Leita í fréttum mbl.is

Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum á kvótakerfinu

Ekki verður annað séð en í fyrsta skipti frá því að núverandi kvótakerfi var komið á sé meirihluti þingmanná á Alþingi sem vill breytingar á kvótakerfinu. Í umræðum um um fiskveiðistjórnarmál fyrir rúmri viku kom fram hjá þingmönnum Frjálslynda flokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna vilji til að fara að áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og gera breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu.

Í gær lýsti formaður Framsóknarflokksins því yfir að Framsóknarmenn vilji gera þær breytingar sem nauðsynlegar eru á fiskveiðistjórnarkerfinu þannig að gætt sé réttlætis og almennra mannréttinda svo sem álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna segir.  Þá liggur fyrir að aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr og vill að því er virðist kyrrstöðu í málinu.

Nú reynir á hvort þingmenn standa við sannfæringu sína og knýja á um að farið verði að áliti Mannréttindanefndarinnar. Ekki verður annað séð miðað við yfirlýsingar þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum að það verði gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það þarf að svara áliti Mannréttindanefndarinnar fyrir júnílok (?) eða um það bil þannig að stjórnin springur þá trúlega einhvern tíma á bilinu maí-ágúst.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2008 kl. 21:20

2 identicon

Ég er sannfærður um að mikill meirihluti félagsmanna í Sjálfstæðisflokknum vill sjá breytingar á kvótakerfinu.   Skil hreint ekki í stirðbusahætti Einars K. Guðfinnssonar og kó í þessu máli. 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:25

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það mun vera einsmannsyfirríkisstjórnin í seðlabankanum sem stjórnar þessu eins og ýmsu öðru.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2008 kl. 21:34

4 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er varðhundur þessa kerfis og mun gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir breytingar. Það má einnig að stórum hluta kenna því fólki um sem kosið hefur Sjálfstæðisflokkinn  þrátt fyrir að finnast kvótakerfið óréttlátt. Að hugsa sér að 40% þjóðarinnar skuli vera svo upptekið af því að vera í liði að því sé sama um einkavinavæðinguna frá a-ö og svo kvótakerfið.

Svo kemur Samfylkingin til með að gera á sig þegar á reynir því stólarnir eru svo dýrmætir. Þannig að kvótakerfið fær að vera óáreitt vegna þess að Samfylkingin mun hjálpa Sjálftökuflokknum að viðhalda því. 

Valsól (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 22:44

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gott að vera bjartsýnn Jón. Ég er það ekki og sé fyrir mér málamyndagerning.

Árni Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Halldór Jónsson

þarf ekki Hæstiréttur að kveða upp úrskurð um það, hvort þetta erindi komi okkur yfirleitt við ? 

 Hæstiréttur hefur fellt dóm í Öryrkjamálinu þar sem hann notaðist við mannréttindasáttmálann sem hér um ræðir í forsendum sínum. Skyldi hann geta dæmt nú með stjórnvöldum á móti  þessum  sama sáttmála ? Ekki veit ég.

Hannes Hólmsteinn er búinn að skrifa eina grein, fordæma úrskurðinn og lofa kvótakerfið hástöfum.  Ætli það sé tónninn og línan sem kemur frá Sjálfstæðisflokknum ?

Aðdáunarvert  hvað hann Hannes Hólmsteinn er annars staffírugur í ljósi hruns fiskistofnanna eftir aldarfjórðung í  kvótakerfinu.

Halldór Jónsson, 7.2.2008 kl. 00:00

7 identicon

Jón Magnússon segir meirihluta á Alþingi fyrir því að breytta kvótakerfinu sem sagt það er ekki meirihluti fyrir því að gera frumvarp gegn kvótakerfinu sem þýðir undir rós að það sé meirihluti fyrir því að dansa í kringum úrskurð Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna!!!!

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 25
  • Sl. sólarhring: 862
  • Sl. viku: 4659
  • Frá upphafi: 2468324

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 4298
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband