Leita í fréttum mbl.is

Dagar hnífasettana.

Guðjón Ólafur Jónsson hrl. og fyrrverandi alþingismaður sagði marga athygliverða hluti í Silfri Egils í gær. Hann sagðist vera með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga Hrafnsson og nefndi dæmi þar sem Björn hafði reynt í vinsemd að vega hann pólitískt með þeim hætti sem segir í kvæðinu um Goðmund konung. Ljóst virðist vera að eins hefur Guðjóni farið og skálindu að hann er kalinn á hjarta eftir hjaðningavígin en sá er munurinn að skáldið slapp en Guðjón stendur enn í miðri orrahríðinni.

Það er annars merkilegt að Framsóknarflokkurinn skuli loga stafna á milli í hjaðningavígum og innanflokksátökum. Nýr formaður Guðni Ágústsson er vinsæll og mannasættir en það virðist ekki duga til. Ef til vill er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn var svo lengi í ríkisstjórn að hugsjónirnar gleymdust. Alla vega virðist ekki erfitt fyrir suma Framsóknarmenn að skipta pólitískum litum eins og kamelljón eða gerast málaliðar skoðana sem þeir telja geti fleytt sér áfram. Sjálfsagt þarf Framsóknarflokkurinn að fara í pólitíska endurhæfingu ef hann ætlar að eiga frekara erindi og erfiði í íslenskri pólitík.

Ég þekki Guðjón Ólaf ekki sem pólitíkus en  sem lögmann og það af góðu einu. Mér finnst því líklegt miðað við kynni af Guðjóni að hann sé ekki að búa til sögur heldur sé að segja satt. 

En skelfing hlítur að vera erfitt að liggja á bakinu með heilu hnífasettin í bakinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styður það sem sagt var: Nú um mundir er Framsóknarflokkurinn óbrúklegur í ríkisstjórn. Trúi því ekki að hnífakastari verði einhvern tímann formaður Framsóknarflokksins. Björn Ingi er á útleið, og Guðjón í réttasalinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 10:01

2 identicon

Málið er það að það hefur verið staðfest að Guðjón Ólafur sagði satt, en Björn Ingi laug í fatakaupamálinu.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 00:50

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þar sannast hið fornkveðna: "Illt er að eiga framsóknarmann fyrir vin."

Sigurbjörn Friðriksson, 22.1.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 62
  • Sl. sólarhring: 471
  • Sl. viku: 4566
  • Frá upphafi: 2467517

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 4243
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband