Leita í fréttum mbl.is

Bragð er að þá Kratar finna.

Einn helsti eðalkrati þjóðarinnar  Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins hefur verið iðinn við að kveða sér hljóðs og skrifað m.a. fjölda greina í dagblöð. í Morgunblaðinu 2. janúar birtist grein eftir Björgvin undir heitinu "Aðgerðarlítil ríkisstjórn".  Þar spyr þessi fyrrum forustumaður Alþýðuflokksins hvort Samfylkingin hafi sett svip sinn á ríkisstjórnina? Hefur þess orðið vart að jafnaðarmenn eigi sæti í ríkisstjórn Íslands? og hann svarar: "Þess hefur lítt orðið vart".

Björgvin bendir á að ekki sé talað um kvótakerfið síðan talar hann um nauðusyn þess að afnema skerðingar tryggingarbóta, hækka skattleysismörkin og hækka lífeyri aldraðra.

Það er rétt hjá Björgvin Guðmunssyni að ríkisstjórnin hefur verið aðgerðarlítil og hann bendir réttilega á brýn þjóðfélagsmál sem frjálslynd umbótastjórn mundi taka á þegar í stað.

Það vill hins vegar þannig til að öll þau mál sem að Björgvin Guðmundsson ber svo mjög fyrir brjósti og bendir á í grein sinni eru þjóðfélagsmál sem Frjálslyndi flokkurinn hefur mótað tillögur um og flutti frumvörp á Alþingi við þingbyrjun í haust varðandi þau mál sem Björgvin nefnir sérstaklega. Er ekki ljóst að Börgvin Guðmundsson og þeir sem hafa svipaðar skoðanir og hann eiga því mun frekar samleið með Frjálslynda flokknum en Samfylkingunni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ottó Marvin Gunnarsson

Það er nú bara þannig að hann Björgvin Guðmundsson og fleiri eiga meira inn í FF að gera en hann Kristinn H. :/

Ottó Marvin Gunnarsson, 8.1.2008 kl. 08:34

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Fulltrúar hvaða stjórnmálaflokks börðust fyrir og komu á skerðingarákvæðum tryggingabóta á sínum tíma? Hafa menn nú gleymt því?

Júlíus Valsson, 8.1.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 674
  • Sl. viku: 4528
  • Frá upphafi: 2467479

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband