Leita í fréttum mbl.is

Alvarleg umræða.

Um nokkurt skeið hefur verið mjög neikvæð umræða um íslenskt fjármálalíf og stöðu íslensku bankanna í fjölmiðlum í Bretlandi og Danmörku. Sú umræða og þær niðurstöður sem dregnar eru af erlendum aðilum sem fjallað hafa að undanförnu um þessi mál er mjög neikvæð og til þess fallin að hækka skuldatryggingarálag á íslenska banka.  Jafnframt er umræðan til þess fallin að auka vantraust á íslenskum fjármálastofnunum og íslenskri fjármálastjórn. 

Hátt skuldatryggingarálag á bankana er alvarlegt mál. Afleiðingar þess munu draga kraft úr efnahagslífinu í landinu. Háir stýrivextir Seðlabanka Íslands og hátt skuldatryggingarálag á bankana eykur líkur á því að ákveðinn samdráttur geti orðið að kreppu.

Það er óneitanlega athyglivert að umræða og mat fjármálastofnana og fjölmiðla í Danmörku og Bretlandi skuli vera svo gjörólík sem raun ber vitni og umræðunar hér á landi um stöðu fjármálafyrirtækja og íslenska hagkerfisins. Sé um rangar upplýsingar og niðurstöður sem koma fram erlendis þá er nauðsynlegt að leiðrétta það þegar í stað.  Guðni Ágústsson vakti athygli á þeim gríðarlega auði sem við ættum í lífeyrissparnaði landsmanna. Sú staðreynt er vafalaust vanmetin af erlendum sérfræðingum. En kann að vera um fleiri atriði að ræða. Það er með ólíkindum að umræðan hér á landi um íslenskt fjármálalíf og í nágrannalöndunum skuli vera svona ólíkt. Hvað veldur?


mbl.is Skuldatryggingarálagið hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Hver á að leiðrétta veðsetningu íslenzku bankana á óveiddum þorskkvóta þar sem eitt tonn er metið til jafns á við einbýlishús í sjávarþorpi ?

Er að undra þótt KB banki sé í þessari stöu ?

Það er fylgst með okkur þó sumir haldi annað !

Níels A. Ársælsson., 20.2.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það sem veldur er að eftir einkavæðingu bankanna kunnu hinir nýju stjórnendur sér ekkert hóf og höguðu sér eins og beljur sem hleypt er út á vorin.  Hvers vegna lá svona mikið á að þenja sig út?  Kannski vonin um eigin ágóða?

Þórir Kjartansson, 20.2.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 825
  • Sl. viku: 4537
  • Frá upphafi: 2426407

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4208
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband