Leita í fréttum mbl.is

Er vont að afla heilsufarsupplýsinga um útlendinga?

Fyrir rúmu ári bentu þingmenn Frjálslynda flokksins á mikilvægi þess að þeir sem hingað flytjast til lengri dvalar yrði gert skylt að afhenda heilsufarsupplýsingar og m.a. yrði skoðað hvort viðkomandi væri berklasmitaður. Þetta varð til þess að þáverandi heilbrigðisráðherra réðist með offorsi á Magnús Þór Hafsteinsson varaformann Frjálslynda flokksins þannig að hann varð að bera af sér sakir. Geir Haarde sagði eftir útúrsnúna frétt í Morgunblaðinu að Frjálslyndi flokkurinn væri vart samstarfshæfur og þáverandi félagi í svonefndu Kaffibandalagi Steingrímur J. Sigfússon taldi spurningu um hvort flokkur sem hefði þessa stefnu væri samstarfshæfur.

Nú er liðið um ár frá því að við Frjálslynd bentum á þetta. Íslensk yfirvöld hafa ekkert gert til að tryggja hagsmuni íslenskra borgara með því að afla nauðsynlegra upplýsinga og efla eftirlit með þeim sem hingað koma. Hvaða hagsmuni er verið að vernda með því. Ekki íslenskra borgara og ekki heldur útlendinganna.

Er það ekki komið í ljós að við Frjálslynd höfðum rét fyrir okkur og það hefði verið til að auka öryggi, velferð og heilsu fólksins í landinu hvort heldur innfæddra eða þeirra sem hingað koma hefi verið farið að tillögum okkar Frjálslyndra.  Á ekki að láta þá stjórnmálamenn sem stóðu gegn tillögum okkar Frjálslyndra bera pólitíska ábyrgð á glapræðisstefnu sinni gagnvart almenningi í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætlarðu að segja mér að lögmaðurinn sjálfur viti ekki að það ER fylgst með heilsufari útlendinga sem koma hingað til að vinna?  Þannig er það búið að vera í mörg Herrans ár.

alla (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Einnig væri athugandi að taka BNA menn til fyrirmyndar...Þeir hafa samið innflytjendalög sem komufólki til landsins ber að fara eftir annars hljóta þeir bágt fyrir, samanber hrakningar væntanlegs arftaka Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur í Sjálfsæðisflokknum!

Núna undanfarið hefur komið meira og meira í ljós hversu vanbúin við erum í óheftu innflytjendaflæðinu... Konum er nauðgað og ekki nóg með það, nauðgararnir fýja land, núna hafa 5 komist úr landi vegna fávisku réttarkerfisins..Og enginn þarf að segja af sér!

Hvernig væri að krefja þá aðila sem hingað flytjast um sakavottorð?

Man enginn lengur eftir þegar Castro opnaði fangelsin á Kúbu og hleypti öllum hættulegustu glæpamönnunum út, þeim var gefið landvistarleyfi í Bandaríkjunum þar sem þeir tóku upp fyrri iðju.

Núna hefur komið upp berklasýking ...Enginn þarf að mér skilst að skila heilbrigðisvottorði vegna dvalar hérna...

Guðrún Magnea Helgadóttir, 19.12.2007 kl. 16:57

3 identicon

Að nafninu til á að vera eftirlit með heilbrigði þess fólks, sem fer til starfa í matvælaiðnaði og á sjúkrastofnunum. Það eftirlit er hinsvegar í meira lagi yfirborðskennt, svo ekki sé meira sagt.

gamlingi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:03

4 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Sóknabarn, alhæfing þín að Austur-Evrópu eða fyrrum Sovétríkum, sem oftar en ekki eru löðrandi í sjúkdómum er rosalega rasistaleg, mætti betur orða t.d vegna skorts á læknaþjónustu í Austur-Evrópu eða fyrrum Sovétríkum, ættum við að skoða þá verkamenn eða bara allt fólk sem flyst hér að þaðan. Og hvaðan fólkið er á það ekki að breyta að við eigum að fara vandlega í sjúkdómasögu þess til að hindra alls-kyns sjúkdóma.

Það er augljóst að Ísland þarf að fara leggja eitthvað á skoðun á þeim sem sem hingað koma til að búa eða vinna, sakavottorð, sjúkrasögu og m.f og það hryggir mig að við (xF) skulum vera þeir einu sem þora að benda á það og standa undir okkar orðum

Ottó Marvin Gunnarsson, 19.12.2007 kl. 17:07

5 identicon

Eigum við ekki að ganga fram með góðu fordæmi og láta heilsufarsupplýsingar fylgja vegabréfum allra íslendinga?

Jafvel að krefjast þess að allir Íslendingar fari í læknisskoðun áður en þeir svo mikið sem hugsa um að stíga upp í flugvél?

Einar Hrafn (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér eru ekki landlægir sjúkdómar. Ef við lendum í þeirri stöðu vegna þess að við stöndum ekki vaktina má allt eins búast við því að aðrar þjóðir geri þær kröfur til okkar að við látum þeim heilsufarsupplýsingar í té. Þessi umræða er sorgleg þegar stjórnmálamenn sem eiga að gæta almannahagsmuna eru staðnir að því að snúa út úr nauðsynlegri umræðu og gera hana tortryggilega.

Sigurjón Þórðarson, 19.12.2007 kl. 17:55

7 identicon

Auðvitað á að heilsufarsskoða fólk sem ætlar að búa hérna. Annað væri nú! Konan mín er frá norður-afríku og hún fór í mjög ítarlega skoðun þegar hún flutti til landsins, enda ekki nema sjálfsagt að mínu mati. Ég get ekki séð rök fyrir þvi að þegnar annnara ríkja fái afslátt af svona skoðun.

baddi (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:16

8 identicon

Það fær enginn atvinnuleyfi nema með heilsufarsskýrslu...hvað áttu við kæri Jón? Hvernig barst ADS til landsins?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 21:22

9 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Með því að smella hér má lesa orðræðuna í lítilli fyrirspurn sem ég bar fram við þáverandi heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir þann 7. febrúar síðastliðinn. Margt fróðlegt í því.

Magnús Þór Hafsteinsson, 19.12.2007 kl. 23:21

10 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Mér finnst ekkert að því að fylgja því eftir hverjir vilja flytja hingað til lands,hvort sem er í læknaeftirliti eða að leggja fram sakavottorð,bara sjálfsagt mál.

Þurfum við ekki líka að fylgjast vel með þeim sem koma hingað til lands sem ferðamenn,þeir sem vinna í ferðamanna geiranum vita í raun ekki hvaða sjúkdóma ferðamaðurinn ber með sér,þetta er nokkuð sem ber að gefa gaum að. 

María Anna P Kristjánsdóttir, 20.12.2007 kl. 09:14

11 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Allur er varinn góður - og við höfum ekki staðið vaktina eins og dæmin eru núna að sanna. Ekki aðeins í þessu máli heldur í svo mörgum, bæði hvað varðar útlendinga og Íslendinga. Við erum eins og mamma hennar Britneyjar Spears sem situr heima og skrifar bók um uppeldi meðan dæturnar (a.m.k. önnur) eru óalandi og óferjandi. Við verðum að fara að framkvæma.

Mér finnst sjálfsagt að innflytjendur gangist undir heilbrigðisskoðun og þurfi að sýna læknisvottorð. Ég væri tilbúin að gangast undir slíkt flytti ég erlendis.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.12.2007 kl. 09:37

12 identicon

Ég vona svo sannarlega Jón, að þú látir hátt í þér heyra varðandi þessi mál, því þetta er bráðnauðsynleg umræða.

Það er líka alveg fráleitt að m.a. dæmdir glæpamenn komist inn í landið án þess að sýna sakavottorð.

Og nú eru það berklar! Á að breyta þessu fyrirkomulagi þegar það er of seint?

Það er sorglegt að horfa upp á menningu landsins okkar breytast svona ört.

Lára Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:48

13 identicon

Kæri Jón, ég er sjaldan sammála þér en hér er smá dæmisaga til stuðnings þínu máli: 

Ég bjó í Luxembourg á árunum 1995 - 2003.  Þegar ég flutti þangað þurfti ég að fara í læknisskoðun til að fá mig skráðan í kerfið.  Því fylgdi meðal annars röntgen myndataka af brjóstkassanum til að sanna að ég hefði ekki berkla.  Þetta settu þeir sem skilyrði þ.e. ég kem frá landi utan evrópusambandsins. 

Ef að stofnaðilar evrópusambandsins settu þetta sem skilyrði þá er það ekkert of mikið fyrir okkur að gera slíkt hið sama.

Getum við stefnt ríkisstjórninni fyrir að setja okkur í hættu með aðgerðarleysi?  Börnin okkar eru á dagvist með börnum frá löndum austur evrópu og þar eru berklar landlægir sökum slægs heilbrigðiskerfis.

Nú vil ég ekki kynda undir andúð á fólki þaðan en það er til gamall málsháttur sem segir "ekki skal byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann".

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:13

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég skal fúslega viðurkenna það að ég er engin sérfræðingur í sjúkdómavörnum, en rennir í grun að það eigi líka við um greinaskrifara og þá, sem hér hafa sett inn athugasemdir. Ég held að við ættum ekki að vera að óathuguðu máli að gera þeim upp annarlegar hvatir. Ég geri ráð fyrir því að þeir vinni eftir þeim leiðum, sem þeir telja að mest gagn sé af þeim peningum, sem eru til ráðstöfunar til þessa málaflokks. Af hverju spyr þingmaðurinn ekki bara beint út hverjar eru reglurnar varðandi innflytjendur frá öðrum EES ríkjum og hvers vegna þær eru ekki harðari. Innflytjendur frá öðrum löndum þurfa að fara í læknisskoðun.

Höfum það í huga að ef maður ætlar að stöðva rennsli ár um ákveðin farveg dugar ekki að stífla hluta farvegarins. Slíkt getur í besta falli tafið rennslið eitthvað. Hingað koma nokkur þúsund innflytjendur á hverju ári en 300 þúsund ferðamenn. Þar að auki fara Íslendingar nokkur hundruð þúsunf ferðir til útlanda. Getur ekki verið að þeir, sem hér skipuleggja sjúkdómavarnir telji að meðan ekki eru allir skoðaðir þá sé litill ávinningur af því að skoða aðeins suma miðað við kostnaðinn við slíkt. Þeim peningum sé þá betur varið til annarra aðgerða í sjúkdómavörnum til dæmis bólusetningum.

Gunnar Rúnarsson talar um það að hann hafi þurft að fara í læknisrannsókn í Luxembourg fyrir tólf árum. Það kemur fram í máli hans að það hafi verið vegna þess að hann kom frá landi utan Evrópusambandsins. Ég get ekki skilið það öðruvísi en svo að einstaklingar, sem fluttu til Luxemborug frá löndum í Evrópusambandinu hafi ekki þurft að fara í slíka skoðun. Síðan kom EES samningurinn þannig að við erum kominn inn í þetta dæmi og að því er ég best veit eru reglurnar hér einmitt þannig að þeir, sem hingað flytja frá löndum utan EES þurfa að fara í læknisskoðun en ekki þeir, sem koma frá löndum innan EES.

Væntanlega er hugmyndin sú að lönd innan EES berjist sameiginlega gegn sjúkdómum á öllu svæðinu en séu ekki að skipta svæðinu upp í hólf og skoða alla, sem flytjast á milli hólfanna. Það má vel vera að þeir, sem flytjist til Bandaríkjanna þurfi að fara í læknisskoðun en ég tel fullvíst að þeir, sem flytja milli ríkja í Bandríkjunum þurfi ekki að gera það. Þarna er um sömu hugsun að ræða.

Málið er einfaldlega það að væntanlega skilar það litlu miðað við útgjöld að skoða alla, sem flytast milli staða, sem er mikill samgangur á milli. Þá sé peningunum einfaldlega betur varið í annað.

Sigurður M Grétarsson, 20.12.2007 kl. 16:55

15 identicon

Það er frábært að til sé fólk á okkar landi með common sense!! Við verðum að fara að vakna til lífsins og kíkja í kringum okkur, innflytjenda vandinn er allsstaðar! Við eigum líka okkar sök á því hvernig tekið er á móti fólki og hvernig þeir aðlagast (eða ekki). Af hverju eru allir svona hræddir við að móðga náungann? Ég verð ekkert sár þó ég þurfi að gangast undir læknisskoðun í öðrum löndum ætli ég að setjast þar að!! Guð veit að maður gæti móðgast við móttökurnar sem innflytjendaeftirlitið í Ameríku býður fólki, en maður virðir bara þeirra reglur og fer eftir þeim! Má ég svo mæla með frábærri bók sem ég var að klára núna á 2 dögum sem heitir FRJALS og er skrifuð af Sómalskri baráttukonu sem fór sem flóttamaður til hollands og settist á þing og hefur reynt að fá okkur Vesturlöndin til að vakna og hætta að vera svona heimskulega umburðarlynd með alla þessa innflytjendur sem vilja koma með sínar menningar og neita að aðlagast!! Hún vill meina að við séum með hausinn í sandinum og ekkert gott geti leitt af því að segja já og amen við öllu! Við eigum að ræða þessi mál og gera e-ð í hlutunum áður en það verður of seint. Frábær bók!!

sandra (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 14:21

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þarf varla að taka fram að ég er sammála grein þinni kæri Jón.

Gleðilegt ár kæri Jón ! Og takk fyrir yndisleg viðkynni á árinu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 31.12.2007 kl. 01:26

17 identicon

Góður pistill.

Vonandi verður nýtt ár gott fyrir Frjálslyndaflokkinn. Þakka fyrir að hafa fengið að setja hér inn nokkrar athugasemdir. Gleðilegt nýtt ár.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 19:15

18 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Gleðilegt nýtt ár til þín og þinna.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 52
  • Sl. sólarhring: 848
  • Sl. viku: 4566
  • Frá upphafi: 2426436

Annað

  • Innlit í dag: 45
  • Innlit sl. viku: 4233
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 43

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband