Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár 2008

 Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs ár og þakka það liðna.

Árið 2007 var gott að flestu leyti. Velmegun og næg atvinna héldust allt árið. Vonandi verður nýja árið ekki síðra en það sem nú er nýliðið. Það eru að vísu ýmsar blikur á lofti. Minnkandi veiði vegna kvótaskerðingar og hætt er við að helsti vaxtabroddurinn í íslensku atvinnulífi, fjármálastarfsemin, muni ekki skiila jafn mikilli aukningu á nýja árinu og undanfarin ár.

Þrátt fyrir að óveðursský séu á fjármálahimninum í Bandaríkjunum og Bretlandi þá þarf það ekki að koma alvarlega við okkur ef ríkisstjórnin verður vakandi og bregst við fyrirfram en ekki eftir á.

En það á eftir að koma í ljós. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjölmörgu sem hafa notað sér bloggsíðuna mína og þeim sem hafa sent málefnalegar athugasemdir þó þeir séu ekki sammála því sem skrifað er. Ég vonast til að á bloggsíðunni geti verið lifandi umræða á nýja árinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvernig viltu að ríkisstjórnin bregðist við, fyrir fram?

Brjánn Guðjónsson, 1.1.2008 kl. 20:48

2 identicon

Gleði og gæfa veri með þér og þínum Jón á nýbyrjuðu ári.Ég tek eftir því að þú minnist á velmegun ,hérna á undan í áramótapistli þínum hér.Jón það er mikil vöntun á að velmegun sé hér öllum til handa,þá sérstaklega þeirra sem minna mega sín,en alltaf er ráðist á þann hóp ef þarf að herða að í þessu samfélagi.Jón ekki sofna á verðinum.

Jensen (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 20:53

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Gleðilegt ár Jón og megi árið 2008 vera þér gæfuríkt

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 1.1.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega Gleðilegt ár Jón með kærri þökk fyrir árið sem er að líða og hin góðu samskipti á liðnu ári.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðilegt nýtt baráttuár!

Árni Gunnarsson, 2.1.2008 kl. 00:40

6 identicon

Gleðilegt ár Jón minn.  Þakka þau gömlu sem eru að verða ansi mörg. Lofa að slá inn sérlega ef vð erum ekki alveg samsíða í málunum. Þau skipti eru reyndar færri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 10:07

7 Smámynd: Halla Rut

Gleðilegt ár.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 11:02

8 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Gleðilegt nýár, og takk fyrir mjög gott samstarf og ánægjuleg kynni á liðnu ári héðan frá fæðingabæ okkar beggja - Skipaskaga á Akranesi.  Það er ekki hægt að segja að okkur hafi þurft að leiðast!

Magnús Þór Hafsteinsson, 2.1.2008 kl. 12:08

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt ár og megi árið 2008 verða farsælt í flokksstarfi sem einkalífi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.1.2008 kl. 14:44

10 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Gleðilegt ár. Vonandi verður komandi ár, farsælt fyrir þig sjálfan í stjórnmálabaráttunni.. Ef "VÖLVAN" hefur rétt fyrri sér þá gætu stórir atburðir gerst á þessu ári !!! 

Birgir Guðjónsson, 3.1.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 819
  • Sl. viku: 5762
  • Frá upphafi: 2472432

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 5250
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband