26.2.2008 | 13:25
Á að viðurkenna Kosovo?
Fram hefur komið hjá utanríkisráðherra að Íslendingar muni viðurkenna Kosovo en íbúar af Albönskum upprunna lýstu yfir sjálfstæði svæðisins fyrir nokkru.
Mér finnst mikilvægt að við flýtum okkur hægt í þessu efni. Við berum ásamt öðrum NATO þjóðum ábyrgð á árás á Serbíu á sínum tíma þegar stjórn Milocevits stóð fyrir árásum á Albanska minnihlutann. Heppilegra heði verið á þeim tíma að beita þrýstingi á Serba í stað þess að hefja loftárásir með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu mannvirkja.
Nú hefur Albanski meirihlutinn tögl og hagldir í Kosovo vegna aðgerða NATO og spurning er hvort það hafi verið réttmætt á þessu stigi að hann lýsti einhliða yfir sjálfstæði? Serbar segja sjálfir að það sé verið að taka landið þeirra vegna þess að mikill hópur fólks af Albönskum uppruna hafi flust til Kosovo og taki nú landið þeirra. Ég hef ekki kannað sögulega þróun þessa en er eitthvað til í þessu? Getur einhver upplýst mig um það.
Hvað sem því líður þá eigum við ekki að viðurkenna Kosovo fyrr en fyrir liggur að stjórn ríkisins tryggi öllum íbúum héraðsons óháð þjóðerni grundvallarmannréttindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 219
- Sl. sólarhring: 505
- Sl. viku: 4435
- Frá upphafi: 2450133
Annað
- Innlit í dag: 200
- Innlit sl. viku: 4129
- Gestir í dag: 196
- IP-tölur í dag: 194
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
þótt vissulega beri almennt að taka með hæfilegum fyrirvara það sem wikipedia segir, er hér síða sem rekur sögu Kosovo.
http://en.wikipedia.org/wiki/Kosovo
Brjánn Guðjónsson, 26.2.2008 kl. 13:40
Sæll kæri Jón.
Þar sem þú lýsir eftir upplýsingum um málið, þá legg ég hér inn fróðlegan pistil Jóns Vals um það. Hann hefur þó ritað eitthvað meira um málið á vefslóðinni sinni á mblblogginu.
Sunnudagur, 24. febrúar 2008
"3. múslimaríkið í Evrópu stofnsett með nýjum afbrigðum Münchenar-svikasamninga?Bretar og Frakkar, sem sviku Tékka og Slóvaka í München 1938, stórskemmdu um leið varnaraðstöðu andnazískra ríkja í álfunni á næstu árum.* Fleyg orð Chamberlains, "Peace in our days!" urðu örgustu öfugmæli þeirra tíma. Nú er sjálfstæði Kosovo hátíðlega viðurkennt af skammsýnum ríkjum, sem víla ekki fyrir sér frekar en í fyrrnefndu dæmi að réttlæta fullveldisskerðingu sjálfstæðs ríkis, Serbíu. Tiltölulega skammvinn dvöl múslimameirihlutans í Kosovohéraðinu (aðallega frá stjórnarárum Titos) stendur ekki í þjóðarleiðtogum Bandaríkjanna og þeirra ESB-ríkja, sem stokkið hafa á fagnaðarlestina; um leið þvo þeir örugglega hendur sínar af því, að með þessu er enn á ný verið að ýta undir öfgakennd viðbrögð Serba, sem kunna að hleypa þar öllu í uppnám og koma illilega í bakið á okkar lýðræðiselskandi ríkisstjórnum. Þó átti þessi stuðningur við sjálfstætt Kosovo að heita lóð á vogarskálina til að stuðla að meiri stöðugleika á Balkansvæðinu!
Í nýútkomnu helgarblaði Viðskiptablaðsins** er afar fróðleg grein eftir Hörð Kristjánsson blaðamann: 'Balkanskagi: Sjálfstæðiyfirlýsing Kosovo gagnrýnd. Serbar sagðir tapa 14.700 milljarða króna eignum.' Þar eru þeir 30.000 Serbar, sem flýðu Kosovo 1999, taldir þurfa að afskrifa þessar eignir í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingarinnar, þar af einkaeignir þeirra sem nema a.m.k. 260 milljörðum króna. "1999 voru Serbar, sem tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni, og fyrirtæki í eigu Serbíuríkis það ár, talin eiga 58% allra fasteigna í Kosovohéraðinu." Þá höfðu Serbar einnig fjárfest í Kosovo fyrir 17 milljarða dollara á árunum 1960–1990. Því til viðbótar eru skógar miklir í eigu Serba, ræktarland, stjórnar- og iðnaðarbyggingar, flugvellir og námur í Kosovo. – Það er spurning, hvernig Bandaríkin og þau ríki, sem samsinntu þeim í þessu 'sjálfsæðismáli', telja réttlátt að binda þessa óhnýttu enda á deilumálinu, eða er nóg að stinga höfðinu í sandinn? – En ég hvet menn til að lesa grein Harðar, og einnig bendi ég mönnum á vefsetur Rúnars Kristjánssonar, m.a. þessa vefgrein hans, þessa nýlegu Mbl.grein hans sem og þessa. Þá má einnig benda á fjöruga umræðu í BBC-þættinum 'Have Your Say', þangað sendu 1795+6500 manns athugasemdir á tvær umræðuslóðir og flestar birtar þar, þar á meðal a.m.k. ein frá Íslendingi.
Á ný eru Rússar í þeirri stöðu að horfa upp á Vestur-Evrópuríkin skella skollaeyrum við eindregnum viðvörunum þeirra vegna áforma um að löghelga fullveldisskerðingu annars ríkis. Þeir eru því reyndar vanir í Kreml að vera sjálfir röskir í skerðingu fullveldis annarra ríkja eða sjálfsákvörðunarréttar þjóða, allt frá því um 1920 til Tjetsníustríðsins. En með þessari gjörð ESB-ríkja og Bandaríkjanna er verið að spila upp í hendurnar á Vladimír Pútín, sem Serbar bera nú myndir af sem hetjuleiðtoga Slava og geta naumast séð hann í öðru ljósi. Bush og engillinn Merkel, Sarkozy og Gordon Brown, Anders Fogh Rasmussen og Ahtisaari*** geta nú faðmað hvert annað og óskað sjálfum sér til hamingju með klúðrið, þegar þau horfa upp á Serbíu, þ.m.t. sýslurnar í norðurhluta Kosovo, sem að meirihluta eru byggðar Serbum, breytast í suðupott. Á sama tíma standa Spánverjar og Grikkir hjá vegna ótta við fordæmið um "sjálfstæðisrétt" minnihlutaþjóðarbrota (eins og Baska og Katalóníumanna), og þó átti þetta "ekkert fordæmi" að heita samkvæmt þeim í Hvíta húsinu og Brüsselfurstunum. En hvað um sjálfstæði Wales og Skotlands, Québec og Baskalands o.s.frv.?
Einna fráleitust er afstaða Bush-stjórnarinnar í þessu efni, því að á sama tíma styður hún Tyrki í því að gera innrás í Kúrdahéröð Íraks í stað þess að þrýsta á um það, að til verði sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Tyrklandi rétt eins og í Norður-Írak, sem miklu meiri ástæða er til heldur en nokkurn tímann að búa til nýtt þjóðríki í Kosovo. Ef hryðjuverkaeðli kúrdísku PKK-samtakanna (sem þó eru ekki öll Kúrdaþjóð) er fyrirstaða Bandaríkjanna varðandi sjálfræði Kúrda í Tyrklandi, hvers vegna er hryðjuverkamaðurinn Thaci þá gerður að hetju í Kosovo og studdur af Bandaríkjastjórn?
Fleiri ríki en þau, sem áður var getið, neita að viðurkenna Kosovo, m.a. Slóvakía, Rúmenía, Búlgaría og Kýpur – og vonandi okkar eigið, eins og ég hef tekið fram í fyrri vefgrein minni.
En hvenær bætist fjórða múslimaríkið við í álfunni, eða stefnir hún kannski óvart á það að verða Evrabía? Menn hafi þar í huga öra, margfalda tímgun múslima í álfunni á við það sem tíðkast þar hjá mörgum helztu þjóðum, s.s. Þjóðverjum, Spánverjum, Ítölum, Bretum, Dönum og Hollendingum.––––––––––––––––––
* Sbr. orð mín í bréfi til The Times 6.3. 2003, sjá neðanmálsgrein [2] í þessari vefgrein minni.
** Viðskiptablaðið, 22. febr. 2008, s. 37.
*** Fyrrum Finnlandsforseti, sem átti 'heiðurinn' af tillögunni um sjálfstæðisyfirlýsingu þessa héraðs í Serbíu. "
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.2.2008 kl. 13:48
Áður en við förum að taka upp hugmyndir vissara trúarofstækispésa sem eru eilítið til hægri við Atla Húnakonung vil ég benda á mjög góða og vel skrifaða grein Christophers Hitchens um þessi mál.
Hitchens þessi er hvorki kristinn né múslimi heldur trúlaus og er því ósammála slíkri trúarofstækis málefnafátækt sem einatt einkenna skrif fyrrnefnds Jóns Vals.
Grein Hitchens
Persónulega lýst mér ágætlega á að brjóta gamlar blokkir risaríkja/heimsvelda sem ekki aðeins níða persónufrelsið heldur þröngva því uppá umhverfið niður í smærri einingar.
Loksins er draumurinn um Stóru-Slavíu dauður.
Nú er það bara að óska öðrum slíkum kollektívum sömu örlaga.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 26.2.2008 kl. 14:13
Ég hef heyrt þá skýringu á veru albanska meirihlutans í Kosovo, að yfirgnæfandi meirihluti þeirra séu afkomendur innfluttra Albana á síðustu 60 til 100 árum. En aftur á móti hafi verið til fámennur minnihluti í aldaraðir í fjallahéruðum, sem talaði mállýsku, sem er skyld Albönsku. Nú vilja Kosovoalbanir flestir telja sig afkomendur þessara manna, en það væri þá sögufölsun. Ég heyrði í sjónvarpinu að Kosovoalbanir á Íslandi, sem voru að halda upp á nýfengið sjálfstæði, sögðust vera afkomendur manna sem búið hefðu öldum saman í Kosovo. Mér er einnig tjáð að jafnræði hafi veri með Albönum og Serbum um 1950. Ekki þekki ég söguna nógu vel til að garantera þessa söguskýringu.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 14:37
Ég veit hreinlega ekki nóg til að taka afstöðu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 14:50
Ég er að vinna með serbneskri konu og hún er mjög reið yfir þessari sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo. Hún líkir þessu við það ef Vestfirðingar myndu lýsa yfir sjálfstæði því þetta sé í raun aðeins hérað eða sýsla í Serbíu. Hvernig væri nú ef fjölmiðlar hér myndu nú kafa aðeins í þetta mál og upplýsa sauðsvartan almúgann um hvernig þessi mál hafa þróast á þennan veg.
Gísli Sigurðsson, 26.2.2008 kl. 21:08
Ég held, að J. Einar Valur Bjarnason Maack ætti að fara að gæta betur tungu sinnar eftir nýuppkveðinn dóm vegna meiðyrða bloggara nokkurs, sem nú er mjög um rætt hér í bloggheimum.
Jón Valur Jensson, 26.2.2008 kl. 22:45
Hæstvirtur Jón Valur Jensson ætti að gæta tungu sinnar sjálfur, af þeim þremur greinum eða svo sem ég hef séð eftir hann mátti sjá klárlega nokkur dómsmál sem mætti höfða gegn honum vegna níðs í garð stórra hópa fólks. Af orðum hans sjálfs má klárlega sjá að hann fletti alveg yfir það sem Jesús sagði í Biblíunni um náungakærleika og heldur sig aðallega í Gamla testamentinu, þar sem eldur og brennisteinn eru vopn að hans skapi.
Hvað Kosovo og Vestfjarðasamlíkinguna varðar þá er hún fáránleg. Nærtækara dæmi væri jafnvel Grænland þar sem eitt sinn var íslensk nýlenda. Eins og sjá má á Wikipediu-greininni þá var Kosovo ekki hluti Serbíu nema stuttan tíma, öll samlíking við Vestfirði aftur fáránleg. Það að Kosovo er hluti af Stór-Serbíu draumi er aftur á móti augljóst.
Mér er spurn hvað þingmaðurinn Jón Magnússon hafi talið réttast að gera þegar Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði sínu, áttu þau áfram að vera hluti af Stór-Rússlandi? Aldrei hef ég verið stoltari af annars lélegri utanríkisstefnu okkar en þegar við, fyrst þjóða, viðurkenndum sjálfstæði þeirra. Þetta er mun nærtækara dæmi en Vestfirðirnir.
Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:20
Þess má geta að tilvitnunin áðan úr grein JVJ sjálfs er greinilega af trúarlegum rótum komin þar sem hann býr til grýluna Evrabíu og finnur að aðaltrú þeirra sem lýstu yfir sjálfstæði. Sjálfum finnst mér alvarlegt að málfrelsi séu settar þær skorður að ekki mega gagnrýna trúarbrögð, sannleikurinn enn er þó sá að það er bannað og JVJ því gerst ítrekað sekur við 125. grein hegningarlaga, þó hann grípi líklega í hana þegar hans trú er skotspónninn.
Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:28
Hvað sem því líður þá eigum við ekki að viðurkenna Kosovo fyrr en fyrir liggur að stjórn ríkisins tryggi öllum íbúum héraðsons óháð þjóðerni grundvallarmannréttindi.
Þýðir þetta að Jón Magnússon vilji draga til baka viðurkenningu á sjálfstæði Serbíu vegna brota þeirra á grundvallarmannréttindum íbúa ekki bara Kosovo heldur fleirri svæða? Sem og viðurkenningu á sjálfstæði Bandaríkjanna vegna brota á grundvallarmannréttindum innfæddra þar, indíana og eskimóa, að ekki sé minnst á dökka íbúa í Suðurríkjunum. Nú svo eru Ástralir nýlega búnir að biðjast afsökunar á grófum mannréttindabrotum sem þeir hafa stundað gegn innfæddum Áströlum, eða frumbyggjum.
JVJ kom reyndar með einn góðan punkt, það hversu fölsk Bandaríkjastjórn erað styðja sjálfstæði þjóðarhópa, sums staðar er það í lagi en annars staðar ekki.
Að sjálfsögðu ætlumst við til þess að Kosovo virði mannréttindi borgara sinna, en að gera aðrar kröfur á þá en aðra er hræsni.
Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:37
Sæll Jón,
Þessi umræða er gríðarlega þörf og er það mín skoðun að við Íslendingar ættum að fylgja fordæmi Spánverja og Grikkja í þessu máli. Ef við hoppum á þennan "viðurkenningarvagn" að þá erum við búin að móta afstöðu okkar til annara svæða einnig.
Hvaða afstöðu hyggst Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og hæstvirt ríkisstjórn Lýðveldisins Ísland taka ef af sjálfstæðisyfirlýsing Flæmingja yrði í Belgíu? eða Baskahéröðin á Spáni og Frakklandi? Bæjaraland í Þýskalandi nú eða hugsanlegi pólski/austurevrópski meirihluti á Vestfjörðum lýsa yfir sjálfstæði?
Við skulum átta okkur á því að Kósovó er EKKI þjóð, á ekkert sögulegt tilkall til svæðisins. Það gera Serbar hinsvegar. Þetta er ekki spurning um kristni eða múslima á einhverju svæði. Þetta er spurning um það hver á þetta land og hver á réttmætt tilkall til þess. Í þessu tilfelli eru það Serbar sem eiga þetta land í ljósi söguna og ef ég skil það rétt að þá er Kósovó álíka heilagt svæði fyrir Serbum eins og Þingvellir eru fyrir okkur Íslendinga og hefur gríðarlegt tilfinningalegt gildi fyrir Serba. Ég vil taka það fram að ég er ekki neinn sérstakur tuðningsmaður Serba eða gömlu austurblokkarinnar en ég vil hins vegar ekki sjá það að það fordæmi sé sett sem nú er verið að gera með viðurkenningu aðskilnaði á landi frá fullvalda ríkis sem sannarlega á tilkall til þess lands í hendur afla sem þangað hafa komið fyrir gæsku þeirra sem þar bjuggu fyrir sem tóku því aðkomufólki með opnum örmum en uppskera nú ástand sem þetta nokkrum áratugum seinna.
Ég segi NEI við sjálfstæði Kósovó.
Kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:39
Jóhannes, Það er ekki hægt annað en að gera stóran greinarmun á Eystrasalts ríkjunum og Kósovó. Eistland, Lettland og Litháen eru byggð þjóðum sem voru sjálfstæðar en síðar hernumin af Sovétríkjunum. Sovétmenn dældu síðan Sovéskum bændum af Síberíufreranum inn í þessi lönd til þess einmitt að geta komið í veg fyrir endursjálfstæði þessara ríkja þegar fram liðu stundir. Í dag er gríðarlega stór minnihluti Rússa í öllum þessum ríkjum og Eistar hafa aldeilis fengið að finna fyrir því hversu erfið sú sambúð hefur verið enda Rússneski minnihlutinn mjög hávær og kröfuharður.
Það má líkja Kósovó við Eystrasalts ríkin að því leitinu til að um er að ræða Serbneskt land þar sem Albanskir ríkisborgarar hafa streymt í 100þúsunda tali og náð yfirhöndinni á skömmum tíma (innan við 100 ár), þetta er það sem Sovétmenn reyndu að gera við Eystrasaltslöndin en gekk sem betur fer ekki upp hjá þeim. Kósovó á því að vera hluti af Serbíu áfram. Það sem hinsvegar er verið að gera hér er það, að erlendar ríkisstjórnir eru að búa til STÓR-Albaníu og hvaða rétt hafa erlendar ríkisstjórnir til þess að afhenta landssvæði frá Serbíu til aðkomufólksins? Þú getur sjálfur séð samlíkinguna við Vestfirðina hún er nærtækari en Eystrasalts-samlíkingin.
Kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:55
Tja sterk eru rök þín Umhugsun. NEI við sjálfstæði yfirhöfuð. Heppin erum við að ekki varstu uppi þegar sjálfstæðishreyfinga Íslendinga var að slíta bernskuskónum, líklega hefðir þú verið framarlega í flokki þeirra sem því andmæltu.
Hví ættu Baskar ekki að öðlast sjálfstæði? Hvaða hræðsla er þetta við að þjóðir verði sjálfstæðar? Það mætti halda að hér ritaði einungis fólk sem aðhylltist konungsstjórn og lénsveldi, svo forneskjulegt er það í háttum.
Jóhannes Birgir Jensson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:12
Sæll Jóhannes,
Enn misskilur þú... Ég hefði einmitt verið fremstur í flokki þeirra sem fögnuðu sjálfstæði íslendinga á sínum tíma enda hér um að ræða þjóð með söguleg tengsl við landið í yfir 1000ár þegar sjálfstæði var loks endurheimt frá Danaveldi. Á sama hátt og ég fagnaði sjálfstæði Eystrasalts ríkjana.
Sjálfstæði jú, en nei við sjálfstæði á veikum forsendum sem skapa glundroða og hættuleg fordæmi sem leitt geta til óstöðugleika.
Eins og nefnt var hér að ofan, þá eru margar aðrar þjóðir sem eiga tilkall til sjálfstæðis mun frekar en Albanskir innflytjendur til héraðsins Kósovó í Serbíu. athugaðu það.
kv,
Umhugsun.
Umhugsun (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 12:01
Jón Valur; ég skal gæta tungu minnar, eða ellegar lyklaborðs, þegar þú biðst afsökunar á þeim dylgjum og niðrandi ummælum sem þú hefur látið falla um fólk sem fellur ekki að strangkristnu siðferði í gegnum tíðina. Þar á meðal fólk af öðrum trúarbrögðum en þínum eigin, trúlausum, samkynhneigðum etc. Hvað varð um að bjóða hinn vangann?
Jóhannes, Umhugsun, lásuð þið grein Hitchens? Kemur ýmislegt fram í henni sem vert er að athuga.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.2.2008 kl. 17:56
Ísraelsríki er skýrasta dæmi um hvernig ekki á að stofna ríki.Síonistar kaupa land í Palistínu og heimta síðan að stofna ríki,og tekst það vegna vorkunnsemi Sameinuðu Þjóðanna.Síðan dásama trúvillingar þetta ríki og þykjast jafnvel vera kristnir, og reka stöðugan áróður fyrir síonistaríkið hvar sem þeir geta því við komið, þótt kristið fólk í Ísrael sé ekki viðurkennt sem Ísraelsmenn.Kósovó er ríki af svipuðum toga.Það fer illa á því þegar ofsatrúarmenn og trúvillingar dásama annað ríkið,en fordæma hitt.
Sigurgeir Jónsson, 27.2.2008 kl. 21:11
Það kemur ekki til mála af minni hálfu að draga sjálfsákvörðunarrétt Kosovo í efa. Sá réttur er grundvallar mannréttindi (sbr. 1. gr. mannréttindasamninga SÞ) og því er fáránleg afstaða að bíða með að virða mannréttindi Kosovo búa (sjálfsákvörðunarrétt) 'þangað til fyrir liggi að þeir ætli að tryggja mannréttindi allra íbúa Kosovo'
Allra síst á að taka afstöðu með Serbum, sem hafa gerst sekir um þjóðarmorð.
Aðalheiður Ámundadóttir, 28.2.2008 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.