Leita í fréttum mbl.is

Glæsilegt þorrablót Frjálslyndra

Þorrablót Frjálslyndra sem haldið var í gær var fjölsótt og glæsilegt. Satt að segja kom mér á óvart hvað margir sóttu blótið af því að langt er liðið á þorra og margir sótt þorrablót í hinum ýmsustu félögum sem fólk er í. Ég var fyrst á skemmtilegu villibráðarkvöldi hjá Oddfellowum í Hafnarfirði þar sem var rífandi stemmning og mikið fjör en undir lágnættið fór ég á Þorrablót okkar Frjálslyndra en missti af fyrsta skemmtiatriðinu fyrir. En Grétar Mar hinn rýri mun hafa farið á kostum. Jóhannes grínari toppaði að vísu.

Semsagt frábært kvöld. Ásgerður Jóna Flosadóttir sem bar veg og vanda af skipulagningu Þorrablótsins gerði það greinilega með mikilli vandvirkni og miklum sóma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var með ykkur í andanum, ætlaði svo sannarlega að koma, en allar frestanirnar á ferð minni urðu til þess að ég gat ekki losnað.  En þetta var örugglega alveg frábært.  Og gott að hrista fólkið okkar svona saman í skemmtun og leik.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2008 kl. 13:52

2 identicon

Greinlega verið frábært kvöld. Bloggarinn getur ekki einu sinni skrifað þorrablót rétt í fyrirsögn bloggfærslunnar

ÞVF (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gaman að hitta ykkur öll, og verst var að Ásthildur komst ekki. En glæsilegt var þetta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.2.2008 kl. 17:31

4 identicon

Ég frétti að það hefði verið alveg hörmulegt þetta þorrablót.

Varstu drukkin Jón?

margret (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Margrét,

Jón var fylltur miklum brandaraanda og ég af vatni og kvöldið var FRÁBÆRT!!!!

Gunnar Skúli Ármannsson, 16.2.2008 kl. 20:57

6 Smámynd: Halla Rut

Margrét er væntanlega grínisti eða "súper" fýlupúki.

Kvöldið var frábært, matur góður og mikið grín. 

Halla Rut , 16.2.2008 kl. 21:17

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón, takk fyrir síðast.

Þetta var virkilega skemmtilegt og afar ánægjulegt hve margir sáu sér fært að mæta og gleðjast saman.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.2.2008 kl. 23:23

8 identicon

Fékk Ólafur borgastjóri að vera með.?

jensen (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Rannveig H

Þetta var flott og skemmtilegt í alla staði,alveg frábært kvöld.

Rannveig H, 17.2.2008 kl. 00:11

10 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Meiriháttar skemtilegt , takk fyrir mig . kv .

Georg Eiður Arnarson, 17.2.2008 kl. 00:25

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er virkilega gaman að sjá að flokkurinn hittist hé allur á síðunni hans Jóns.

Smæð flokksins hjálpar ykkur svo sannarlega að halda utan um hann;-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.2.2008 kl. 06:41

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Flott skipulag og fín skemmtiatriði ... Hr. Jensen - ég minnist þess ekki aIngibjörg Sólrún, Óli F. né Dagur hafi mætt, enda þau ekki í Frjálslynda Flokknum, en hefði sosem verið hægt að bjóða þeim ...

Mér sýnist að Heimir L. Fjeldsted sé spældur að honum hafi ekki verið boðið! ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.2.2008 kl. 20:00

13 identicon

Heyrði auglýsingu á Útvarpi Sögu, þar var talað um "frábær skemmtiatriði"  frétti svo að það hafi bara verið sömu gömlu brandararnir og allt búið á miðnætti, frekar óspennandi. Þið eruð samt góð í því að reyna að halda andlitinu ekki veitir ykkur af.

Briet (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband