Leita í fréttum mbl.is

Er ríkisstjórnin að ranka við sér?

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur ítrekað kallað eftir því að ríkisstjórnin vaknaði og tæki alvarlega váboða í fjármálalífi þjóðarinnar og alþjóðlega fjármálamarkaðnum. Nú hefur ríkisstjórnin svarað kalli eftir að meir en árs þjóðarframleiðsla hefur gufað upp af hlutabréfamarkaðnum og gengi krónunnar hefur fallið mikið frá áramótum.

En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera? Seðlabankinn situr við sinn keyp og heldur ofurstýrivöxtum. Ég sé ekki vitræna skýringu á því að halda ofurstýrivöxtum Seðlabankans svona háum nema ef vera skyldi til að koma í veg fyrir verulegt fall íslensku krónunnar. En háir stýrivextir munu ekki endalaust ná að vernda hágengisstefnu sem engin innistæða er fyrir.

Hvað ætlar þá ríkisstjórnin að gera. Seðlabankinn kemur í veg fyrir að hægt sé að veita hagstæð lán til venjulegra íslendinga en á meðan talar forsætisráðherra um stöðu mála á alþjóðlegum fjármálamarkaði. Skyldi slíkt ylja þeim sem sjá lánin sín hækka og hækka vegna ofurvaxta og verðtryggingar. Alla vega skilar það ekki árangri.

Mér sýnist því að fundur forsætisráðherra til að ræða stöðuna á fjármálamarkaðnum hafi verið friðþægingarfundur. Orð án athafna. 

Ríkisstjórnin er ekki að ranka við sér.


mbl.is Ræddu stöðu á fjármálamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Jón.

Líklega voru orð erlendu snillinganna sem himnasending fyrir forsætisráðherra og fjármálaráðherra sem sér einmitt núna möguleika á álversmálum.

Forsætisráðherra er líklega ánægður með orð Evrópuséníanna um gjaldeyrismál íslendinga.

En mér finnst stóra spurningin vera; Hvað ætlar Samfylkingin að gera? Þeir hafa talað um Evrópumálin með opnum hug og láta svo Sjálfstæðisflokkinn slá sig utanundir!

Svo með álversmálin. Er Samfylkingin að guggna eða hvað er í gangi? Hvar eru stóru orðin?

ég hef sagt það áður og endurtek það; Ég kalla á ábyrgð Samfylkingarinnar í því að svara kalli félagshyggjuflokkanna. 

Sveinn Hjörtur , 14.2.2008 kl. 18:35

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er margt skrítið Jón, svo voru menn að tala um REI málið humm..

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.2.2008 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 24
  • Sl. sólarhring: 666
  • Sl. viku: 4528
  • Frá upphafi: 2467479

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4211
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband