Leita í fréttum mbl.is

Íbúðalán í Evrum? Hvað með önnur lán?

Í 24 stundum er sagt frá því í dag að fyrirtækið Sparnaður ehf. hyggist bjóða lán í Evrum á sömu kjörum og gerist í Evrópulöndunum þ.e. lægri vöxtum en af íslensku lánunum auk þess sem að Evrulánin yrðu án verðtryggingar. Vonandi er Sparnaður ehf. þannig fyrirtæki að það hafi burði til að annast þessa fyrirgreiðslu því að það er löngu kominn tími til að almenningur í landinu eigi þess kost að taka langtímalán á sömu kjörum og fólk í nágrannalöndum okkar.

Sama dag er sagt frá því að yfirdráttarskuldir heimilanna hafi aldrei verið hærri. Sagt er að þær séu nú 70 milljarðar. Vextir af þessum lánum eru allt að 24.45%. Þessir vextir eru svo háir að venjulegt fólk sem lendir í því að hafa há yfirdráttarlán getur aldrei staðið undir þessum vöxtum. Vonandi verður hægt að bjóða almenningi líka skammtímalán á sömu vöxtum og kjörum og í nágrannalöndum okkar. Þessi vaxtataka af yfirdráttarlánum er umfram allt velsæmi í landi þar sem verðbólga er jafn lítil og hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Góð spurning Jón sannarlega.

En raunin er einmitt sú að fjármálastofnanir stýra jú þessum útlánum og aukning þessarar tegundar lána þýðir all mikinn gróða vægast sagt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 12.12.2007 kl. 02:33

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Okurvextirnir eru reyndar bara á íslenskum krónum.  Núna velja menn sér mynt sem þeir vilja fá að láni og fáir velja að skulda í krónum því flotkrónan er eina myntin sem Davíð getur leikið sér við að hækka vexti á. Með þessu er Davíð máttvana að reyna að slá á þensluna. Margir halda því fram að þetta hafi öfug áhrif vegna þess að þessi leikur hans þrýsir upp genginu og eykur eyðslu og þenslu einstaklinga og þjóðarbúsins um efni fram.

Sigurður Þórðarson, 12.12.2007 kl. 18:57

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Jón minn akkuru læturu allfaas sona með þessa verðtryggingu. Hún er meðal annar til þess að þú getir sparað saman til elliáranna án þess að tapa þeim i lífeyrissjóðabullinu em við erum helteknir af.

Ef  maður hefði lagt. inná verðtryggðan bankareikning með aðeins 5 % vöxtum 4 % +6 % af laununum  alla æfi, þá ætti sá sem vinnur í 40 ár með raunmilljón á mánuði um 120 milljónir á reikningi sem hann getur étið upp á næstu 12-15 árum sem sem milljón á mánuði eða óskert laun. Þá er meðalævin hvort eð er búin  

 Berðu það svo saman við hundraðogfimmtíuþúsund kallinn á mánuði sem maður fær úr lífeyrisjóði verzlunarmanna eftir 40 ára starf. Þetta er gamla sagan með apann og ostinn, apinn er búinn að éta 80 % af osttykkinu þegar upp er staðið. Mig furðar stórum ef þú hefur ekki hugleitt þetta, amk. fyrr á ævinni þegar þú vart í sjálfstæðisflokknum og talaðir um báknið burt en ekki kjurt eins og raunin varð á.

Þið núverandi sósíalistar og ríkisforsjárhyggjumenn, sem viljið banna fólki verðtryggingu fjárskuldbindinga , hafið aldrei svarað því á hvaða vöxtum þið viljið lána 40 ára íbúðalán óverðtryggt.

Því spyr ég þig beint hér og nú :

Á hvaða vöxtum  vilt þú Jón minn lána mér milljónkrónukall af þínu fé til óverðtryggt,  eins árs ? Til 10 ára ? Til 20 ára ? Til 30 ára ? Til 40 ára. ?

Mikið værirðu vænn ef þú vildir gera mér tilboð hér á síðunni. Mig sárvantar þetta og get komið að sækja þetta við fyrstu hentugleika. Og auðvitað til sem allra lengsts tíma. Ég er að hugsa um að fara í hnattreisu fyrir þetta og það er betra að fara hægar í afborganirnar þegar heim kemur.

Ég veit ekki betur en að þjóðin sé mikið til löngu hætt við að taka verðtryggð lán í krónum  til íbúðakaupa. Það standa nefnilega öllum til boða lán í evrum með svona 2 % álagi íslenzkra banka og hafa gert allt þitt kjörtímabil núna á þingi .  

Auðvitað lækkar hið samræmda vaxtaálag íslenzku bankanna þegar útlenzki bankinn kemur og við fögnum því. Davíð verður sjálfsagt ekki hress og hækkar stýrivextina strax eftir áramót, enda stéttarfélögin búin að tilkynna um að þau muni skaffa okkur tveggja tölustafa verðbólgu strax á næsta ári.

Halldór Jónsson, 13.12.2007 kl. 00:00

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Sigríður Svavarsdóttir.

Það er samstillt átak sveitarstjórnarmanna í lóðaskorti  og byggingakalla, sem hefur keyrt íbúðaverðið upp fyrir pífaldan byggingakostnað.Ekki verðtryggingin né vextirnir.

 Menn eru í alvöru að kaupa íbúðarfermetrann á 400.000 kall og meira. Í Florida kostar svona 160 m2 vandað einbýlishús í góðu hverfi með tveggjabíla bílskúr 12- 15  milljónir. Þó að dollarinn færi í hundraðkall þá kostar það samt undir tuttugu. Hvað kostar það hérna ?´Pí sinnum meira ? Af hverju ?  

Halldór Jónsson, 13.12.2007 kl. 00:28

5 Smámynd: Bjarni Harðarson

vaxtaokur er svo sannarlega vandamál á íslandi en takist sparnaði að koma út umtalsverðu magni af evrulánum nú þegar almennt er spáð gengislækkun i landinu er það bara upphafið að gjaldþrotahrinu. eftir sem áður þarf að taka á bæði vaxtaokrinu og verðtryggingunni. við jón magnússon þurfum ekkert að svara því til hversu langs tíma við viljum lána okkar fé óverðtryggt,- markaðurinn mun sjá um slíkt og ég hefi aldrei skilið afhverju fjármagnseigendur einir allra eigenda eiga að hafa allt sitt á þurru. en liklega er ekki lag nú að afnema verðtrygginguna en það gæti orðið næst þegar stöðugleiki verður. og þá mætti lika huga að bindingu krónunnar við annan gjaldmiðil því hún er alltof lítil til að fljóta...

Bjarni Harðarson, 16.12.2007 kl. 12:11

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ef margir taka evrulán mun gengið ekki síga heldur hækka. Fallið á genginu verður ekki fyrr en seðlabankinn lækkar vexti og fólk fer að taka innlend lán.  En þá getur fallið orðið mikið.

Halldór, sífellt minni hluti sparnaðar er í peningum. Ef þú borgar í lífeyrissjóð eða leggur fyrir á sparnaðarreikning fjármálastofnunar eru keypt bréf fyrir meginhlutann. 

Sigurður Þórðarson, 16.12.2007 kl. 16:04

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er af og frá að ég skilji hvað Bjarni er að fara. Til hvers að vera með krónu ef þáð á að binda hana við annan gjaldmiðil ?. Ert þú ekki jármagnseigandi þegar þú sparar ?. Eða viltu bara lifa hátt fyrir lánsfé sem þú þarft ekki að borga nema að hluta en verðbólgan eyðir restinni. ? Ef þú færða lánaðan osthleif, hvort áttu að skila osthleif til baka eða bara ostsneið ? Ef þú átt osthleif, finnst þér í lagi að ég, sem holdgerfingur verðbólgunnar, komi og éti reglulega af honum þangað til hann er næstum búinn ?

Af hverju á fjármagnseigandinn að lána nokkurn skapaðan hlut ef þú vilt ekki borga til baka ? Af hverju á fólk að spara ef sparnaðnum er stolið jafn harðan af ríkinu ? Ég lifði við það ástand árum saman áður en þú fæddist.  

Og Sigurður, það er ekki lykillinn að lífshamingjunni að taka öll lán sem hægt er. Gamli hugsunarhátturinn að þiggja ekki af sveit og eiga fyrir útförinni sjálfur, -var hann alvitlaus ? Menn verða einhverntíman að skilja, að lán er ólán fyrir þann sem tekur. Nema hann græði á því.

Hvernig græðir maður á VISA-yfirdrætti ? Hvernig græðir maður á bílalánum ? Með því að bölva okurvöxtunum ? Þeim  sem ekki tekur lán er slétt sama um vaxtastig ?

"Vextir eiga að vera svo háir sem til eru fífl að borga ." sagði gamli Sveinn.  Ég vildi óska að þið Bjarni færuð að hugsa um muninn á eign og skuld. 

Jú Bjarni minn góðu , ég krefst þess að þú svarir spurningum mínum undanbragðalaust,. Annars álykta ég að þú sért ekki fær um   það af því að þú vilt ekki koma upp um rökleysur ykkar og innantóma slagorðasíbylju um afnám verðtryggingar. Þið þyljið hana vegna þess að haldið að þannig getið þið náð ykkur í atkvæði hrekkleysingjanna, til að kjósa ykkur. Þið Framsóknarmenn álítið tradisjónellt  nefnilega að fólkið sé til þess eins og rétt mátulegt að nota það sjálfum ykkur  til framdráttar.

Vonandi getur  þú  sparað saman af þingfararkaupinu þínu  nægilegt fé til að lána mér fyrir siglingunni eins og ég fer framá. Ég bíð eftir vaxtatilboðinu frá þér Bjarni  minn úr því að þú tekur að þér að svara fyrir Jón Magnússon, sem glottir sjálfsagt í laumi.

Halldór Jónsson, 16.12.2007 kl. 23:17

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Halldór, hvernig í veröldinni getur þú ætlað mér jafn mikla skammsýni? Ég hef ekki aðra skýringu en þá að þú hafi ekki lesið það sem ég skrifaði.  Nei þvert á móti tel ég að efnahagsvandi Íslendinga stafi af of litlum sparnaði. Þess vegna verða raunvextir að vera jákvæðir annars hverfur allru sparnaður eins og dögg fyrir sólu. Og hananú!

Sigurður Þórðarson, 17.12.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband