Leita í fréttum mbl.is

Burt með kvótakerfi í landbúnaðinum.

Það var ánægjulegt að sjá hvað haft var eftir Haraldi Benediktssyni formanni Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu í dag. Haraldur talar um að við eigum að feta okkur frá kvótakerfi í mjólkurframleiðslu líkt og aðrar Evrópuþjóðir séu að gera. Haraldur bendir á að kvótakerfið hamli bæði hagræðingu og framförum í landbúnaði.

Ég tel að Haraldur hafi rétt fyrir sér þegar hann bendir á vankanta kvótakerfisins í mjólkurframleiðlsu og ég er sammála honum um að það sé nauðsynlegt að afnema það sem allra fyrst. Ég er líka sammála Haraldi um það að eðlilegt sé að styðja bændur líkt og gert er við alla bændur  í hinum vestræna heimi.  En við eigum ekki að miða við að sá stuðningur verði um aldur og ævi.

Það mikilvægasta er að landbúnaðurinn fái að þróast sem atvinnugrein sem án mikilla ríkisafskipta og án kvótasetningar og hafta. Ég hef þá trú að bæði bændur og neytendur mundu hagnast á auknu frelsi í landbúnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þá æti að taka kvótakerfið í sjávarútvegi burt í leiðinni enda sami ráðherra með þessa málaflokka.

Jakob Falur Kristinsson, 5.2.2008 kl. 11:55

2 identicon

Algjörlega sammála þér.

Það verður að einkavæða landbúnaðinn ef hann á að eiga sér einhverja von sem atvinnugrein.

PS: Þú varst frábær í Kastljósinu í gær.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er opinbert leyndarmál að stuðningur ríkisins er fyrst og fremst stuðningur við afurðastöðvarnar.

Frjáls viðskipti bænda og neytenda fara vaxandi í grannlöndum okkar.

Forræðishyggjan er meinsemd sem þarf að uppræta hér og þar er mikið verk fyrir höndum.

Árni Gunnarsson, 5.2.2008 kl. 12:00

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála

Bændur eru ekkert annað en fyrirtækjarekstur, og stuðningur sem talað er um að komi frá Ríkinu fer allur í rekstur afurðarstöðva og skrifstofubákns Bændasamtakana.

Miklu nær að styrkja bændur beint með stóriðjutaxta á raforku til bænda og lækkun á flutningskostnaði eða olíu.

Svo er bráðnauðsynlegt að gefa bændum frelsi til að stækka að vild og sameinast, auk þess sem afnema einokun í slátrun og mjólk, búið að girða bændur af með reglum eins og fanga á Litla Hrauni.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.2.2008 kl. 12:17

5 Smámynd: Jón Magnússon

Mikið er ég sammála ykkur öllum sem hafið sett inn athugasemdirnar nema með Kastljósið í gær. Ég er ekki búinn að sjá það.

Jón Magnússon, 5.2.2008 kl. 12:44

6 Smámynd: Vigfús Davíðsson

Hvernig væri það að halda sig við kvótakerfið í sjávarútvegnum, eins og þessi flokkur þinn var stofnaður til. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, úrskurðaði fyrir nokkru að íslenskum stjórnvöldum beri að endurskoða fiskveiðistjórnunarkerfið og greiða tveimur sjómönnum bætur fyrir að hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Er ekki tími til kominn að fara að ræða þetta á þingi.Eða á bara svæfa þetta.

Vigfús Davíðsson, 5.2.2008 kl. 14:00

7 identicon

Vigfús flottur!! Það hefur ekki enn komið frumvarp frá Frjálslynda flokknum geng kvótakerfinu í sjávarútvegi. Nú er rétti tíminn til að fjálslyndir sýni sitt rétta andlit, bretti upp ermarnar og spýti í lófana og setji morgunkornið í skálina og semji frumvarp geng kvótakerfinu!!

Með bestu kveðju, Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:57

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þróun landbúnaðarins verður að vera hraðari í átt til nútímalegri rekstrar en nú er. Mér fannst ömurlegt fyrir rúmum áratug að fara á nokkra bændafundi út af búvörusamningnum og heyra 90% ræðutímans fara í langlokuræður um beingreiðslur og alls konar styrki í stað þess að heyra rætt um nýja framtíðarsýn, nýjungar og uppstokkun í greininni.

Ég var í sveit um miðja síðustu öld og kynntist stoltum bændum sem voru að brjótast áfram úr fátækt og basli til betri búskapar, stoltir, ungir, frískir og hnarreistir og hugsaði með mér á þessum búvörusamningsfundum nærri hálfri öld síðar um það hvernig kerfið hefði leikið stolt þessara manna.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2008 kl. 00:21

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er rétt Jón.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.2.2008 kl. 01:03

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Persónulega vildi ég gjarnan sjá bændum gefin 10 ár til að afskrifa kvótakaup á móti tekjum og gefa svo framleiðsluna algerlega frjálsa, samt með þeirri takmörkun á búfjáreign, að sanna verði beitarþol landsins og fóðurstöðu árlega fyrir búfjáreign viðkomandi.

Koma þyrfti upp opnum markaði fyrir landbúnaðarafurðir og leifa heimaframleiðslu bænda á öllum matvörum að uppfylltum skilyrðum Heilbrigðiseftirlits um matvælaframleiðslu.

Svo þarf að fara yfir þessa gerilsneiðingu mjólkur og brjóta einokunarkerfi mjólkur og sláturleyfishafa upp.

En ég held að þetta sé vonlítið á meðan atvinnumenn bændaforustunnar eru á framfærslu ríkisstyrkja.

Það heggur engin af höndina sem fæðir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 6.2.2008 kl. 10:00

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hið stórmerkilega framtak unga fólksins sem hóf ferðaþjónustuna í Sænautaseli byrjaði auðvitað með hefðbundnum fagnaðarlátum kontóristanna.

Heilbrigðisfulltrúi Austurlands bannaði húsfreyjunni að selja ferðafólki nýbakaðar pönnukökur!

Þessi yndislegi landnámsbær HAFÐI EKKI TILSKILIN LEYFI samþykkt af yfirvaldinu EES.  !!!!!!!! 

Árni Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 859
  • Sl. viku: 4665
  • Frá upphafi: 2468330

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 4304
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband