Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin hækja Íhalddsins?

Flokksformenn fara misjafnlega að þegar þeir tjá sig um flokka sína. Þannig talar formaður Samfylkingarinnar um það í Morgunblaðinu 31. desember s.l. að Samfylkingin sé orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum. Það vakti athygli mína að formaðurinn sagði ekki að Samfylkingin væri burðarás heldur burðarstoð. Samkvæmt mínum málskilningi er þarna reginmunur á. Stoð er notuð til að styðja við eitthvað og mér kom þá í hug hvort að enn ein sönnun kenninga Sigmund Freud sálkönnuðar hefði komið fram með því hverngi Ingibjörg Sólrún hagar ummælum sínum um Samfylkinguna. Spurning er hvort henni finnist sjálfri að Samfylkingi gegni því meginhlutverki í ríkisstjórninni að vera hækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Þessi orð sem formaður Samfylkingarinnar notar eru einkar athygliverð þegar það er skoðað að formaður Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherra segir í sama blaði að ekki hafi verið erfitt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og munurinn ekki reynst mikill þrátt fyrir það sem sagt var í kosningarbaráttunni. Ber að skilja þau ummæli þannig í samhengi við áður tilvitnuð orð formanns Samfylkingarinar að í raun hafi Samfylkingin ekki sett nein fyrirfarandi skilyrði fyirr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn því svo mikið hafi þeim legið á að verða hækja íhaldsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru afar merkileg ummæli og er sammála þessum skilningi þínum, Jón, á orðinu burðarstoð. Útlegging þín á málinu minnir síðan ansi mikið á orðfæri Magnúsar Kjartanssonar í Þjóðviljanum, þar sem Austri sagði í pistlunum Frá degi til dags, að Gylfi Þ. Gíslason væri hækja íhaldsins í Viðreisnarstjórninni. Hér er sagan sumsé að endurtaka sig: Jón Magnússon er kominn í hlutverk Þjóðviljaritstjórans orðhaga og Ingibjörg Sólrún kominn í hlutverk píanistans í Aragötu; Gylfa Þ.

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 18:56

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Glöggir.

Þetta gæti vel verið eins konar freudísk hrösun en burðarás er annars hræðilega innihaldslaus klisja og kann að vera að ISG hafi verið að reyna að endurbæta hana.

Baldur Fjölnisson, 6.1.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Samfylkingin hefur róið á þau mið sem stjórnmálaflokkur að taka ekki af skarið í nokkrum einasta hlut sem þjóðfélag vort hefur við að fást og afla sér þar með vilnsælda í nógu gruggugu vatni skoðanaleysis og afstöðuleysis til mála allra.

Ríkistjórnarsamstarf flokksins byggir á því hinu sama, og því án efa afar auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá þann flokk til að bakka upp flest það sem sá hinn sami hafði ætlað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2008 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 57
  • Sl. sólarhring: 474
  • Sl. viku: 4561
  • Frá upphafi: 2467512

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 4238
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 48

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband