þær Kristín og Svava verkefni sitt af hendi með miklum sóma og það var ekki við öðru búist. Annars hefði Kristín aldrei náð kjör sem rektor Háskóla Íslands eða Svava verið valin rektor Háskólans í Reykjavík eftir að Guðfinna Bjarnadóttir settist á Alþingi eftir farsælt starf í stöðu rektors þess skóla.

Sem betur fer er ríkur skilningur og lika sem betur fer vaxandi á því að það skiptir máli fyrir framtíð og velmegun þjóðarinnar að kynin séu jafnsett. Barátta fyrir jafnstöðu kynjanna er barátta fyrir  sjálfsögðum  mannréttindum.


mbl.is Sérstaða háskólanna vanmetin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband