3.2.2008 | 21:51
Sjálfstæðisflokkurinn klofinn um myndun meiri hluta í Reykjavík?
Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður sem stýrði bæjarmálum í Mosfellsbæ með myndarskap þar til fyrir skömmu síðan er greinilega hugsi yfir nýja meirihluta Sjálfstæðismanna í borgarstjórn miðað við það sem haft er eftir henni í Fréttablaðinu í dag. Þá verður ekki annað séð en varaformaður Sjálfstæðisflokksins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sé ekki alls kostar ánægð heldur en hún segir í þessu sama blaði að Sjálfstæðisflokkurinn hafi beðið hnekki vegna borgarmálanna og segir að fólk virðist hafa misst trúna að nokkru leyti og Sjálfstæðismenn fái einna helst að súpa seyðið af því.
Þær Ragnheiður og Þorgerður virðast þannig sammála mér um það að með aðgerðum sínum hafi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins og þeir aðrir sem stóðu að árás á gamla meirihlutann og myndun þessa meirihluta, að þá hafi skammtímahagsmunir verið teknir fram yfir langtímahagsmuni. Raunar held ég að allt velviljað og heiðarlegt fólk hljóti að viðurkenna að þær aðgerðir voru ósæmilegar óháð því hvort aðrir höfðu gert eitthvað ósæmilegt áður.
Eitt atriði sem ekki hefur verið skoðað nægjanlega í sambandi við ruglið í Reykjavík er fjöldi borgarfulltrúa. Borgarfulltrúar í Reykjaví eru of fáir. Það væri betra fyrir lýðræðið í borginni að borgarfulltrúar væru a.m.k. helmingi fleiri. Það mundi gera vægi hvers og eins minna og auka aðhald. Ég held að það gæti þjónað þeim tilagangi að draga úr þeirri spillingu sem allir flokkar í borgarstjórn standa að og þykir orðið sjálfsögð. Bíll og bílstjóri fyrir þrjá borgarfulltrúa. Launakjör borgarfulltrúa langt umfram vinnuframlag í flestum tilvikum. Há laun fyrir nefndarstörf og síðast en ekki síst laun til varamanna þrátt fyrir að þeir séu aldrei kallaðir til. Það er brýnt að Reykvíkingar kynni sér hvernig þetta sómafólk sem skipar meiri- og minnihluta í borgarstjorn Reykjavíkur hefur sammælst um að sóa skattpeningum okkar í sjálft sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 43
- Sl. sólarhring: 912
- Sl. viku: 3731
- Frá upphafi: 2449215
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 3499
- Gestir í dag: 36
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að gera eitthvað af viti til að reyna halda haus í þessu máli er að koma á samstarfi með Samfylkingu með Dag sem borgastjóra og Gísla Martein sem forseta borgarstjórnar eða eitthvern annan borgarfulltrúa í sínum röðum annan en Villa sem er nú rúinn trausti hjá allt of mörgum borgarbúum vegna REI málsins.
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:24
Sammála þér, sukkið í kringum borgarfulltrúana er ótrúlegt. Endar þetta alltaf í þessu fari þegar vinstrimenn eru búnir að vera við völd?
Það gæti vissulega verið góður kostur fyrir borgarbúa að fá stabílann meirihluta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en alls ekki með Dag sem borgarstjóra - hann er búinn að sanna það að hann er óhæfur sem slíkur, þó svo hann virðist ganga í augu eldri kvenna. Ef þessir tveir flokkar mynduðiu stjórn saman væri besta lausnin að ráða góðan rekstrarmann sem borgarstjóra.
Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 23:43
Sjálfstæðismenn höfðu það sem aðalatriði borgarmálastefnu sinnar síðustu 70 ár síðustu aldar að borgarstjórinn kæmi alltaf úr röðum borgarfulltrúa. Þeir gagnrýndu vinstri menn harðlega 197882 og aftur þegar Þórólfur Árnason var ráðinn að utanaðkomandi maður settist í þennan stól.
Nóg er sennilega komið af vandræðum þeirra þótt þeir kasti nú ekki líka þessu fyrir róða.
Ómar Ragnarsson, 3.2.2008 kl. 23:57
Sæll Jón
Mér sýnist af nógu að taka, vandamálunum í Frjálslyndaflokkunum, eða því sem er eftir af honum. Þér tókst að komast á þing þarna. Væri ekki nær að rækta eigin garð í stað þess að fjargviðrast stöðugt út í þína fyrrverandi flokksmenn?
Njóttu kjörtímabilis. Tíminn er fljótur að líða.
M. kv.
Jónas Egilsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 08:47
Sæll Jónas gott að heyra frá þér. Það er nóg af vandamálum í öllum stjórnmálaflokkum og ég geri mitt og mun gera mitt besta til að rækta garðinn í Frjálslynda flokknum. Jónas ég er ekki að fjargviðrast út í Sjálfstæðisflokkinn. Ég er að benda á ummæli tveggja forustumanna flokksins sem eru mér sammála um að skammtímahagsmunir hafi verið teknir fram yfir langtímahagsmuni. Ef það er að fjargviðrast út í Sjálfstæðisflokkinn að tala um bruðlið og spillinguna í æðstu stjórn borgarinnar þá er það ekki nema að hluta til rétt. Allir flokkar í borgarstjórn bera ábyrgð á því en Sjálfstæðisflokkurinn getur breytt því núna. Geri hann það ekki þá vona ég að við eigum samleið Jónas í næstu borgarstjórnarkosningum undir kjörorðinu sem við börðumst fyrir sameiginlega á sínum tíma og gerum vonandi nú og í framtíðinni "Gjör rétt þol ei órétt"
Miðað við óbreytta stjórnarhætti verður Sjálfstæðisflokkurinn ekki valkostur í þeim kosningum.
Jón Magnússon, 4.2.2008 kl. 09:12
Umhyggjan fyrir gamla flokknum þínum er aðdáunarverð.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2008 kl. 09:52
Sæll aftur og takk sömuleiðs.
Alveg rétt hjá þér að forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa mismunandi skoðanir á málefnum líðandi stundar. Þannig hefur það verið, eins og þú manst, og þannið verður það. En "so what?" Réttlæti eins getur verið annars óréttlæti. Reyndar skal ég fúslega viðurkenna að það var mér ekkert sárt að sjá vinstrimenn missa völdin í Reykjavík, sérstaklega með svipuðum hætti og þeir fengu þau í haust. Hvort þeim sem nú sitja við völd tekst að spila rétt úr, er annað mál. Reyndar hefði ég fengið að ráða, hefði ég staðið aðeins öðru vísi að, en það er einfaldlega ekki mitt að ákveða.
Lexían sem öll ættum að læra úr borgarstjórn á sl. ári, er að sú sundrung sem hefur ekki verið neinum til góðs - sundrung var ekki til staðar þegar Sjálfstæðismenn báru gæfu til þess að ganga samhentir til leiks.
En ég er þegar farinn að hlakka til næstu borgarstjórnarkosninga og þú gefur mér smátilefni til þess.
Jónas Egilsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 10:18
Heimir að sjálfsögðu ber ég umhyggju fyrir Sjálfstæðisflokknum hvort það er aðdáunarvert eða ekki er annað máli. Ég hef ítrekað sagt bæði fyrr og síðar að ég hefði helst kosið að allt borgaralega sinnað fólk gæti starfað saman í einum flokki en harðlínumennirnir sem tóku völdin á sínum tíma í Sjálfstæðisflokknum komu í veg fyrir það. Það var síðan lag eftir síðustu kosningar að mynda ríkisstjórn til hægri með Frjáslyndum og Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokkurinn tók þá afstöðu að mynda ríkisstjórn til vinstri. Enginn borgaralegur flokkur á Norðurlöndum nema Sjálfstæðisflokkurinn hefði látið sér það til hugar koma nema hinn möguleikinn væri gjörsamlega útilokaður.
Jónas ég vona að við eigum samleið í næstu borgarstjórnarkosningum undir gunnfána Frjálslyndis og framfara.
Jón Magnússon, 4.2.2008 kl. 11:15
Komdu sæll Jón. Þakka þér fyrir þennan pistil svo og marga aðra sem ég hef lesið og alla jafnan haft gaman að. En ég er svolítið undrandi á hvernig þú byrjar þenna pistil. Þú segir að Ragnheiður Ríkarðsdóttir hafi stjórnað Mosfellsbæ með myndarskap? Ég sé á þessu að þú hefur engan veginn kynnt þér hennar stjórnartíð. Hún er Stalínisti fram í fingurgóma. Og horngrýtis púta. Hún vílaði ekki fyrir sér að eyðileggja Tónlistarskólann þarna og fleiri stofnanir. Ég vann undir hennar stjórn þarna sem kennari, og hef aldrei á ævi minni eða ég ætti heldur að segja á mínum ferli sem kennari í 27 ár séð aðrar eins bréfaskriftir frá valdhafa. Út af henni sagði ég og margir aðrir okkur úr Sjálfstæðisflokknum. Og annað Jón, hún er ekki ein af forystumönnum flokksins. Flokkar með svona ofstækisfullar frekjur ættu að reyna að losna sem fyrst við þær. Stundum hélt maður bara að henni væri ekki sjálfrátt. Hvað frekjugang snertir gildir það jafnt um karla sem konur. Það er synd að hún skuli vera kominn svona langt í landspólitíkinni. Vonandi dettur hún út úr í næstu kosningum. Ég bendi þér á að kynna þér störf þessara vesalings manneskju áður en þú ferð að tala um hana og hennar "myndarskap" í sömu setningu. Hún er skaðræðisgripur. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 11:37
Það er mjög athygglisverð skoðun að halda því fram að Frjálslyndi flokkurinn sé borgaralegur flokkur. Finnst flest sem frá honum kemur meira í ætt við hefðbundinn popúlisma... Það sem frá Samfylkinginunni kemur er mun hægri sinnaðra og frjálsyndara en það sem frá þingmönnum Frjálslyndra kemur. Mín tilgáta er nú reyndar sú að Jón Magnússon sé einn á báti þingflokknum, t.d. finnst mér gamli Alþýðubandalagsmaðurinn sem er í þingliðinu ansi langt frá því að vera í borgarasinnuðum flokku...
IG (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.