Leita í fréttum mbl.is

Spurning um hvort við búum í réttarríki?

Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Sævars Sveinssonar gegn Íslandi að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að að kvótakerfi frjálsa framsalsins sé byggt á sanngjörnum og réttlátum mælikvörðum. Þá segir einnig í áliti nefndarinnar að íslenska ríkið hafi ekki sýnt fram á að þetta fyrirkomulag standist kröfur meðalhófssjónarmiða. Mannréttindanefndin ályktar síðan og telur kvótakerfið ekki byggt á sanngjörnum grundvelli eða meðalhófssjónarmiðum.

Til viðbótar þessu leggur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna þá skyldu á hendur íslenska ríkinu að greiða Erlingi Sveini og Arnari Sævari bætur og endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið.. Þá vísar nefndin til þess að íslenska ríkið hafi viðurkennt hæfi mannréttindanefndarinnar til að kveða á um það hvort að um brot á mannréttindasáttmálanum hafi verið að ræða í samræmi við aðra grein sáttmálans og leggur fyrir ríkisvaldið að gefa nefndinni upplýsingar um til hvaða aðgerða hafi verið gripið til að koma skoðunum Mannréttindanefndarinnar í framkvæmd.

Þetta þýðir einfaldlega að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna telur gjafakvótakerfið ekki standast í þeirri mynd sem það er.  Ríkisstjórn Íslands á nú tvo kosti. Annars vegar að fara að dæmi ríkja eins og Uruguy, Úganda og Sýrlands og taka ekki tillit til sjónarmiða Mannréttindanefndarinnar en með því yrði staðfest innan alþjóðasamfélagsins að Ísland er ekki réttarríki þar sem mannréttindi eru virt.

Hinn kosturinn er að gera ráðstafanir sem standast kröfur um jafnræði borgaranna, en það felur það í sér að afnema verður gjafakvótakerfið og gefa borgurunum jafnan aðgang að fiskveiðiauðlindinni.

Mér finnst kærkomið að fá þessa niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna því að ég hef talið að gjafakvótakerfið stæðist ekki hvorki hvað varðar ákvæði um jafnræði borgaranna eða meðalhóf. Ýmis fleiri atriði koma einnig til skoðunar. En fleira kemur til: Fiskveiðistjórnarkerfið eins og það er framkvæmt er ekki bara óréttlátt og mismunar borgurunum og er með því brot á mannréttindum eins og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kemst að niðurstöðu um. Til viðbótar því hefur kvótakerfið ekki skilað neinu í sambandi við verndun og uppbyggingu nytjastofnanna við Ísland. Sú þröngsýni og þráhyggja sem einkennt hefur fruntalegar stjórnvaldsaðgerðir í fiskveiðistjórnarmálum verða að víkja fyrir skynsemi og virðingu fyrir jöfnum rétti borgaranna.

Ég hef áður bent á að sú leið sem Víglundur Þorsteinsson benti á fyrir tæpu ári síðan varðandi auðlinamál í Alaska ættu að geta komið hér til skoðunar og þá yrðu þeir sem vildu nýta sér þessa auðlind þjóðarinnar að greiða fyrir hana til þjóðarinnar og þeir fjármunir sem þannig fengjust yrðu nýttir til uppbyggingar nytjastofnanna. En það sem umfram yrði mundi verða greitt til allra ríkisborgara jafnt sem mundu þá fá ávísun einu sinni á ári vegna leigutekna af nýtingu sameiginlegrar auðlindar. 

Er ekki kominn tími til að ná þjóðarsátt um þetta atriði og víkja frá hagsmunum hinna fáu til hagsbóta fyrir hagsmuni hinna mörgu.

En megin spurningin núna er hvort ríkisstjórnin ætlar sér að fara að niðurstöðu Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna eða fara sínu fram með þeim afleiðingum að hætta er á að litið verði þannig á að Ísland sé ekki réttarríki.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

 Sæll, Jón

En eigum við heiðurmenn í sjómannastétt þá Örn Snævar Sveinsson og Erlingur Sveinn Haraldsson, til hamingju með Dóminn. 

Örn Snævar Sveinsson og Erlingur Sveinn Haraldsson,  eiga heiður skilinn fyrir að láta reyna á jafnræðisregluna með því að hefja veiðar án kvóta.  Hæstiréttur Íslands stóð vörð um kvótakerfið en nú hefur Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna tekið í hnakkadrambið á óréttlætinu og ráninu  og skikkar íslenska ríkið til að greiða sjómönnunum skaðabætur og koma fiskveiðistjórnun í löglegt horf. 

Óska okkur öllum sem eru á móti gjafahvótakerfinu með dóm  Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Það verður engin þjóðarsátt um þetta krónunar munu tala nema eitt hvað annað verður gert á alþingi. 

 Íslenska sjómannastéttinn og Íslendingar eiga afmæli í dag minnumst dagsins, á komandi tímum.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 10.1.2008 kl. 23:50

2 identicon

Það er alltaf gott að "kritissera" hlutina þegar þeir eru orðnir. Þú ert sjálfur HRL lögmaður og átt að þekkja stjórnarskrána betur heldur en flestir Íslendingar, því hún er  ekki í kennsluskrá í neinum almennum skólum, sem hún ætti að sjálfsögðu að vera.

Sem ég, og aðrir þá fagnar þú  niðurstöðu dóms mannréttindanefndar SÞ, og komist að því , að þetta sé kærkomin niðurstaða.

Þú hefur verið starfandi lögmaður í mörg ár og aldrei hefur þér dottið í hug  að fara þá leið sem Erlingur og Arnar fóru.

Hægt var að fara þessa leið þegar kvotalögin voru sett!!. 

Þú sem aðrir hugsuðu ekki.  Það voru aðrir sem hugsuðu fyrir þig og ykkur. Menn sem skynjuðu sinn rétt og létu reyna á hann. 

Þú hefur engan rétt til þess að blása þig út, eða fólkið sem þú stendur í forsvari fyrir, því þú og þeir hafa ekkert gert  í málum þeim sem snúa að mannréttindum þeim sem dómurinn snýst um.

þau mannréttindi sem þú vilt!! er að allir þeir sem vilja veiða fisk úr sjó skulu greiða gjald til hinna sem ekki veiða fisk úr sjó.

Ég reikna með að allir borgarar þessa lands, séu í þeirri stöðu að vilja fá greitt fyrir hvert kíló af fiski, sem kemur upp úr sjónum. Mögulega vilja borgarar  líka fá greitt fyrir hvert kílo af fiski sem er alið er upp á Íslandi. Enn fremur mætti segja að borgararnir myndu vilja fá greitt fyrir hvert kíló af áli sem framleitt yrði hér á Íslandi( að frádregnum kostnaði að sjálfsögðu)

Fiskurinn , raforkan, hugvit og börnin okkar eru auðlind okkar. Eigum við  ekki að taka strax sanngjarnt gjald af  okkar auðlindum? Eigum við ekki að setja einhverja tölu á blað?

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju!!

Sigurður Þórðarson, 11.1.2008 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 675
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 5614
  • Frá upphafi: 2426248

Annað

  • Innlit í dag: 627
  • Innlit sl. viku: 5181
  • Gestir í dag: 586
  • IP-tölur í dag: 556

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband