15.1.2008 | 10:27
Hvers vegna dýrasta land í heimi?
Mér fannst athyglivert að lesa ummæli forustumanna þingflokkanna í lok desember s.l. þar sem þeir tjáðu sig um það hvort það væri viðunandi að Ísland sé dýrasta land í heimi. Það er út af fyrir sig athyglivert að allir þingflokksformenn eru sammála um að Ísland sé dýrasta land í heimi. Skýringarnar eru hins vegar mismunandi af hverju það stafar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem er raunar varaformaður Sjálfstæðisflokksins svarar ekki efnislega en segir frekar vilja búa við þessa dýrtíð en í einhverju fátæku landi. Þorgerður virðist ekki átta sig á því að það er fjölmargt fólk sem hefur ekki milljón á mánuði í laun eins og hún. Efnislega gerir hún enga grein fyrir af hverju dýrtíðin er svona mikil eða kemur með lausnir.
Siv Friðleifsdóttir segir að það sé markaðsbrestur hjá okkur sem þurfi að laga og bendir á að það þurfi að stórefla Samkeppniseftirlitið og aðrar eftirlitsstofnanir til að hamla gegn einokun og fákeppni. Vissulega rétt hjá þingflokksformanni Framsóknarflokksins en skyldi þetta duga til að lagfæra markaðsbrestinn?
Steingrímur J. Sigfússon svarar efnislega með sama hætti og varaformaður Sjálfstæðisflokksins að hann vill frekar búa þar sem lífskjör eru góð hvað sem dýrtíð líður en gleymir því þá með sama hætti að það eru ekki allir með milljón á mánuði eins og hann. Steingrímur telur síðan að það þurfi að efla eftirlit með fákeppni og einokun.
Kristinn H. Gunnarsson segir að íslendingar séu í góðri stöðu og búi við góð lífskjör en vísar ekki til þess hvað geti orðið til að breyta því að við skulum vera dýrasta land í heimi.
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar segir að það sé óásættanlegt að búa við þá dýrtíð sem hér er og vill lýsa yfir stríði við okursamfélagið og uppræta dýrtíðina. Varaformaðurinn vill að samkeppni verði efld og endurskoða vörugjöld.
Mér finnst athyglivert að enginn af ofangreindum þingmönnum skuli nefna það sem blasir hvað skýrast við varðandi dýrtíðina á Íslandi. Í fyrsta lagi þá er hvergi jafn hátt verð á innlendri matvöru og hér á landi. Ísland sker sig algjörlega úr hvað það varðar. Það má greinilega ekki minnast á það og sumir hafa jafnvel orðað það svo að það sé í lagi af því að kaupmáttur launa sé svo hár hér. Þó að matvaran skipti minna máli en áður í heildarútgjöldum heimilanna þá vega þau þó þungt og hátt verð á þeim veldur því að verð á afleiddum vörum verður hærra en ella.
Aðeins Ágúst Ólafur Ágústsson minnist á vörugjöldin en hluti af dýrtíðarvanda okkar stafar af óheyrilegum álögum hins opinbera á vörur og rekstrarvörur ýmis konar. Vörugjöld eru há. Við erum með mjög háan virðisaukaskatt og við bætast ýmis önnur gjöld sem valda hækkun vöruverðs. Þá má ekki gleyma okurálagningu ríkisins á bensín og olíuvörur sem hefur áhrif til hækkunar vöruverðs.
Ýmis innlend framleiðsla er seld á uppsprengdu verði vegna skorts á samkeppni án nægjanlegs aðhalds. Nægir að minna á að verð á samheitalyfjum er hér mun dýrara en í nágrannalöndum okkar. Þá er símaþjónusta orðin verulegur baggi á mörgum heimilum en samkeppni stóru símafyrirtækjanna hefur ekki leitt til lægra verðs til neytenda.
Svo er spurningin með brauðið dýra. Ítrekað hefur komið fram í samanburðarverðkönnunum að verð á brauði og kökum er margfalt dýrara hér en í nágrannalöndunum. Af hverju?
Þá er verslunarumhverfið á Íslandi óhagkvæmt og bendir til þess hvað sem hver segir að samkeppni sé ekki nægjanleg á því sviði. Hvernig stendur á þessum gríðarlega langa opnunartíma verslana? Líka lágvöruverðsverslana. Að sjálfsögðu kostar það mikið að hafa jafn langan opnunrtíma og um ræðir. Ég veit ekki um eitt einasta land í veröldinni þar sem opnunartími er jafn langur og hér á landi. Þá eru verslunarfermetrar á einstakling mun fleiri hér en annarsstaðar í Evrópu. Umsetning á fermeter verslunarhúsnæðis er því líklega lægst hér þrátt fyrir hámarksálagningu. Bruðlið í versluninni og samkeppnisskortinn borga neytendur.
Mér finnst það gjörsamlega óásættanlegt að við skulum búa við þá dýrtíð sem hér er og tróna á toppi dýrtíðarinnar í heiminum. Það sem þarf að gera er í fyrsta lagi að draga úr hlut ríkisins í vöruverði. Í öðru lagi að heimila neytendum að gera hagkvæmustu innkaup alltaf og afnema innflutningshöft og ofurtolla sem koma í veg fyrir frelsi borgaranna. Í þriðja lagi þá verður að taka á ofurverði þar sem samkeppni er ekki næg eins og t.d. hjá símafyrirtækjunum og má þá benda á viðbrögð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við ofurálagningu símafyrirtækja varðandi millilandasímtöl. Heilbrigðisráðherra verður að tryggja eðlilega samkeppni á lyfjamarkaði.
Þá er það mikilvægt að vilji meirihluti Alþingis halda uppi atvinnurekstri sem er ekki samkeppnisfær þá er útilokað að láta neyendur borga fyrir það í háu vöruverði. Eðlilegra er að styrkja slíka starfsemi beint þannig að það liggi fyrir hvað slíkt kostar í stað þess að það sé falið í háu vöruverði á kostnað neytenda.
Vilji er allt sem þarf. En spurning er um vilja þeirra sem sætta sig við ástandið eins og það er?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 369
- Sl. sólarhring: 494
- Sl. viku: 4190
- Frá upphafi: 2427990
Annað
- Innlit í dag: 340
- Innlit sl. viku: 3876
- Gestir í dag: 319
- IP-tölur í dag: 297
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
"Ég veit ekki um eitt einasta land í veröldinni þar sem opnunartími er jafn langur og hér á landi."
Í Bandaríkjunum er Walmart víða opið 24/7. Í Mexíkó er Commercial Mexicana (eins og Hagkaup) yfirleitt opið frá 8-21, og Oxxo smávöruverslanir 24/7.
Samt er meginmálið rétt hjá þér. Dýrtíðin er ekki fyrir alla. Í tilfellum sem ég þekki felst mestur kostnaður hjá þeirri kynslóð sem er að byrja að koma undir sig fótum í því einfaldlega að hafa þak yfir höfuðið, en afborgun af lánum er gífurleg fyrir þá sem þurft hafa að taka 80-100% lán til þess eins að hafa í hús að venda.
Hrannar Baldursson, 15.1.2008 kl. 12:00
Það er rétt hjá þér að það eru verslanir víða sem hafa langan opnunartíma og sumar sem eru opnar allan sólarhringinn. Það er þó undantekning en ekki regla. Hér á landi eru nánast allar verslanir opnar mjög lengi og um helgar, líka lágvöruverðsverslanir.
Jón Magnússon, 15.1.2008 kl. 15:21
Ég er nýkominn frá USA. Ég þurfti að láta þukla mig við komuna hingað til að íslenzkar löggur gætu fullvissað sig um að ég væri ekki með shampo í flöskum í handfarangrinum eða þá kannske byssur. Nýkominn úr samskonar leit í USA. Þetta er mét tjáð að sé nauðsynlegt vegna þess að ytri landamæri Schengens séu þarna. Ég er semsagt hættulegur fyrir íbúa Möltu óg Litháen úr því ég er kominn hér inn.
Ég fæ mér vitanlega ekki að fara uppí flugvél í Keflavík án þess að sýna passa, sama hvert ég er að fara. Halldór Ásgrímsson sagði að hann myndi ekki þurfa passa þegar hann væri búinn að koma okkur í Schengen. Og allir glæpamenn Evrópu geta síðan vaðið hér inn og dvalið eins lengi og þá lystir.
Af fáum ráðstöfunum stjórnvalda hin síðari ár hef ég verið minna hrifinn en ingöngunni í Schengen. Mér er sagt að þetta hafi verið eitt af fáum sérstöku baráttumálum Halldórs Ásgrímssonar og er þá að vonum.Aðeins Einar Oddur og Gunnar I.Birgisson sátu hjá þegar Sjálfstæðisflokkurinn var neyddur til að samþykkja þetta óheillamál Framsóknar til að bjarga ríkisstjórninni.
Eitt af þvi sem þá var haldið fram, að þetta samstarf myndi skila lögreglu mun betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Nú upplýsir Hildur Dungal í Útlendingaeftirlitinu , að þessu sé þveröfugt farið. Upplýsingar frá SIS séu nánast ófaánlegar. Schengenborgarar, heiðarlegir eða óheiðarlegir, komi hingað án eftirlits og geti dvalið hér eins leng og þeim sýnist. Það er ekki einu sinni hægt að vita hvenær þeir komu eða fóru eða fóru ekki eins og komið hefur fram um glæpamenn í farbanni stjórnvalda. Sem sagt algert eftirlitsleysi. Nema ef heiðalegir menn vilja sækja um atvinnuleyfi hér en það gera hinir óheiðarlegu auðvitað ekki.
Í Bandaríkjunum er fylgst með því að þú dveljir ekki lengur en 3 mánuði án visa eða 6 mánuði með visa. Sbr. sögunni af konunni sem var lögð í járn. Hér er ekki neitt eftirlit og dæmdir glæpamenn í farbanni fara inn og út eins og þá lystir..
Bretar létu hjá líða að ganga í Schengen af augljósum ástæðum eylandsins. Við gengum í þetta af eintómri talhlýðni með augljósum afleiðingum, sem birtast okkur meðal annars í vopnaleit í Keflavík þegar komið er frá Bandaríkjunum, eins fáránlegt og það nú er.
Mér finnst núna vera lag til að ganga úr Schengen þegar Framsókn er utan stjórnar. Þá getum við krafist bakgrunnsrannsóknar á þeim sem hingað koma eins og við gátum áður en getum ekki lengur. Íslendingar eru flestir hættir að verða svo fullir í flugvélum til útlanda að þeir geti ekki dregið upp passann sinn. Sem þeir verða þó raunar yfirleitt að gera hvort sem er, þó að okkur hafi verið sagt annað.
Schengen aðildin hefur ekki staðið undir væntingum heldur þveröfugt og á því að endurskoða án taf
Spurning mín til þín Jón Magnússon þingmanns er þessi:
Ertu ánægður með Schengen eða viltu breyta einhverju ?
Og svo langar mig til þess að spyrja þig hvernig þér lítist á þá hugmynd, að þjóðinni verði gefinn kostur á að taka þátt í skoðanakönnun á vegum Alþingis, um leið og kjör forseta fer fram í sumar. Menn mættu svara völdum spurningum eins og til dæmis:
1.Viltu afnema verðtrygginguna ?
2. Viltu jafna kosningaréttinn ?
3. Viltu ganga í Evrópusambandið ?´
4. Viltu ganga úr Schengen ?
5. Viltu breyta kvótakerfinu ?
6. Viltu loka Reykjavíkurflugvelli ?
Svona könnun myndi glæða áhuga minn á að fara á kjörstað og kjósa forseta, sem ég hef annars mjög takmarkaðan áhuga á, enda finnst mér embættið að flestu óþarft. Með þessu er ég ekki að segja að mér finnist Ólafur Ragnar ekki leika hlutverkið ágætlega og gæti ég alveg hugsað mér að hann fengi Silfurlampann fyrir veitta þjónustu. En ég held að ég og mínir líkar geti verið án alls þessa stáss í kringum þetta allt.. En líklega er enginn stemning fyrir þessu svo ég verð að spila með.
Eða er þjóðinni ekki treystandi til að vita hvað hún vill ?
Varðandi vöruverð á Íslandi, sem pí sinnum hærra en í USA, þá er það fákeppning og ofurveldi Bónusar sem heldur uppi vöruverði hérlendis. Bónuslögreglan hefur eftirlit með því að enginn lækki vöruverðið sem þeir ákveða. Er Baugur kannske óvinur fólksins nr. 1 ?
Halldór Jónsson, 16.1.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.