Leita í fréttum mbl.is

Fleira fólk til Afghanistan. Hversvegna?

Nú eru 13 íslenskir friðargæsluliðar á vegum íslenska ríkisins í Afghanistan og til stendur að senda fleiri. Hvað er meiningin að senda marga í allt?  Upplýsingafullrtúi utanríkisráðuneytisins segir að meiningin sé að færa fólk aðeins meira í uppbyggingarstarf. Í havða starfi hafa friðargæsluliðarnir verið. Áttu þeir ekki allan tímann að vera í uppbyggingarstarfi?

Mér finnst sérkennilegt að ríkisstjórn Hamid Karsai sem setið hefur í 6 ár skuli ekki hafa getað byggt upp þann innri styrk gagnvart vondum Talibönum og öðrum óaldarlýð í landinu að ríkisstjórn hans stæðist ekki ef unglingar frá Vestur Evrópu og Norður Ameríku færu frá landinu og hættu að vera í fremstu skotlínu í átökunum í landinu.

Af hveru eigum við að skipta okkur af málum í Afghanistan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

"Fleira fólk til Afghanistan. Hversvegna?"

Felst það ekki í starfsheitinu: "Friðargæsluliðar" ?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.3.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Algjörlega sammála þér í þessu Jón og vísa til bloggs míns í því
sambandi.........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.3.2008 kl. 01:08

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svar mitt, nafni, er þetta: Af því að það er þörf á því – og okkur ber að gæta bróður okkar. Varla viltu fá nýja talibanastjórn á svæðið og gefa henni síðan færi á að útbreiða sínar öfgar út um Miða-Asíu og víðar? – Svo vísa ég til frekari skýringar til innleggja minna nýlegra á vefsíðu bloggvinar míns hans Guðmundar Jónasar hér fyrir ofan. Ég á þar tvö megininnlegg um Afganistanmálið.

Jón Valur Jensson, 7.3.2008 kl. 03:42

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit ekki hvort þetta skilar neinum árangri.  Hefur verið gerð einhver úttekt á því hvort vera friðargæsluliða okkar skilar einhverjum árangri, eða eru þeir bara til skrauts ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.3.2008 kl. 09:50

5 identicon

Herinn okkar heim.  Leggjum hann svo niður, við eigum ekkert að gera með blóðug afskipti af fíkniefnalandbúnaði, og ekkert með her að gera yfirleitt!

Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:18

6 identicon

Til skrauts.... Ég ætla að reyna að vera ekki móðguð og treysta því að þetta sé sagt í hugsunarleysi.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það hefur margsýnt sig að íhlutun af því tagi sem er í Afganistan ber ekki árangur nema þá síður sé. Talibanarnir máttu þó eiga það að þeir leyfðu ekki eiturlyfjaframleiðslu, útflutningur á þeim efnum hefur aldrei verið eins mikill og eftir að Bandaríkjamenn komu til.  Því er jafnvel haldið fram að þeir eigi stóran þátt í þeim iðnaði.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.3.2008 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 881
  • Sl. viku: 4627
  • Frá upphafi: 2426497

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 4291
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband