Leita í fréttum mbl.is

Ber einhver ábyrgð á þessu?

Ber einhver ábyrgð á því að kostnaður við íþróttamannvirki skuli kosta um milljarði meir en áætlað var. Hver ber ábyrgð á þessu. Er það núverandi meirihluti? Er það meirihlutinn sem Dagur B. Eggertsson leiddi eða er það meirihlutinni sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiddi? Verður málið e.t.v. rakið lengra aftur.

 Það er ekki í lagi þegar hagsmunagæsla borgarfulltrúa fyrir borgaranna er jafn léleg og raun ber vitni. Þessi vinnubrögð eru óviðunandi. Þau bera fyrst og fremst vott um að það sé kastað til höndunum og það er nauðsynlegt að fá allar upplýsingar í málinu. Það er ekki ásættanlegt að stjórnkerfi og stjórn Reykjavíkur sé geri svona mistök.

Hver ber ábyrgðina?


mbl.is Vissu um framúrkeyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Að svona steinkubbaldar geti farið svona fram úr áætlun er náttúrulega bara grín og dæmi um það að annað hvort eru menn ekki í vinnunni sinni, eða þá að þeir ætla að reyna að komast upp með þessa hluti og koma þannig óheiðarlega fram - hvoru tveggja svo sem óásættanlegt

Gísli Foster Hjartarson, 5.3.2008 kl. 12:49

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú hefði Frjálslyndi flokkurinn átt að hafa fulltrúa í borgarstjórn til að spyrjast fyrir og reka málið áfram. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:42

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það lítur bara út eins og nota megi almannafé eins og matador peninga. Virðist engu máli skipta því milljónirnar, milljónatugirnir eða hundruðin eru óraunveruleg stærð fyrir þeim sem svona um véla. Einhverjir hafa skrifað upp á reikninga og þar með samþykkt meðferð fjárins. Ekki satt?

Markús frá Djúpalæk, 5.3.2008 kl. 13:50

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þetta munu vera fulltrúar í byggingarnefndinni frá síðasta kjörtímabili, þeir Dagur B. Eggertsson og síðar Björn Ingi Hrafnsson á þessu kjörtímabili.  Þegar byggingarnefndin (sem á að vera eftirlitsaðili) sefur á verðinum, þá er ekki á góðu von.  En Ásthildur mín, ég get lofað þér því að ég mun komast til botns í þessu...

Sigríður Jósefsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1144
  • Sl. sólarhring: 1146
  • Sl. viku: 4575
  • Frá upphafi: 2458845

Annað

  • Innlit í dag: 1021
  • Innlit sl. viku: 4212
  • Gestir í dag: 965
  • IP-tölur í dag: 935

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband