Leita í fréttum mbl.is

Sérkennileg stjórnsýsla 2.

Ţađ er óneitanlega sérstakt svo ekki sé meira sagt ađ pólitískt kjörnir fulltrúar í borgarstjórn skuli setjast saman í nefnd til ađ gera úttekt á REI málinu og semja um ţađ hvađ má koma og hvađ má ekki koma í skýrslunni.  Mér sýnist  ađ um margt ţá sé veriđ ađ reyna ađ bera sökina á einn einstakling en fríja ađra. Ţannig beinast öll spjót ađ fyrrverandi borgarstjóra Vilhjálmi Ţ. Vilhjálmssyni en hlutur ţeirra sem sátu í stjórn Orkuveitunnar ţegar allar meiri háttar og umdeilanlegar ákvarđanir voru teknar gleymast ađ ţví er virđist. Međ hvađa hćtti komu fulltrúar Samfylkingarinnar eins og t.d. Dagur B. Eggertsson ađ málinu? Hvađa athugasemdir voru gerđar viđ ferliđ fyrr en Svandís Svavarsdóttir gerđi athugasemd viđ lögmćti fundar.  Ţćr voru engar.  Kaupréttarsamningarnir og Bjarni Ármannsson runnu ljúflega niđur hjá spilltum fulltrúum borgarstjórnar í stjórn Orkuveitunnar.

Ţađ var hins vegar stór hluti borgarstjórnarflokks Sjálfstćđisflokksins sem sagđi stopp og ţess vegna kaus Björn Ingi Hrafnsson ađ segja sig úr ţeim meirihluta og ömurleiki stjórnkerfis Reykjavíkur birtist betur en áđur en ţađ vara bara byrjunin ađrir og ekki betri atburđir áttu eftir ađ sjá dagsins ljós.

Ţađ er óneitanlega óheppilegt ađ hluti borgarfulltrúa skuli taka ađ sér ađ vera dómarar í eigin sök og semja skýrslu ţar sem samiđ er um hvađ má koma og hvađ ekki. Slík skýrsla og slík vinnubrögđ geta aldrei veriđ trúverđug. Ađ mörgu leyti vekur skýrslan athygli fyrir ţađ hvađ ţađ er lítiđ í henni en ţađ hefur hugsanlega ţurft til ađ brćđingurinn í úttektarnefndinni gćti komiđ sér saman um máliđ. Ţađ sem mér leikur t.d. forvitni á ađ vita er međ hvađa hćtti og hvernig kom Bjarni Ármannsson ađ málum. Hver kom međ hann eđa bauđ hann sig fram sjálfur međ milljarđinn sinn. Af hverju ţótti ţeim sem sátu í stjórn Orkuveitunnar ekki athugavert ađ einn einstaklingur skyldi valinn sem fjárfestir í REI? Međ hvađa hćtti og hvernig kom FL Group og eftir atvikum Geysir Green Energy ađ málum? Hver var hlutur stjórnar Orkuveitunnar í klúđrinu? Hvađa embćttismenn gćtu hugsanlega boriđ ábyrgđ? Bera núverandi og fyrrverandi forstjórar Orkuveitunnar ekki megin ábyrgđ í málinu? 

Margra fleiri spurninga vćri ţörf á ađ spyrja en ţađ sannast enn einu sinni viđ lestur skýrslunnar ađ enginn er dómari í sjálfs sín sök. Af hverju var gamli borgarstjórnarmeirihluti Dags og Svandísar ekki tilbúinn til ađ setja úttektina í nefnd valinkunnra sómamanna og kvenna. Af hverju ađ dćma sjálf í sjálfs sín sök? Er ţađ ekki ótrúverđugt.

Einhvern veginn ţá sýnist mér sem ýmsir hafi ćtlađ sér ađ hagnast verulega á REI og samruna viđ Geysi Green en ţađ var ekki Vilhjálmur Ţ. Vilhjálmsson eftir ţví sem ég best fć séđ. Ţađ voru forkólfar Orkuveitunnar og ef til vill einhverjir huldumenn á ţeirra vegum og annarra. Hver var sök Dags B. Eggertssonar í málinu og hver var sök Vilhjálms Ţ. Vilhjálmssonar? Tóku ţeir ekki sameiginlega ákvarđanir í stjórn Orkuveitunnar. Höfđu ţeir persónulega hagsmuni? Ekki er mér kunnugt um ţađ. Bera ţeir ţá ekki sem og sjálfsagt fleiri í borgarstjórninni sömu sök ef um sök er ađ rćđa?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á ţetta ekki ađ vera lögreglumál er ţađ ekki máliđ?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbć 

Baldvin Nielsen (IP-tala skráđ) 10.2.2008 kl. 23:34

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ţetta er bara lögreglumál ef eitthvađ ólöglegt var gert.

Svo ég spyr: er ólöglegt ađ starfa svona nokkuđ sem virđist augljóslega hafa veriđ einskonar svindl?

Ég meina: mér skilst ađ kaupendurnir hafi ađ miklu leiti mátt semja um söluna sjálfir.  Er ţađ löglegt?

Merkilegt allt saman.  Ríkiđ virđist vera leynt og ljóst ađ reyna ađ losna viđ allt grunnkerfiđ, nema lögregluna.  Kannski er lögreglan nćst.  Svo stofnar BB her.  Ţá birtist Robocop...

Hvernig ćtla ţessir pjakkar svo ađ réttlćta áframhaldandi skattpíningu?  Borgiđ eđa viđ skjótum ykkur? 

Ásgrímur Hartmannsson, 11.2.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Rétt Jón.

kv.gmaria.

Guđrún María Óskarsdóttir., 11.2.2008 kl. 01:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 604
  • Sl. sólarhring: 645
  • Sl. viku: 5543
  • Frá upphafi: 2426177

Annađ

  • Innlit í dag: 561
  • Innlit sl. viku: 5115
  • Gestir í dag: 535
  • IP-tölur í dag: 508

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband