Leita í fréttum mbl.is

Íslensku bankarnir á toppnum.

Það er athyglivert að sjá að Íslensku bankarnir eru á toppnum í könnun um meðal kostnað og tekjur skv. bls. 64 í síðasta tölublaði The Economist 12-18. janúar.  Um þetta er fjallað í grein sem heitir"Slow motion" þar sem aðallega er fjallað um vandamál þýskra banka en þeir eru á botninum þeirrar könnunarsúlu sem birt er í blaðinu.

Því miður kemur ekki fram greining á því af hverju íslensku bankarnir standa sig svona vel. En óneitanlega er ánægjulegt þegar íslensk fyrirtæki standa sig best á markaðnum.  En ég vil gjarnan vita hvers vegna það er.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einföld ástæða fyrir þessu og hún felst í óumsaminni eignahliðrun í íslensku samfélagi sem sannarlega stangast á við eignarréttarákvæði stjórnaraskrár. Síðastliðin 5 til 6 ár hefur verðtryggingin dugað til að dekka kostnað af erlendri lántöku bankanna. Þ.e. með verðtryggingunni einni var hægt að mæta vöxtum erlendra lána og gengishjöðnun krónunnar. Íslensku vextirnir 8 til 18% voru hreinn hagnaður.

Þetta gerist þar sem verðtryggingin byggist á neysluverðsvísitölu sem á engan hátt er mælikvarði á styrk hins íslenska gjaldmiðils. Hækkun olíuverðs og hækkun húsnæðis eru atvikshækkanir sem hafa ekkert með gjaldmiðilinn að gera og með því að taka tillit til þessara hækkana í verðtryggingunni verður til gríðarleg eingahliðrun til þeirra aðila í þjóðfélaginu sem eiga fjármuni og lána peninga með verðtryggingu.

Síðastliðið ár hefur olía hækkað um helming á heimsmarkaði og sefnir í að hún hækki aftur um helming á næstu misserum. Þetta gerist algerlega óháð styrk íslensku krónunnar. Þessi hækkun hefur verið og mun verða mæld í neysluverðsvísitölunni, þannig að hún hækkar algerlega óháð styrk gjaldmiðilsins. Þar af leiðandi munu raunverulegar eignir þeirra sem skulda hliðrast til þeirra sem lána.

Það má líkja verðtryggingarkerfinu hinu íslenska við olíuauðlind því þeir sem lána með verðtryggingu á næstunni munu njóta góðs af olíuverðshækkunum á kostnað skuldara. Bankarnir njóta góðs af þessari eignatilfærslu og skilar hún sér með greinilegum hætti í bókhald þeirra.

Ofanagreint er vísbending um svívirðilegt brot á íslenskri stjórnarskrá, sem varið er með kjafti og klóm af íslenskum stjórnvöldum.

Segja má að hið íslenska verðtryggingarkerfi afnemi samningsrétt manna. Hagstofa íslands situr milli samningsaðila og hliðrar eignum til og frá með neysluverðsvísitölunni þannig að samningar á fjármálamarkaði eru marklausir.      

Orn (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 10
  • Sl. sólarhring: 821
  • Sl. viku: 4524
  • Frá upphafi: 2426394

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4196
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband