Leita í fréttum mbl.is

Góður sigur Obama.

Obama vann afgerandi sigur í Suður Karólínu fylki í Bandaríkjunum í gær.  Sigur Obama kom ekki á óvart vegna þess að skoðanakannanir höfðu spáð honum góðum sigri. Þrátt fyrir það veltu margir fyrir sér hvort sama sagan myndi endurtaka sig og í New Hampshire þar sem Obama var spáð sigri en Hillary Clinton vann. Í þetta skipti vann Obama en með mun meiri mun en skoðanakannanir gáfu til kynna.

Mér er sagt að þeir sem gera skoðanakannanir í Bandaríkjunum séu með mjög lítið úrtak en flokki það eftir ákveðnum aðferðum sem eru greinilega ekki nógu nákvæmar.

Það verður spennandi að fylgjast með úrslitunum 5 febrúar en þá fara forkosningar fram í mörgum fylkjum Bandaríkjanna samtímis. Sigur Obama í Suður Karólínu gefur honum óneitanlega byr í seglinn en John Edwards virðist vera úr leik.  Vonandi gengur Obama vel 5 febrúar. Bandaríkin þurfa á því að halda að komast út úr Bush/Clinton/Bush  tímabilinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Íslendingur einn sem lengi hefur búið í Bandaríkjunum sagðist álíta að Bandaríkjamenn væru ekki komnir nógu langt til þess að:

1.Kjósa konu sem forseta

2.Kjósa negra sem forseta

Þessvgena verður næsti forseti Bandaríkjanna líklega republikani. John McCain ?

Halldór Jónsson, 27.1.2008 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband