Leita í fréttum mbl.is

Hamlet í hverju horni.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur eignast hóp sem kemur fram eins og danski erfðaprinsinn Hamlet í samnefndu leikriti William Shakespeare. Að vera eða vera ekki það er spurningin. Villi ætlar að vera en samt ekki að vera. Hann er best til þess fallinn að vera oddviti meirihluta Sjálfstæðisflokksins en hann er samt sem áður ekki til þess fallinn að verða borgarstjóri. Hanna Birna er ekki til þess fallin að verða oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins af því að hún treystir Villa best til þess en hún er best til þess fallin að verða borgarstjóri sem þýðir þá að hún treystir ekki Villa til þeirra hluta.

Allir aðrir í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins taka undir með Hönnu Birnu og segjast treysta Villa best til að vera oddviti meirihlutans. Einhverjir orðuðu það þannig að það væri þungu fargi af þeim létt með ákvörðun Vilhjálms, sem þýðir þá að það var þessu fólki áhyggjuefni hefði Vilhjálmur ætlað sér að vera borgarstjóri. Það þýðir væntanlega það samkvæmt rökhugsun að þessi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðísflokksins treystir ekki Villa til að vera borgarstjóri en treystir honum samt betur en nokkrum öðrum til að vera oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Er nokkur vitræn glóra í þessari afstöðu Hamletana?

 Að vera eða vera ekki borgarstjóri það er spurningin?


mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Snilldarfærsla. Sjálfstæðisflokkurinn er mikill gleðigjafi þessa dagana. Hann vekur hjá manni skellihlátur hvern einasta dag. Greinilega miklir grínistar þarna á ferð.

Magnús Þór Hafsteinsson, 24.2.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

He he he.... já og gott ef Hamleta er einnig að finna í síðasta fyrri meirihluta líka svo þetta er engin smávegis uppfærsla...

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.2.2008 kl. 23:34

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skemmtilega sett upp hjá þér Jón, og það er mikið til í þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 09:54

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þessi vinnubrögð borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna eru rétt.Æskilegast væri að í framtíðinni væri annar formaður borgar stjórnarflokksins en sá sem er borgarstjóri.það sýnir reynslan undanfarna mánuði.Og vonandi hafa þau það þannig í framtíðinn.Það þekkist hvergi hjá jafn stóru fyrirtæki og Reykjavíkurborg að  verið sé að ráða framkvæmdastjóra með árs fyrirvara.Þórólfur Árnason var ráðinn með nokkurra vikna fyrirvara.Dagur B.Eggertson með nokkurra klukkustunda. Sjálfstæðismenn eru að ná áttum.

Sigurgeir Jónsson, 25.2.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábær samlíking!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband