Leita í fréttum mbl.is

Á ríkið að byggja olíuhreinsunarstöð eða vera stór hluthafi?

Ég veit ekki hvort það gætir ónákvæmni í fréttinni en ég skil Einar Kr. Guðfinnsson sjávar- og landbúnaðarráðherra þannig að hann telji að ríkisvaldið eigi að koma að því að olíuhreinsunarstöð verði að veruleika þá væntanlega á Vestfjörðum.

Það kann að vera vænlegur kostur í atvinnumálum að olíuhreinsunarstöð verði að veruleika á Vestfjörðum. Þó þannig að það séu áhættufjárfestar sem standi að henni að öllu leyti og starfræki hana. Ríkið á ekki koma að málinu nema hvað varðar hafnar- og vegagerð.

Það er mikilvægt að ríkishyggjunni í atvinnumálum verði ýtt til hliðar. Hún hefur skaðað okkur gríðarlega og ríkishyggjan í byggðamálum hefur ekki orðið til góðs til að styrkja byggðirnar. Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki aftur fyrir Stalínískri atvinnuuppbyggingu eins og þeir gerðu við Kárahnjúka.


mbl.is Einar Kr.: Ríksvaldið á að beita sér fyrir olíuhreinsistöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tekur einhver mark á þessum manni ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jón. Margsinnis komið fram að þetta er nær 100% erlend fjárfesting
utan Íslenzkur hátækniiðnaður ehf er þar litill hluthafi. Engar
virkjanir þarf að byggja í sambandi við þessa stöð. Að öðru leyti
vísa ég í blogg mitt í dag um þetta  mál......

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 5.3.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrir skemmstu lýsti bæjarstjórinn á Ísafirði því yfir að Vestfirðir gætu ekki lengur verið stóriðjulaust svæði því umhverfisverndarsinnar hefðu svikist um að koma með störf. Umhverfisverndarsinnar bentu þá á að þeir fengju engan pening frá ríkinu til að búa til störf. Hvernig væri nú að láta þá hafa peningana sem Einarkr ætlar að nota í olíuhreinsunarstöðina svo þeir geti búið til þessi störf?

Þorsteinn Siglaugsson, 5.3.2008 kl. 17:03

4 identicon

Ég reikna með að ráðherrann eigi fyrst og fremst við að ríkisstjórnin komi ekki til með að leggja stein í götu verkefnisins, eins og vænta má með fólk eins og Þórunni Sveinbjarnar innanborðs.

Sumir innan núverandi ríkisstjórnar trúa því ennþá að það sé í lagi að setja 5 ára stopp á allar framkvæmdir á Íslandi, sem hugsanlega gætu hróflað við einhverju grjóti.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 18:20

5 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll. Mér lýst ekki á olúhreinsistöð. Skil ekki þetta tal. Ég varð orðlaus þegar forsvarsmaður stöðvarinnar sagði að stöðin yrði ferðamannaperla eða hvernig hann orðaði það. Fólk myndi koma sérstaklega vestur til að skoða verksmiðjuna í myrkri því ljósahafið yrði svo mikið.

Er hægt að trúa svona mönnum? Hvaða rugl er þetta orðið? Mér sýnist sjávarútvegsráðherra vera missa kjarkinn! Hann er að verða búinn með trompinn. Reyndar tel ég Sjálfstæðisflokkinn vera að klára trompin. 

Sveinn Hjörtur , 5.3.2008 kl. 22:35

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Skrítinn umræða. Ekki síst af þeim sem nota olíu og bensín dags daglega. Ennþá skrítnara þegar ákveðinn ráðherra vill fara að leyta
að olíu á landgrunni Íslands, væntanlega til að finna hana, en hana
má hvorki vinna eða hreinsa á Íslandi.   -  Skrítið !!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 6.3.2008 kl. 01:15

7 Smámynd: Hagbarður

Sæll Jón

Mér finnst þetta nú frekar vera einfalt og til að afgreiða svona mál sem eru að velkjast áfram og komið með sjálfstætt líf með tilheyrandi kostnaði, sjálfskipuðum tilberum sem totta tekjur úr svona verkefnum (verkfræðistofur og ráðgjafar) og "upplýsandi" útblástursfólk sem áttar sig ekk enn á því að það er rotnun úr íslenskum mýrum sem skilar mestum CO2 út í umhverfið.

Það er bara tvennt sem þarf að átta sig á áður en halda á áfram með svona mál: Ef gera má ráð fyrir að verksmiðjan skili nægjanlegum arði og staðsetningin er ekki áltin koma í veg fyrir vinnslu að þá á að fara í nákvæmari greingu á verkefninu. Tiltölulega einfalt mál. Athuga, án þess að kosta of miklu til, hvort að "hiti" er í þessu verkefni eða ekki. Hjá öllum alvöru fyrirtækjum væri slík vinnubrögð viðhöf en ekki þessi hringlandaháttur. Tæki vanan mann í mesta lagi mánuð að átta sig á þessu. En munurinn felst í því að hjá fyrirtækjum er verið að vinna á eigin fjármagni sem þarf að nýta vel, en hjá ríkinu virðist það ekki skipta máli, unnið er með fjármuni annarra og oft á óábyrgan hátt. Þar fyrir utan hafa flestir stjórnmálamenn enga þekkingu á rekstri og oft virðist manni að erfiðasta sem þeir standa frammi fyrir sé að taka ákvörðun.

Annars er ég þeirrar skoðunar að ráða mætti við vanda Vestfjarða og annarra staða á landsbyggðinni með mun einfaldari hætti en menn eru að reyna að opna á með þessari olíuhreinsunarstöð. Með einfaldri lagasetningu um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég myndi ætla að kostnaðurinn, sem hugsanlega fælist í þeirri breytingu væri minni en næmi stofnkostnaði af "venjulegri" olíuhreinsunarstöð, sem samkvæmt mínum upplýsingum kostar ekki undir 70 milljörðum króna (ef ríkið ætlar að verða hluthafi eða eini eigandinn). Það væri t.d. hægt að byrja strax á því að þvera alla firði, setja t.d. á 3ja mílna "sveitarstjórnarlögsögu" og heimila öllum með heimilsfesti í viðkomandi sveitarfélagi að róa með línu og færi gegn því að aflanum yrði landað í viðkomandi sveitarfélagi. Þessi aðgerð kostar ekkert. Einföld ákvörðun sem kemur í veg fyrir að innanmeinið gangi endanlega frá landsbyggðinni. Hin breytingi fælist í því, kannski með aðlögun, að við færðum stjórnunina yfir í uppboðskerfi með sóknardaga. Hættum þessari vitleysu að tengja stjórnunina við magn. Allur afli kæmi þá að landi. Andvirðið af sölu uppboðsheimilda ætti að nýta til að fjármagna fiskveiðirannsóknir, búa til sterkan lífeyrissjóð fyrir sjómenn og afganginn ætti að nota til að fjármagna Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Á þennan hátt skilaði afgjald auðlindarinnar sér þangað sem það á að fara. Ég hef ekki áhyggjur af því að kerfisbreytingin hafi svo mikil áhrif til að byrja með á útgerðirnar. Skipin yrðu andlag fyrir veðum sem nú hvíla á kvótanum. Skipin fengju því raunvirði sem þau hafa ekki í dag. Kvótalaust skip í dag hefur brotajárnsvirði en ekki virði sem felast í möguleikum þess að veiða. Aðlaga mætti sóknardagakerfið og kvótakerfið til einhvers tíma til að koma í veg fyrir að þurfa að greiða bætur fyrir það að svipta menn kvótaheimildum.

Á þennan hátt myndum við opna fyrir aðgengi aðila að auðlindinni sem eru kannski hæfari til að veiða en þeir sem fyrir eru. Eðlileg nýliðun yrði í greininni og allir þeir sem hefðu áhuga að stunda sjóinn hefðu til þess möguleika og kepptu á sama grunni. Afla sem skolað er út um rennuna í dag kæmi að landi. Umgengni um auðlindina myndi batna.

Hagbarður, 6.3.2008 kl. 01:22

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ríkið getur skapað umgjörðina en vilji heimamanna varðandi slíka starfssemi hlýtur að vera eitthvað sem menn una svo fremi slíkt sé innan ramma slíkrar starfssemi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.3.2008 kl. 01:25

9 Smámynd: Sigurður Ó Kristófersson

Sælir bloggarar. Ég er algerlega sammála Viðari Helga . Þetta er sú heimskulegasta hugmynd sem ég hef heyrt um ævina og hef ég nú heyrt þær margar heimskulegar. Á virkilega að eyðileggja vestfirðina, þessa líka náttúruperlu, með olíuhreinsunarstöð ? Halló, er ekki í lagi heima hjá ykkur. Ég trúi ekki að þessi hugmynd hafi komið frá vestfiðingum sjálfum. Ég bý ekki á vestfjörðum, en ég er fæddur þar ( nánar tiltekið á Ísafirði ) og ég get ekki að því gert að mér finnst menn vera að ýta á einhvern sjálfseyðingarhnapp með þessari vitleysu. Þessi hugmynd á ekki einu sinni að koma upp í hugann sem síðasta neyðarúrræði. Í guðanna bænum komið með betri hugmyndir en þetta, annars er ílla farið fyrir þjóðinni, ef eina nýsköpunin er álver og olíuhreinsunarstöðvar sem allar aðrar þjóðir eru að reyna að losa sig við vegna mengunar.

Sigurður Ó Kristófersson, 6.3.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 343
  • Sl. sólarhring: 729
  • Sl. viku: 4857
  • Frá upphafi: 2426727

Annað

  • Innlit í dag: 320
  • Innlit sl. viku: 4508
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 299

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband